Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 46
„Við verðum
í einu af
þremur
efstu
sætunum”
— segir Þór
Hreiðarsson
í Breiðablik
„Ég hef góða trú á
Breiðabliksliðinu og held
að við eigum eftir að gera
góða hluti í sumar,“ sagði
hinn gamalkunni knatt-
spymumaður úr Breiða-
bliki, Þór Hreiðarsson, í
stuttu rabbi við íþrótta-
blaðið.
Ég hef þá trú að mótið verði
jafnara og skemmtilegra en
oft áður. Liðin hafa lagt meira
í þetta en oft áður og ég held
að þetta verði mjög gott ís-
landsmót.
Ég held og raunar veit að
við verðum í einu af þremur
efstu sætunum en hvaða lið
verða erfiðust er ekki gott að
segja til um. Ég hef ekki séð
það mikið til þeirra undanfar-
ið og treysti mér varla til að
spá fyrir um það. Þó veit ég að
Víkingur og Fram verða sterk
í sumar en ég vona bara að
okkur takist að velgja þeim
undir uggum.
Það er ’alveg ómögulegt að
spá nokkru um fallbaráttuna.
Hún á eftir að verða jöfn og
spennandi ekki síður en topp-
ÍBV og Fram — liðin sem léku til úrslita um bikarinn í fyrra verða í
sviðsljósinu og deildu með sérstigum í fyrsta leik mótsins.
baráttan og þar verður ekkert
gefið eftir. Þó hef ég trú á að
þetta verði erfitt sumar fyrir
Akureyrarfélögin, allavega
Þór og jafnvel FH líka. Ann-
ars er ekki hægt að spá miklu.
Mörg liðin eru algert spurn-
ingarmerki, ég veit ekki og
treysti mér ekki til að spá um
gengi þeirra í sumar,“ sagði
Þór.
Engu að síður tókst okkur
að kría út spá hjá Þór og lítur
hún þannig út:
1. Breiðablik 2. Fram 3. Vík-
ingur 4. ÍA 5. Valur 6. KR 7.
ÍBV 8. KA 9. FH 10. Þór.
—SK.
„FH-LIÐIÐ ER
Hinn kunni knattspymu-
maður úr Val, Ingi Bjöm Al-
bertsson mun í sumar í fyrsta
skipti þjálfa í 1. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu. Ingi
Bjöm er löngu orðinn lands-
þekktur knattspymumaður.
Hann hefur undanfarið átt við
meiðsli að stríða sem háð hafa
honum mikið og þeirra vegna
hefur hann þurft að fara í upp-
skurð tvisvar nú á skömmum
tíma. En hann er gott dæmi um
íþróttamann sem ekki gefst
upp þótt á móti blási og er
46