Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 56
Baldur á skrifstofu sinni á Laugardalsvellinum.
satt. Þetta stendur og fellur með
veðráttunni. Annars var ég að
horfa á ensku knattspyrnuna um
daginn og mér sýndist vellirnir á
Englandi ekki vera upp á marga
fiska. Við þurfum örugglega ekki
að bera neinn kinnroða fyrir
leikmönnum Aston Villa hvað
vallarskilyrði snertir, nema ef
veðrið skyldi versna.
Annars má ég til með að segja,
að mér finnst þessi heimsókn
Aston Villa það mikill hvalreki á
fjörur íslenskra knattspymu-
manna að við verðum bókstaf-
lega að fóma einhverju fyrir
hana. Þetta er einstakur viðburð-
ur í íslenskri iþróttasögu að við
skulum geta fengið að sjá sjálfa
Englandsmeistarana nokkrum
dögum eftir að þeir tryggðu sér
titilinn. Ég á ekki von á öðru en
að íslenskir knattspyrnuáhuga-
menn sýni þéssum leik gífurlegan
áhuga og ég verð svekktur ef
áhorfendur verða færri en svona
10—12 þúsund.“
,,Verð svekktur ef það koma ekki
10—12 þúsund."
Treystum á Guð
og gróðurmoldina
Og þá er það þessi klassiska í
lokin. Hvenær verður byrjað að
leika á Laugardalsvellinum í ís-
landsmótinu?
„Við erum búnir að gera allt
sem við getum gert til þess að það
megi verða sem fyrst. Við erum
búnir að sá í vellina, valta þá og
eins erum við búnir að bera á þá
og þetta höfum við gert undir
stjórn garðyrkjumeistarans
Björns Kristóferssonar sem hefur
reynst okkur mjög vel.
Ef tíðarfarið verður eins og það
hefur verið undanfarið, þá verð-
ur hægt að byrja að leika á
Laugardalsvellinum eftir um
vikutíma og ég er það bjartsýnn á
þessum góða vordegi að ég er
þess næstum fullviss að hægt
verði að byrja um miðjan mán-
uðinn. En ég endurtek það einu
sinni enn að það er undir Guði
komið og hinni íslensku gróður-
mold komið hvort þessi draumur
minn og margra rætist eða ekki.
Kraftinn í íslensku gróðurmold-
inni þekki ég og það þarf mikið
að ganga á ef hún mun bregðast
okkur,“ sagði Baldur Jónsson
vallarstjóri að lokum. —SK.
56