Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 63

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 63
Á útivelli Happdrætti til að fjármagna boltakaup Vilas nefnist lítið knatt- spymufélag á Spáni og eru höfuðstöðvar þess í nágrenni borgarinnar Malaga, sem margir íslendingar þekkja. Fé- lag þetta hefur átt í fjárhags- örðugleikum að undanförnu, og efndi nýlega til happdrættis til þess að fjármagna bolta- kaup. Liðið lék alls 28 leiki á heimavelli sínum árið 1980, og töpuðust þá alls 19 boltar. Þeim var spymt upp í áhorfenda- stæðin, þar sem þeir hurfu sporlaust. Herðabreiður og mittismjór Þessi kappi tók þátt í heimsmeistarakeppninni í „body bulding“, sem við getum ef til vill kallað vöðvarækt, en keppni þessi fór fram í Essen í Þýskalandi í vetur. Og óneit- anlega er kappinn íturvaxinn. Það fylgir ekki sögunni hvort hann varð framarlega í keppn- inni, en helstu vöðvafjöll heims reyndu þama með sér. FONGULEGT PAR Fyrir röskum tveimur árum var hinn 23 ára Máry Stavin frá Örebro í Svíþjóð kjörin „Ungfrú alheimur.“ Sænska sjónvarpið er nú að vinna að mynd um líf hennar og störf eftir að henni féll titilinn í skaut, og verður í myndinni brugðið upp svipmyndum frá dvöl hennar í Englandi, þar sem hún bjó með Don Shanks sem er hægri bakvörður hjá Queens Park Rangers, og hef- ur greinilega auga fyrir kven- lengri fegurð. FURÐULEGUR VERNDARGRIPUR Indverska hokkíliðið Rangpur Raiders hefur mjög sérstæðan vemdargrip með í keppnisferðum sínum, — kobalslöngu. Vemdargripur þessi þarf þó mikla umhirðu og umhugsun oghefurfélagið ráðið þrjá menn í fullt starf til þess að hugsa um slönguna. Það fylgir hins vegar sögunni að síðan félagið gerði slönguna að vemdargrip sínum hafi það ekki tapað leik. 63

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.