Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 11

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 11
þeir tóku á vandamál- um sem sköpuðust iðulega á leikvelli. Nei, ég varekki spilltur af eftirlæti þótt ég sé eina barnið. Foreldrar mín- ir voru ekki ríkirog höfðu einfaldlega ekki efni á því að spilla mér. Ég held að ég hafi verið ósköp venjulegt barn og ég mótaðist mest af umhverfinu semégbjóííAmsterdam. Þarlékuöll börn sér á götunni og ég man ekki eftir því að hafa verið til neinna telj- andi vandræða." — FHvenær manstu fyrst eftir þér með bolta á tánum? „Ætli ég hafi ekki verið sex ára gamall þegar pabbi byrjaði að leika við mig í fótbolta í garðinum. Síðan hefur boltinn verið mesti áhrifavald- urinn í lífi mínu. Ég lék mér iðulega við strákana í götunni en ég æfði ekk- ert meira en aðrir þegar égfór að æfa reglulega með liðum. í stað þess að æfa aukalega reyni ég að fá sem mest út úr hverri æfingu og legg mig allan fram við það." — Hefurðu einhvern tímann stundað aðrar íþróttagreinar? „Ég lék mér töluvert í körfubolta þegar ég var í skóla og síðan hef ég haft mikla unun af því að fylgjast grannt með gangi mála í körfunni. Hér á Ítalíu sjáum við reglulega leiki úr NBAdeildinni ogég reyni fyrir alla muni að missa ekki af þeim." — Gerðir þú þér grein fyrir því á þínum yngri árum að þú gætir náð langt sem knattspyrnumaður? „Það var ekki fyrr en ég var orðinn 14-15 ára sem ég áttaði mig á því að ég ætti ef til vill góða möguleika í framtíðinni. Fram að þeim aldri hafði ég aldrei hugleitt það enda gera það fæstir á þeim aldri. Auk þess fékk ég ekkert meiri athygli en aðrir og kannski hefur það hjálpað mér f því að verða betri. Það getur farið illa með unga stráka ef þeir eru skrifaðir upp og gerðir að stjörnum þegar þeir geta ekki staðið undir því. Vanen- burg, leikmaður hjá PSV Eindhoven, „Ég var ásak- aður um tapið“ fékk mikla athygli sem unglingur og sömuleiðis Blanker sem átti að verða næsti Cruyff en ekkert hefur orðið úr honum. Sem betur fer var ég ekki unglingastjarna." Frá átta ára aldri lék Gullit með Meerboys í Amsterdam, síðan með DWS Amsterdam en gerðist loks at- vinnumaður með Haarlem. Með Ha- arlem lék hann á árunum 1979-'82 og skoraði 32 mörk í 91 leik. Á fyrstu árum atvinnumennskunnar lék Gullit sem „sweeper" (aftasti maður í vörn) eða úti á hægri kanti. „Mér er minnis- stæður leikur gegn Excelsior sem við töpuðum 1:6 og var ég ásakaður um tapið því ég var aftasti maður varnar- innar. Ég varekki nema 16 ára gamall og vartekinn út úr liðinu ogfékk ekki tækifæri aftur fyrr en eftir nokkra mánuði og þá sem miðjumaður." — Voru það mikil viðbrigði fyrir „Eina mynd af sigurvegurunum," sögðu Donadoni, Maldini, Gullit og Van Basten eftir að hafa sigrað í skallatennis á æfingu. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.