Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 19

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 19
hún einnig viðurkenningu sem besti leikmaður KA í 6. flokki. Ingibjörg hefur ekki kippt sér upp við það að keppa við sér eldri krakka og er það örugglega einsdæmi að 10 ára stúlka sem leikur í 6. flokki karla skuli líka keppa með 2. flokki kvenna. Ingi- björg er íslandsmeistari með 2. flokki KA í knattspyrnu og hentu margir gaman að því þegar andstæðingar KA mættu á bíl til leiks kom Ingibjörg á þríhjólinu sínu! 10 ára gömul var hún að keppa við 17 ára gamlar stúlk- ur. En aldur er bara hugtak í íþróttum og það skiptir hana engu hvort hún keppir við stráka eða stelpur, hún leggur sig ávallt fram og gerir sitt besta. „Strákarnir sem ég keppi við hafa bara tekið því vel þegar þeir sjá að það er stelpa í liðinu. Þeir eru kannski dálítið feimnir til að byrja með en svo taka þeir jafn harkalegaá móti mér og öðrum." „Strákarnir voru feimnir í byrjun." Ingibjörg kynntist fótbolta fyrst þegar Njáll Eiðsson var þjálfari 7. flokks KA. Til að byrja með mætti hún áæfingarogfékkaðfylgjastmeð en fyrren varði var hún farin aðæfaá fullu. Hún fékk að keppa með C-lið- inu til að byrja með en keppti sama sumar með 6. flokki á Tommamótinu og var þá búin að vinna sig upp í A-liðið. „Það er miklu skemmtilegra að æfa með strákum því það eru svo fáar stelpur á mínum aldri sem æfa fótbolta. Stelpur byrja heldur ekki að keppa fyrr en í 4. flokki. Strákarnir eru áhugasamari og í þeirra hópi tek ég miklu meiri framförum en með stelpunum. Stelpum hættir líka til að haldaað þærgeti minnaen strákaren í raun geta þær miklu meira en þær gera sér grein fyrir." — Ertu vonsvikin eftir að hafa verið útilokuð frá handboltanum? sama rétt og strákar," segir lngibjörg. „Auðvitað er ég það og mér finnst þetta mjög leiðinlegt. í kjölfar kæru Fram sótti KA um undanþágu fyrir mig en fékk neitun. Sem betur fer kom kæran bara niður á mér en ekki öllu liðinu og var það ekki dæmt úr leik. Mér finnst sanngjarnt að stelpur hafi sama rétt og strákar þar sem eng- ir flokkar eru fyrir stelpur á mínum aldri. Ef stelpur byrja ekki að æfa og keppa á unga aldri taka þær ekki eins miklum framförum og ná þar af leið- andi mun lakari árangri en strákar sem byrja snemma að æfa. Ég ætla bara rétt að vona að ég fái að spila með strákunum í fótboltanum í sum- ar." — Ætlarðu að hætta í fótbolta ef þú færð ekki að spila með þeim? „Nei, ég hætti aldrei en keppi þá bara með stelpunum og þeim flokk- um sem ég má keppa í. í handboltan- 19

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.