Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 22

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 22
„HUGARFARSBREYTINGAR ER ÞÖRF“ — rætt við Gerry Flemming, landsliðsþjálfara íslands í karate Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Þór Gíslason „Vissulega Kafði karatesnillingur- inn Bruce Lee mikil áhrif á mig þegar ég var strákur," segir landsliðsþjálf- ari íslands í karate, Gerry Flemming. Hann er 29 ára gamall og fjórfaldur Skotlandsmeistari í Shotokan karate. „Annars var ég alltaf í fótbolta sem strákur og lagði mig allan fram. Þegar ég var 17 ára gamall fannst mér ég ekki fá það út úr fótboltanum sem ég hafði búist við og um það leyti hreifst ég af karate." Árangurinn lét ekki á sér standa þegar Flemming var kominn á kaf í karate og innan tíðar var pilturinn farinn að vekja mikla athygli. „Áhugi almennings f Skotlandi fyrir karate er þokkalegur en það er erfitt að ná at- hygli fjölmiðla. Sömu sögu er að segja um karate á íslandi. Við erum að gera góða hluti og stöndum okkur vel en fáir veita því athygli. í Skot- landi er ný kynslóð karatemanna að koma fram á sjónarsviðið og eru miklar vonir bundnar við þá í fram- tíðinni." — Hvernig kom ísland til sögunn- ar hjá þér? „Þegar ég keppti á Evrópumeist- aramótinu í Noregi 1984 eða 1985 kynntist ég Ólafi Wallevik og hann spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að þjálfa á íslandi. Þá var ég starfandi sem landsliðsþjálfari Norður-írlands og gat ekki fengið mig lausan. Þó dvaldi ég á íslandi í 10 daga eftir að ég kynntist Ólafi og leist mér vel á land og þjóð. Þegar ég hafði starfað í 2 ár á írlandi bauðst mér staða lands- liðsþjálfara hér á landi og ákvað ég aðslátil. Þaðer margt líkt með Norð- ur-írum og íslendingum og viðbrigð- in því ekki mikil að þjálfa íslend- inga." — Hver er staða karate á Islandi í dag samanborið við fyrstu kynni þín af íþróttinni hér fyrir 4 árum? „íslendingar hafa sofnað dálítið á verðinum því mér sýnist sem færri stundi karate hér nú en fyrir 4 árum. Þetta á reyndar líka við um Skota. Það virðist vera erfitt að halda mönn- um við efnið enda við ramman reip að draga þegar fjölmiðlarnir eru áhugalausir. Hér er mikil barátta um krakkana því þeir hafa úr svo mörg- um íþróttagreinum að velja. Annars standa bestu karatemenn Islands vel að vígi í Evrópu enda eru hér nokkrir toppmenn. Nokkurt bil er í næstu kynslóð en miðað við það sem ég sá til unglinganna á Unglingameistara- móti íslands í karate á dögunum þurfa íslendingar ekki að kvíða fram- tíðinni. Mjög nauðsynlegt er fyrir 22

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.