Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 36

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 36
„ÖRLÍTIL MISTÖK SKIPTA SKÖPUM“ Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Kristján Einarsson Að loknum skylduæfingunum á ís- landsmótinu í fimleikum kvenna var Ijóst hvert stefndi. Linda Steinunn Pétursdóttir íFimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði var komin með það gott forskot á keppinauta sína að fátt gat komið í veg fyrir það að hún verði titilinn Fimleikadrottning íslands. Linda var með samtals 36,30 stig að loknum skylduæfingunum, Bryndís Guðmundsóttir Ármanni var í 2. sæti með 35,15 stig og stalla hennar Fjóla Ólafsdóttir Ármanni í 3. sæti með 34.45 stig. Fyrirfram var búist við hörkukeppni um íslandsmeist- aratignina rnilli þessara stúlkna og sú varð líka raunin. „Fyrir mótið vissi ég að baráttan um efsta sætið yrði á milli mín, Fjólu og Bryndí’sar," segir Linda Steinunn. „Áð loknum skylduæfingunum leit þetta vel út fyrir mér og gat ég farið í frjálsu æfingarnartiltölulega afslöpp- uð. Það gerði það að verkum að ég varð öruggari og tryggði mér íslands- meistaratitilinn." Linda Steinunn Pétursdóttir, íslands- meistari í fimleikum árið 1989 ásamt Fjólu Ólafsdóttur (tv) sem varð í öðru sæti og Bryndísi Guðmunds- dóttur sem varð í þriðja sæti.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.