Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 42

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 42
— Ertu betri fimleikamaður í dag en árið 1987 þegar þú varðst síðast Islandsmeistari? „Já, ég finn að ég hef styrkst veru- lega mikið og á mun auðveldara með að gera æfingarnar. Ég fór í gegnum þetta mót á fremur auðveldum æfing- um í stað þess að tefla í tvísýnu og reyna eitthvað sem ég er ekki búinn að ná tökum á. „Flugmómentið" á svifránni var reyndar dálítið erfitt en það tókst vel. Sú æfing var í D-flokki fyrir síðustu Ólympíuleika, sem er hæsta einkunn en var lækkuð niður í C-flokk að leikunum loknum ásamt nokkrum öðrum æfingum. I dag er því mun erfiðara að ná „D mómenti" en áður. Á íslandsmótinu í gólfæfing- um tók ég tvöfalt heljarstökk í byrjun og í enda æfingarinnar en það hef ég aðeins einu sinni gert áður í keppni. Úthaldið er því að aukast." — Má búast við að sjá einhver ný brellibrögð frá þér í framtíðinni? „Ég ætla að reyna að bæta mig á svifránni sem mér finnst skemmtileg- asta áhaldið. Ég ætla líka að bæta við „flugmómentið" og gera afstökkið erfiðara. „Serían" hjá mér á því eftir að batna verulega." — Hvert er erfiðasta atriðið sem reynt hefur verið í fimleikum og náð hefur verið tökum á? „Það framkvæmdi Sovétmaðurinn Sergei Kharikov á síðustu Ólympíu- leikum þegar hann fór tvöfalt heljar- stökk með beinum líkama í heilli skrúfu í gólfæfingunum og einnig tvöfaltframheljarstökk með yfirslagi í stökki. Síðarnefnda stökkið hafði Kúbumaður reynt á Ólympíuleikun- um í Moskvu fyrir 8 árum en var bor- inn út á sjúkrabörum." — Átt þú eftir að taka miklum framförum í framtíðinni? „Já, ég geri fastlega ráð fyrir því. Ég stefni að því að stunda fimleika næstu 5 árin og ég set markið hátt. Takmarkiðídageraðnásem lengstá Norðurlandamótinu í apríl og ánægjulegast væri að komast á pall." Guðjón í kollhnís í gólfæfingum. . . . og kemur niður á dýnuna ein- beittur á svip. Jörgen Tellnar þjálfari í fimleikadeild Ármanns fylgist vel með Guðjóni á bogahestinum sem hefur verið hans akkilesarhæll. Dómarar stúlknanna á fimleikamóti íslands fylgdust vökulum augum með öllu sem gerðist í námunda við þær og gáfu stig. 42

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.