Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 49

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 49
/ „SYNIKENNSLA" IÞRÓTTABLAÐIÐ á leik AC Milan oe Juventus í ítölsku deildarkeppninni Texti og myndir: Þorgrímur Þráinsson „Forza Milan! Forza Milan!" Mannfjöldinn tróð sér inn í neðan- jarðarlestarnar sem fikruðu sig áfram eins og ormar undir lifandi götum Mílanó. Litirnir rauður og svartur voru mest áberandi í lestun- um og ófáir voru með trefil um háls- ins og húfur á kollinum sem á stóð „Áfram Mílanó". Það var ekki um villst að leikdagur var runninn upp, sunnudagur, og þá drifu þeir sig á völlinn sem voru svo lánsamir að hafa tryggt sér miða. Sunnudagar í Mílanó eru eilítið sérstakir að sögn kunnugra. Fjöldi fjölskyldna fer þá í göngutúra í blíð- unni og vekja pabbarnir ætfð mesta athygli. Flestir skipta sér sem minnst af konu og börnum því eyrað er límt við útvarpstækið og af innlifun upp- lifa þeir það sem gerist í útvarpstæk- inu. Jú, þeir eru að hlusta á lýsingu af knattspyrnukappleik og þá kemst fátt annað að. Knattspyrnan á Ítalíu er líkust trúarbrögðum. Enginn þykir maður með mönnum nema vita allt um gang mála hjá Inter Milan eða AC Milan í borg óperunnar, Mílanó. Bæði Inter og AC eru meðal bestu knattspyrnu- liða Ítalíu enda fyrrnefnda liðið með örugga forystu í deildinni en AC handhafi ftalíumeistaratitilsins. Þess má til gamans geta að Albert Guð- mundsson var leikmaður Inter Milan Lið AC Milan keppnistímabilið 1988-1989. Troðfullur leikvangur, lögregluþyrl- ur á flugi, auglýsingar í lofti, sjón- varpsskermar og hetjur á vellinum. Ómissandi þættir á knattspyrnuleik á Ítalíu. um tveggja ára skeið á hátindi knatt- spyrnuferils síns og var kallaður „hvíta perlan". Tæpum tveimur klukkutímum fyrir leik AC Milan og Juventus var Stadio di San Siro leikvöllurinn þéttsetinn. Þeirsem ekki eiga ársmiða mæta öllu jöfnu tveimur klukkutímum fyrir leik til þess að tryggja sér sem bestu sætin eða stæðin. Þeir sem eru hins vegar svo lánsamir að hafa tryggt sér miða á alla leiki keppnistímabilsins taka sér góðan tíma og mæta rétt fyrir leik. Baráttusöngvar stuðningsmanna lið- anna ómuðu dátt og sem beturfer var þeim ætlað sæti sitthvorum megin á vellinum því eldheitir stuðnings- menn „í sitthvorum litnum" eiga litla samleið. San Siro leikvöllurin í Mílanó er heimavöllur Inter Milan og AC Milan og rúmar um 75 þúsund manns. Uppselt er á hvern einasta leik félag- anna, eða því sem næst. Um þessar mundir eiga sér stað miklar endur- bætur á vellinum því nokkrir leikir í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu á næsta ári fara þar fram. Læt- ur nærri að um 30 þúsund manns geti þá bæst við áhorfendafjöldann. AC Milan er gamalgróið félag á Ítalíu og hefur 11 sinnum orðið ítalsk- ur meistari. Eins og áður sagði er liðið handhafi titilsins í dag en áður varð það meistari 1901,1906,1907,1951, 1955, 1957, 1959, 1962, 1968 og 1979. Síðastliðið keppnistímabil var fé- laginu ákaflega eftirminnilegt því tit- illinn vannst eftir 9 ára bið og átti hollenski snillingurinn Ruud Gullit stærstan þátt í því. Hollendingarnir þrír, Gullit, Van Basten og Rijkaard eru lykilleikmenn í liði AC Milan enda i hópi bestu knattspyrnumanna 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.