Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 51
Verið er að stækka San Siro leik-
vanginn fyrir HM á Ítalíu 1990.
miðjumanna annars vegar og miðju-
manna og varnarmanna hins vegar
var nánast alltaf hið sama. Og á með-
an leikmenn Juventus djöfluðust hver
í sínu horni eins og naut í flagi, léku
leikmenn AC eins og englar. Einhver
hafði á orði að það væri heiður fyrir
leikmenn Juventus að leika á sama
velli og leikmenn AC.
Lítið bar á sovéska leikmanninum,
Zavarov, í liði Juventus en miklar
vonir voru bundnar við hann fyrir
keppnistímabilið. Þess mátil gamans
getaað hann hefur um 200.000 Ifrur í
mánaðarlaun og auk þess afnot af
íbúð og bíl. Lesendum til fróðleiks
eru 200.000 lírur tæplega 80.000
krónur og þykja það ekki há mánað-
arlaun á ítalfu. En hann kemur frá
Sovétríkjunum þar sem menn fá ekk-
ert gefins og sættir sig því örugglega
við lág laun.
Til samanburðar má geta þess að
Marco Van Basten fékk um 40 millj-
ónir íslenskra króna fyrir það eitt að
skrifa undir samning þess efnis að
leika í Diadora knattspyrnuskóm
næstu 3 árin. Menn geta því rétt
ímyndað sér hver mánaðarlaun leik-
manna á Ítalíu eru. Allir verða millj-
ónamæringar á því að skrifa undir
samning við toppliðin þar í landi.
En leikurinn þróaðist eins og við
var að búast, leikmenn AC voru eins
og kóngar á vellinum. Til að kóróna
árangurinn sendu þeir 19 ára nýliða,
Mannari, inn á þegar 20 mínútur
voru eftir og sá gerði sér lítið fyrir og
skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik.
Gullit stóð sig gífurlega vel í liði
AC og hafði mikla yfirferð. I þau fáu
skipti sem hann átti slæma sendingu
gerði hann allt sem hann gat til þess
að vinna boltann aftur. Samvisku-
semina skorti ekki hjá honum, hvað
þá úthaldið og kraftinn. Stundum
vann hann boltann á eigin vallar-
helmingi, sendi hann út á kant og var
svo mættur fyrstur inn í vítateiginn til
þess að afgreiða fyrirgjöfina. Engin
furða þótt hann sé ókrýndur konung-
ur. Og ekki vantaði „húmorinn" í
Gullit. Einhverju sinni átti Colombo
fremur máttlaust skot á markið með
Leikmenn AC fagna öðru marki
Mannari og stórsigri gegn Juventus.
vinstri fæti sem rétt dreif að marki.
Gullit hljóp þá til hans með vinstri
fótinn stífann og gaf til kynna að Co-
lombo ætti að einbeita sér að því
áfram að nota þann vinstri eingöngu
til stuðnings.
Tilþrifamiklum leik lauk með gíf-
urlegum fagnaðarlátum viðstaddra
og var hetjunum klappað lof í lófa.
„Forza Milan!" ómaði um San Siro
leikvanginn og stuðningsmenn AC
heldu glaðir til síns heima.
new balance
Iþróttaskórnir eru í sérflokki
— einu skórnir sem eru
fáanlegir í mismunandi
breiddum.
UTIUF
GLÆSIBÆ - SÍM182922
51