Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 53
Stund milli stríða! Siggi Sveins og Geir Sveinsson tefla eina af mörgum skákum í ferðinni. Kristján Arason fylgist með. leiki af fimm og leggja síðan and- stæðinginn úr hinum riðlinum að velli í leik um bronsið. Svo það gefur augaleið að „bara" til þess að tryggja áframhaldandi A-sæti þyrfti að ná að minnsta kosti 60% árangri í riðlinum og jafnvel að það dygði ekki til og 70% árangur þyrfti að líta dagsins Ijós. Og til að leika um bronsið varð sennilega að nást 80% árangur. Þegar á hólminn er komið ræður dagsform liðanna mestu því flest eru þau svipuð að styrkleika. Því má segja að allar háleitar hug- myndir um verðlaunasæti í Frakk- landi hafi í mesta lagi verið hvíslaðar manna á milli. Líkurnará þvíað kom- ast í A-keppnina að nýju voru vissu- lega góðar og vel raunhæft að gera kröfur um sigur gegn Búlgaríu, Kuwait, ásamt Noregi og Sviss sem að öllum líkindum yrðu andstæðing- ar okkar í milliriðlinum ásamt V- Þjóðverjum. Um úrslit leikja gegn Rúmeníu og V-Þýskalandi var erfitt að spá og Ijóst að um hörkuleiki yrði að ræða þar sem þessum liðum var spáð tveimur af fjórum efstu sætun- um. Flestir leikmenn í lélegri þjálfun Undirbúningurinn fyrir keppnina var ekki eins og best varð á kosið og langt frá því að vera viðunandi að áliti þjálfarans. Á ýmsu gekk og leik- menn voru ekki sáttir við þann undir- búning sem Bogdan vildi að yrði. Menn settu einkum fyrir sig óskir Bogdans um að æfa 9-10 sinnum í viku enda minningarnar frá síðast- liðnu sumri ekki góðar. Leikmenn héldu þvífram að efof mikið væri æft væri hætta á því að leiðinn sem ríkti í liðinu í Seoul myndi endurtaka sig í Frakklandi. Bogdan sagði að þarsem 1. deildin á íslandi væri það slök og flestir leikmenn í lélegri þjálfun dygði lítið annað en að æfa 9-10 sinnum í viku. Leikmenn fengu þó sínu fram- gengt og æfingum var fækkað niður í 6-7 sinnum í viku. Bogdan sagði reyndar að fyrst við endilega vildum vera B-þjóð áfram væri lítið við því að gera! En ekki má gleyma því að Iiðsstjóri liðsins, Guðjón Guðmunds- son, var sammála leikmönnum og hafði það mikið að segja. En það er afar sjaldgæft að hann sé ósammála þjálfaranum. Útlitið var síður en svo bjart því töluvert var um meiðsli og veikindi leikmanna. Svo ég vitni í dagbók mína segi ég þriðjudaginn 14. feb. m.a.: „Erfitt er að meta hverj- ar líkur okkar á góðum árangri í Frakklandi eru. Persónulega finnst mér liðið ekki eins gott og það getur verið og sannast sagna á það nokkuð langt í land. Úthald og snerpa leik- manna var betri í Seoul en á móti kemur nú að leikleiði erekki til staðar Á hótelinu í Cherbourg, þar sem forriðillinn fór fram. Þorgils Óttar, Guðjón Guðmundsson, Gunnar Þór Jónsson læknir og Jón Hjaltalín. og andrúmsloftið allt miklu afslapp- aðra og yfirvegaðra. Mér sýnist flestir leggja metnað sinn í að standa sig í Frakklandi en hef þó á tilfinningunni að leikmenn haldi að árangurinn komi að einhverju leyti af sjálfu sér." Þegar til Frakklands var komið hófst stríðið fyrir alvöru og nú var að duga eða drepast. Öll aðstaða var til fyrirmyndar og keppnin augsýnilega mjög vel skipulögð. Bogdan gerir áætlun fyrir hvern dag f samráði við fararstjórn og eftir henni verður að fara í hvívetna. Stundvísi er mjög mikilvæg og kl. 23:00 á kvöldin eiga allir að vera komnir í ró. Yfirleitt er dagurinn tekinn snemma og því vaknað kl 8:30. í undirbúningi fyrir leiki hafaflestir leikmenn sínar föstu venjur. Ekki er sama hvernig raðað er ítöskuna áður en lagt er af stað, flestir vilja vera á ákveðnum stað f búningsklefanum, upphitun leikmanna er mismunandi og sumir drekka te en aðrir kaffi rétt fyrir leik. Heildarundirbúningur fyrir leiki er mjög hefðbundinn og í föst- um skorðum. Ef við lítum t.d. á hvernig undirbúningurinn var fyrir fyrsta leikinn hófst dagurinn með morgunverði kl. 9:00. Eftir morgun- mat fóru leikmenn aftur upp á her- bergi. Sumir fengu sér smá „kríu" en aðrir fóru að lesa, spila á spil, láta sér vaxa skegg, eins og t.d. Stjáni Ara sem ætlaði að safna yfirvaraskeggi, „a la Clark Gable" (það klæddi hann hörmulega!) eða horfðu einfaldlega út í loftið og boruðu í nefið þangað til videófundurhófstkl. 11:00. Þarskoð- uðum við myndband af leik íslands og Búlgaríu sem spilaður var í Dan- mörku í janúar síðastliðnum og lauk „að sjálfsögðu" með sigri okkar 22- 17. Videófundir eru mjög gagnlegir og sérstaklega þegar verið er að spila við þjóð sem ekki er oft spilað við og lítið vitað um, samanber lið Búlgaríu eða Kuwait, sem við vorum að spila 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.