Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 64
við bræðurnir en við erum þeir einu
sem eru eftir. Það er svo margt sem
togar í stráka þegar þeir verða 14-15
ára og nægir þar að nefna partý og
stelpur."
— Hvaða áhrif hefur karateiðkun-
in haft á þig?
„ífyrsta lagi erég betri íþróttamað-
ur en áður og mun sterkari. Maður
lærir mikinn sjálfsaga ogalltslíktskil-
ar sér í lífinu almennt."
Karatefélag Reykjavíkur flutti alla
aðstöðu sína nýlega í kjallarann und-
ir stúku Laugardalslaugarinnar og
segir Unnar að aðstaðan í dag sé öllu
betri en áður. „í Ármúlanum var gólf-
ið þaðslæmtað maðurátti á hættu að
slasast á því."
Hann æfir tvisvar sinnum í viku
undir handleiðslu Jónínu Ólsen sem
er með svarta beltið og það finnst
Unnari meiriháttar. „Hún er svaka-
lega góðogmundi égekki vilja skipta
á henni og öðrum þjálfara. Mérfinnst
við æfa allt of sjaldan en það stendur
sem betur fer til bóta. Helst vildi ég
æfa alla daga vikunnar."
Eins og áður sagði sýndi Unnar
mikla yfirburði á unglingameistara-
móti íslands en hann sagðist íflestum
tilfellum hafa verið að keppa við sér
yngri stráka. I raun hefur hann aldrei
tapað keppni í kata og hefur síðastlið-
in þrjú árorðið unglingameistari. „Jú,
ég tapaði einu sinni þegar ég var 10
ára en þá var ég að keppa við 15 ára
stráka. Annars mættu mótin vera
fleiri hér á landi, það vantar verkefni
fyrir okkur."
— Áttu þér fyrirmynd í karate?
„Já, þegar ég fór í æfingaferð til
London sá ég Conni Ferm frá Svíþjóð
keppa á Evrópumeistaramótinu í
karate. Hann var alveg hrikalega
góður og síðan hef ég haldið upp á
hann. Conni er nýbúinn að ná 4. dan
í svarta beltinu."
— Hver er besti karatemaður sem
ísland hefur átt?
„Atli Erlendsson. Hann var með 2.
dan að ég held og var svakalega góð-
ur."
— Eru skólafélagar þínir ekkert
hræddir við þig vegna kunnáttu þinn-
ar í karate?
„Nei, það held ég varla. Ég mæti
nú aldrei í búningnum í skólann
þannig að það stendur kannski ekki
utan á mér að ég sé í karate. Þó vita
það flestir en þeir myndu varla slást
við mig, hvað þá ég við þá."
— Langar þig aldrei til að fljúgast
á?
„Þegar ég var nýbyrjaður í karate
langaði migþaðenekki lengur. Égfæ
góða útrás heima því ég á fínan
boxpúða sem ég ímynda mér að sé
bróðir minn og lem því sundur og
saman," segir Unnar brosandi. „Ég á
líka boxbolta til að kýla og púða sem
annar heldur á og ég get slegið og
sparkað í þannig að það dugar full-
komlega. Það þýðir ekkert annað en
að æfa sig vel heima ef árangur á að
nást."
— Hvað ætlarðu að verða þegar
þú ert orðinn stór?
„Ætli ég verði ekki bara „bissness-
"maður hjá honum pabba mínum f
Útilíf Glæsibæ."
Karatemeistarinn
notar matinbleu
•••
UTIUF
GLÆSIBÆ - SI'MI 82922
64