Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 68

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 68
FRAMTÍÐARSÝN B O G D A N S Jón Óskar Sólnes skrifar íslendingar verða ávallt upp með sér þegar erlend stórmenni sjá sér fært að sækja þetta litla land heim. Nöfn á borð við Askenasy, Ringo Starr, Jaqueline Picasso að ógleymd- um valdamestu þjóðhöfðingjum heims, Höfðagestunum, koma upp í hugann þegar rifjað er upp hverjir hafa hlotið sæmdarheitið „íslands- vinur" í vitund almennings. íslend- ingar eiga það einnig til að snúa upp á sig, þegar útlendingar eru annars vegar og mýmörg dæmi eru um menn sem áeinhvern hátt hafa tengst málefnum okkar og látið í Ijósi skoð- anir sem ekki þykja tilhlýðilegar hér. Egill Helgason blaðamaður fjallaði um þetta fyrir nokkru í blaðagrein og nefndi til sögunnar þá Campomanes FIDE-forseta, hvalfriðunginn ofstæk- isfulla Paul Watson og Kurt nokkurn Wadmark. Wadmark þykir ekki par fínn pappír meðal áhugamanna um handknattleik og í raun má segja að almenningur liggi ekki á skoðunum sínum þegar erlendir íþróttaforkólfar eru annars vegar. Nægir þar að nefna Joe Hooley, Janus Czerwinsky, Tony Knapp og Sigi Held. Enginn þeirra kemst þó í hálfkvisti við pólska furðu- fuglinn og handknattleiksfræðimann- inn Bogdan Kowalczky, íslandsvininn sem neitaði að læra íslensku þráttfyrir ellefu ára dvöl hérlendis. 68

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.