Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 75
Vestmannaeyjar eru
paradís
„Þráttfyrir ríginn milli Týs og Þórs
eru Vestmannaeyjar algjör paradís
og hér ætla ég alltaf að eiga heima.
Hérerlangtumskemmtilegraent.d. í
Reykjavík. Maður ratar ekkert þar,
þetta er svo stór borg og stórhættu leg.
Fullt af glæponum. Vinir mínir,
Markús, Ingvi, Hlynur, Kiddi, Kalli
Malli og þessir strákar eru alveg sam-
mála mér og okkur finnst líka langt-
um sætari stelpur í Eyjum. Við eigum
flestir kærustu, nema Markús. Kæra-
stan mín heitir Anna Lilja. Sumariðer
frábær tími í Eyjum. Fyrir utan það að
vera í fótboltanum vinnum við í bæj-
arvinnunni eða ístöðvunum, spröng-
um og sumir fara í úteyjarnar til
lundakarlanna. Ekki má gleyma
þjóðhátíðinni, hún er ólýsanleg. Ég
var ekki fæddur þegar gosið varð
hérna 1973. Það er búið að segja mér
hvernig það var og ég hef séð kvik-
myndir frá því og lesið bækur um
það. Þetta hefur verið alveg rosalegt,
allir þurftu að flýja í bátum og margir
misstu húsin sín. Samt er ég ekkert
hræddur að búa nálægt þessum eld-
fjöllum, þau gjósa ekki næstu aldirn-
ar. Eða það vona ég."
Þrátt fyrir að Bjarnólfur hafi baðað
sig í sviðsljósinu síðasta árið er ekki
að merkja að hann hafi ofmetnast
fyrir vikið. Hann er sami hægláti og
metnaðarfulli strákurinn. Hann á
framtíðina fyrir sér og getur náð langt
í framtíðinni. Hann æfir af sama
dugnaði og hann hefur gert og fellur
ekki í freistingar hins Ijúfa lífs. Mál-
tækið góða, „Æfingin skapar meistar-
ann", er nefnilega enn í fullu gildi.
ÞOGU