Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 79

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 79
„Konan á bak við manninn," sagði Jón Kr. um sambýliskonu sína, Auði Sigurðardóttur, þegar myndin var tekin. Orð að sönnu! „Ákváðum að reka þjálfarann“ var komin í það, og hvort við þyrftum að reka þjálfarann til þess að það tækist. Við tókum þá ákvörðun að reka þjálfarann og stóðu allir leik- menn og stjórnin saman hvað varðar þá ákvörðunartöku. Reyndar kom babb í bátinn með Axel því honum fannst hann hafa tekið ranga ákvörð- un og missti úr 2-3 leiki vegna þess. Okkur tókst að fá hann til liðs við okkur að nýju. í kjölfar brottreksturs þjálfarans náðum við upp samheldni í liðinu sem mér fannst skorta í liðinu áður. Að mínu áliti var það sam- heldnin sem skipti sköpum í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn." — Hvað leiddi til þeirrar sundr- ungar sem var í liðinu þegar Lee Nober var þjálfari? „Lee hafði verið aðstoðarþjálfari háskólaliðs í Bandaríkjunum og þar ganga hlutirnir öðruvísi fyrir sig en á Islandi. Ef einhver vandræði stafa af leikmanni þar er honum umsvifa- laust sparkað. Þetta er einfaldlega ekki hægt að gera hér. Við stundum íþróttir hér á landi ánægjunnar vegna ogerum tilbúnirtil þess að leggja hart aðokkurtil þess að nágóðum árangri en það eru samt takmörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér. í raun voru sífellt leiðindi frá því hann kom og það leið ekki vika án þess að árekstrar yrðu í samskiptum hans og leikmanna. Hann var t.d. alfarið á móti því að landsliðsmenn Keflavík- ur fengju frí til þess að æfa með landsliðinu á föstudagskvöldum en það voru öll önnur félagslið búin að samþykkja. Hann sagði að annað hvort hættum við í landsl iðinu eða þá að hann gæfi sigekki 100% íþjálfun- ina. Hann hlustaði ekki á þær rök- semdafærslur að landsliðssæti væri draumur allra íþróttamanna. Auk þess stóð hann í stöðugu stappi við stjórn körfuknattleiks- deildar Keflavfkur ogef eitthvað gekk ekki upp eftir hans höfði kvartaði hann við okkur. Hann var með öðr- um orðum að hella sínum vandamál- um yfir leikmenn og reyna að nota þá til þess að hafa áhrif á stjórnina. Menn voru búnir að fá sig fullsadda af honum. Sjónarmið leikmanna komu aldrei nógu vel fram í fjölmiðl- um þegar brottrekstur hans átti sér stað því við vildum einfaldlega ekki 79

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.