Íþróttablaðið - 01.04.1989, Page 83
„Petta gerir
okkur að betri
leikmönnum“
Þessi hápressu-ieikaðferð gerir
leikinn að mínu mati skemmtilegri
því sumum liðum hættir til að leika
göngubolta. Leikaðferð KR kom mér
kannski áóvartað því leytinu til að ég
tel þá ekki hafa mannskap til þess að
leika hápressu út heilan leik. En þessi
leikaðferð gerir okkur að betri leik-
mönnum því við fáum minni tíma og
þurfum að bregðast skjótt við svari
andstæðinganna."
— Hvað gerði gæfumuninn í úr-
slitaleiknum?
„Baráttan og liðsheildin skipti
mestu máli en svæðisvörn okkar kom
þeim nokkuð á óvart. Þeir voru mjög
óákveðnir í fyrri hálfleik og skoruðu
aðeins 30 stig á móti 45 stigum okk-
ar. Við reyndum að láta þá taka mikið
af langskotum því við vissum að þeir
voru spenntir og léku á útivelli í
þokkabót. í seinni hálfleik voru þeir
lausir við spennuna og hittu betur."
— Ertu sáttur við eigin frammi-
stöðu í vetur?
„Já, ég er það. Hér áður fyrr fólst
mitt hlutverk í liðinu meira í því að
skoraen núnaeru aðrirteknir við. Ég
geri mér fyllilega grein fyrir hlutverki
mínu í liðinu og er sáttur við það.
Með hverju árinu sem líður geri ég
mér betur grein fyrir því að körfubolti
er hópíþrótt sem byggir á liðsheild-
inni og það skiptir ekki máli hver
skorar stigin og fær nafnið sitt birt í
blöðunum. Það eru stundir eins og í
gær sem skipta máli."
— Kom einhver leikmaður þér
skemmtilega á óvart á keppnistíma-
bilinu?
„Jón Arnar Ingvarsson í Haukum
stóð sig frábærlega í vetur en hann er
aðeins 17 ára gamall. Nökkvi Már
Jónsson í okkar liði er líka aðeins 17
ára og geysilega efnilegur leikmaður.
Það ber þó mun minna á Nökkva því
hann er í jafnara liði en Jón. Eyjólfur
Sverrisson kom skemmtilega á óvart
og hann er ekki bara „skorari" heldur
líka ágætis varnarmaður. Og ég er
hissa á því að hann skuli ekki vera í
landsliðshópnum."
— Heldurðu að íslandsmeistara-
titillinn verði hér á Suðurnesjum
næstu árin?
„Það er mín trú að Keflvík, Grinda-
vík og Njarðvík verði toppliðin á
næstu árum. Ef KR heldur sínum
mannskap getur það sett strik í reikn-
inginn og svo er aldrei að vita hvað
Tindastóll gerir. Það lið á eftir að
koma á óvart næsta vetur því í vetur
vantaði strákana bara herslumuninn
að vera mun ofar í deildinni. Þeir
töpuðu mörgum leikjum með sára-
litlum mun og ef Valur og Eyjólfur
verða áfram fyrir norðan og liðið fær
einn sterkan bakvörð á það góða
möguleika á því að blanda sér í
toppbaráttuna næsta vetur. Svo er
þetta spurning um hvort einhverjir
leikmenn hugsi sér til hreyfings. Ef
Tómas Holton í Val heldur utan til
náms geta Valsmenn lent í vandræð-
um."
— Þaðhefurstundumveriðrættog
ritað um það að körfuknattleiksmenn
á Suðurnesjum séu öðruvísi en aðrir
leikmenn. Ertu sammála því?
„Nei, ekki nema þá að þeir séu
bara betri en aðrir," segir Jón og hlær.
„Þetta er aðeins spurning um það
hvað leikmenn eru tilbúnir til að
leggja á sig. Sama gildir um aðrar
Þú boigaralltaf sama gjaldið,
hvort sem þú ert einn eða með fleirum í
Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur
Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl.
Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig
með hressilegri símhringingu, óskir þú þess.
\ UREVF/LL
68 55 22
bílnum!