Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Side 22

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Side 22
FRAMUNDAN E R BARÁTTA í BÁÐUM DEILDUM Texti: Þorgrímur Þráinsson íslandsmótið í knattspyrnu er haf- ið. Baráttan er byrjuð en svör við mörgum áleitnum spurningum fást ekki fyrr en eftir rúma fjóra mánuði. Baráttan um titla og falldrauga verð- ur eflaust hatrömm í sumar í öllum deildum og lítur út fyrir mjög spenn- andi íslandsmót. Margir hallast að því að KR-ingar, sem voru nánast með Islandsbikarinn í höndunum síðastliðið sumar þar til 7 mínútur voru eftir af mótinu, muni hampa bikar að keppnistímabilinu loknu. Undirritaður kemur til með að sakna Skagamanna úr 1. deild og í raun finnst manni það ekki viðeigandi að ÍA skuli leika í 2. deild — með fullri virðingu fyrir þeirri deild. ÍA nýtur það mikillar virðingar í knattspyrnu- heiminum að 1. deildin án liðsins er hálf tómleg. Það er mál manna að baráttan um Islandsmeistaratitilinn í knattspyrnu komi til með að standa á milli Reykjavíkurliðanna þriggja — Fram, KR og Vals. Önnur lið geta hæglega blandað sér í þá baráttu en í upphafi móts tefla þessi þrjú lið fram sterk- ustu leikmönnunum og þau hafa auk þess hefðina á bak við sig. íslands- meistarar Fram hafa reyndar misst þrjá mikilvæga leikmenn til annarra liða — þá Guðmund Steinsson, Þor- stein Þorsteinsson og Arnljót Davfðs- son. Breiddin hjá Fram er ekki söm fyrir bragðið en liðið hefur á að skipa mörgum mjög efnilegum leikmönn- um. Liðið skoraði 39 mörk ídeildinni í fyrra og ef einhver fer í skó Guð- mundar Steinssonar og skorar 10 í Tveir lykilleikmenn í sínum liðum. Steinar Guðgeirsson, Fram og Saevar Jónsson, Val. Umfjöllun um íslandsmótið í knattspyrnu í 1,- og 2. deild Er tími KR-inga runninn upp? Heldur sigurganga Fram áfram? Sigrar ÍA með yfirburðum í 2. deild? Verður Hörður markahæstur 3. árið í röð? Hvaða lið falla? 22

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.