Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.07.2020, Qupperneq 8
Reykjavíkurborg efnir til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð á suðvesturhluta reits sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Væntingar eru til þess að hönnun skólans og fjölskyldumiðstöðvarinnar marki nýja sýn og hugsun í hönnun byggingarinnar hvað varðar vellíðan, virkni og heilbrigði þeirra sem þar eru við leik og störf. Keppendur þurfa að skrá sig inn á útboðsvef Reykjavíkurborgar til þátttöku. Upplýsingar um skráningu, keppnislýsingu og önnur samkeppnisgögn er að finna á reykjavik.is/honnunarsamkeppni-um-nyjan-midborgarleikskola-og-fjolskyldumidstod. Þá er opin hugmyndagátt fyrir sjónarmið bæði almennings og fagfólks og verða þau höfð til hliðsjónar í ferli samkeppninnar. Tillögum skal skilað fyrir kl. 24, 7. október 2020. Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson NÝTT BRAGÐ MÖGNUÐ UPPLIFUN! Áfram skelfingarástand í Wuhan Íbúum Wuhan hefur verið fyrirskipað að halda sig innandyra vegna f lóða sem hafa þegar tekið hundruð mannslífa. Mikil úrkoma undanfarna daga orsakar f lóðin. Þessi maður naut þess þó að láta sig f ljóta í vatns- f laumnum sem rann um Jiangtan-garð og naut þess að vera einn með sjálfum sér – fjarri COVID. MYND/GETTY BANDARÍKIN Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta níðingsins Jeffrey Epstein, óskaði eftir því fyrir hér- aðsdómstól í New York í gær að losna úr varðhaldi gegn tryggingu á meðan hún biði réttarhalds vegna meintra brota sinna. Maxwell var handtekin í byrjun júlímánaðar en hún er grunuð um að hafa gegnt stóru hlutverki í mansalshring hins látna auðkýfings. Maxwell neitar því alfarið að hún hafi aðstoðað Epstein við að lokka til hans fórnarlömb sem hann beitti síðan kynferðisof beldi. Hún lýsti því yfir að hún hefði ekki hitt auð- kýfinginn í meira en áratug. Maxwell er talin hafa verið á f lótta síðan Epstein var handtekinn fyrir rúmu ári, en því vísaði hún einnig á bug. Lögfræðingar hennar héldu því fram að Maxwell hefðí ein- göngu yfirgefið sviðsljósið í kjölfar handtökunnar til þess að vernda sig og ástvini sína fyrir ágangi fjölmiðla. Hún hefði ekki yfirgefið Bandaríkin í rúmt ár og það væri útilokað að hún myndi reyna að flýja. Saksóknarar telja þvert á móti afar líklegt að Maxwell muni reyna að flýja ef hún fær um frjálst höfuð strokið. Þá óttast þeir einnig að Maxwell reyni að stytta sér aldur og því verði hún að vera undir stífri öryggisgæslu þar til að réttarhöld- unum kemur. Beiðni Maxwell verður tekin fyrir þann 14. júlí næstkomandi. – bþ Vill losna úr haldi gegn tryggingu STJÓRNSÝSLA Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, hefur skipað nýtt Þjóðleikhúsráð til næstu fimm ára. Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og rithöfundur, verður formaður ráðsins og er hann skipaður án tilnefningar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.  Samkvæmt nýjum lögum um sviðslistir, sem tóku gildi í byrjun mánaðarins,  er Þjóðleikhúsráð skipað fimm einstaklingum. Sviðs- listasamband Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa en ráðherra skipar formann og varaformann. „Þjóðleikhúsið á að vera framúr- skarandi og leiðandi leikhús á Íslandi. Þjóðleikhúsráð gegnir því afar mikilvægu hlutverki og því er ánægjulegt að vera búin að skipa kraftmikið og drífandi fólk til næstu fimm ára.“ segir Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra. Auk Halldórs sitja í ráðinu: Þor- björg Helga Vigfúsdóttir fram- kvæmdastjóri, sem varaformaður ráðsins skipuð án tilnefningar, Sjón, Kolbrún Halldórsdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir voru tilnefnd af Sviðslistasam- bandinu. Varamenn eru Jóna Finnsdóttir og Magnús Árni Skúlason,  Sig- mundur Örn Arngrímsson, Ragn- heiður Maísól Sturludóttir og María Ellingsen. – bb Menntamálaráðherra skipaði Halldór formann Þjóðleikhúsráðs Jeffrey Epstein og Maxwell voru eitt sinn kærustupar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.