Fréttablaðið - 11.07.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 11.07.2020, Síða 10
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það er ekki til vitnis um styrka stjórn þingmeiri- hlutans og bendir til að vand- ræðagangs innan raða stjórnar- flokkanna. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Stundum er sagt um fjölmiðlamenn að þeir séu uppteknastir af sjálfum sér. Það er sennilega ekki fjarri sanni. Það bar til tíðinda í líðandi viku að mennta- og menningarmálaráðherra birti reglu-gerð um stuðning við fjölmiðla í kjölfar heims- faraldursins. Það var reyndar vonum seinna. Stuðningurinn var rökstuddur með því að mikil- vægt væri að haldið væri uppi öflugum og traustum íslenskum fréttaflutningi, þó kófið ylli tímabundnum samdrætti í auglýsingatekjum. Reglugerðin er gefin út með stoð í lögum sem sérstaklega voru samþykkt sem hluti af aðgerðarpökkum stjórnvalda. En þetta er ein- skiptisaðgerð, stuðningur nú – en svo ekki meir. Reyndar hafði ráðherrann haft lengi í bígerð svonefnt fjölmiðlafrumvarp, sem koma átti sem eins konar mót- vægi við sogkraft Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hugsað til einhverrar framtíðar. Fyrir lá heimild í fjárlögum að til þessa verks yrði varið fjögur hundruð milljónum króna á yfirstandandi fjárlagaári. Ekkert hefur orðið úr því máli, þó ítrekað hafi verið samið við ýmis brot stjórnmálaafla sem fulltrúa eiga á Alþingi. Sumir gætu setið hjá og aðrir greitt atkvæði á móti, án þess að trufla framgang málsins, en menn gætu haldið andliti gagnvart sínu baklandi. Samt hefur þetta að engu orðið. Það er ekki til vitnis um styrka stjórn þingmeirihlutans og bendir til vand- ræðagangs innan raða stjórnarflokkanna. Einn þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur verið við völd í landinu, sleitulaust að heita má, um áratuga skeið. Landsfundir flokksins hafa ítrekað ályktað um að leysa þurfi úr stöðunni sem yfirburðir Ríkisútvarps á auglýs- ingamarkaði hafi komið upp. Ekkert hefur orðið úr því. Sé litið næst okkur þekkist það ekki að ríkisfjölmið- ill sogi til sín stóran hluta tekna á auglýsingamarkaði. Horfa þarf nokkuð langt til að finna dæmi þess, jafnvel til landa sem áður voru fyrir austan tjald. Um þær mundir sem einkareknir fjölmiðlar heyja harða baráttu fyrir tilvist sinni, blæs ríkisfjölmiðillinn út, enda tryggðar tekjur af nær öllu því sem kvikt er. Bent hefur verið á að með hverju fyrirtæki sem hér er stofn að og með hverjum þeim sem hingað flyst, aukast tryggð ar tekjur miðilsins – innheimtar með harðfylgi af innheimtumanni ríkissjóðs. Menningarhlutverki stofnunarinnar er prýðilega sinnt. Þar má finna fjársjóði, hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi eða neti. Kannanir hafa sýnt að fréttaflutningur stofnunarinnar nýtur trausts landsmanna. Gagnrýnin beinist því ekki að þessum þáttum, heldur hvaðan féð kemur sem greiðir fyrir starfsemina. Það er samt ekki sérstaklega góð hugmynd að einka- reknir fjölmiðlar eigi að þiggja fé úr ríkissjóði með ein- hvers konar áskriftarfyrirkomulagi. Allra síst þegar við blasir einföld og skjótvirk leið til að rétta þessa stöðu. Stjórnmálamenn verða að átta sig á að Ríkisútvarp ið þarf að fara af auglýsingamarkaði. Gatið, sem þá mynd- ast í tekjuöflun stofnunarinnar er minna en virðist fljótt á litið. Hluta auglýsingatekna er varið í að afla þeirra. Svo er auðvitað sjálfsagt að Ríkisútvarpið hagræði í rekstri sínum eins og önnur fjölmiðlafyrirtæki og í reynd flest fyrirtæki í landinu. Á það hefur verið bent áður. Fjölmiðlar Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir Á æskuárunum laumaði amma mín heitin sykur-molum til mín þegar enginn sá. Hvort þetta var leyndarmálið okkar eða með samþykki for- eldra minna veit ég ekki. Ég þykist samt vita að það er óskrifuð regla að ömmur hafa sérstakt leyfi til að bera sætindi í barnabörn sín. Hinar nýju reykingar? Sykur hefur átt undir högg að sækja og er ósjaldan titlaður sem hinar nýju reykingar, en með því er vísað í lýðheilsuógn sykurneyslu. Þrátt fyrir almenna vitneskju um óhollustu sykurs, víla samt margir ekki fyrir sér að fylla magann af sætindum og gosdrykkj- um. Ekki síst í veikindum, eins og COVID. Á alnetinu voru sagðar sögur af fólki sem veiktist alvarlega. Það lýsti þakklæti til aðstandenda, sem færðu því kökur og sælgæti. Gróa á Leiti hvíslaði meira að segja að þau sem veiktust verst væru sælgætisgrísir. En hafðu mig samt ekki fyrir því. Til að toppa sykursæluna gaf Krispy Kreme í Bandaríkjunum heilbrigðisstarfsfólki kleinuhringi í kórónaveirufaraldrinum við mikinn fögnuð. Sykur kemur víða við sögu. Kórónaveiran sem skekur heimsbyggðina nýtir sér próteinið ACE2 til að komast inn í líkamann, en virkni þess er háð sykrum. Próteinið finnst á frumum í öndunarvegi, sérstaklega í nefi og þeim hluta lungna þar sem súrefni streymir inn í líkamann. Próteinið er einnig á frumum hjarta, nýrna, þarma og æðaveggja. Veiran hefur einskonar lykil að ACE2 og smeygir sér þannig inn í frumur. Þegar inn er komið hertekur hún stjórnstöð frumunn- ar í þeim tilgangi að fjölga sér. Ónæmiskerfið verður vart við innrásina og sendir bólguher sinn á svæðið. Því meiri bólga, því verri einkenni. Bólga truflar eðli- lega líkamsstarfsemi, til dæmis með því að hindra flæði súrefnis úr lungum í blóðið. Svo virðist sem veiran komist ekki gegnum ACE2 án dyggrar aðstoðar dyravarðar (sem kallast S-prótein), sem þarf sykur til geta opnað gáttina fyrir kórónaveirunni. Án hans kemst veiran ekki inn í frumuna. Sykur og COVID Sykur og kórónaveiran eiga það sameiginlegt að hvetja ónæmiskerfið til að elda grátt silfur við æða- kerfið. Bæði geta skaðað æðakerfið og aukið sega- myndun í blóði. Sagt hefur verið að sykur skrapi æðaveggi eins og möl skrapar veggfóður. Með því er átt við að sykur hengir sig á prótein í æðaveggjum sem þá verða viðkvæmari og brothættari. Ónæmis- kerfið skynjar skaðann og sendir viðgerðarher sinn á svæðið með tilheyrandi bólgu. Sykur í gosdrykkjum og sætindum getur þannig valdið bólgu í æðaveggjum - og því meiri sykur, því meiri bólga og lasleiki. Æðakerfið fær oft ekki mikla athygli, en það er mikilvægur hlekkur í allri líkamsstarfsemi, enda er það gríðarlega umfangsmikið. Ef þú leggur saman allar æðarnar í þér þá ná þær tvo og hálfan hring í kringum jörðina. Er sykurmolinn frá ömmu sökudólgur Sjúkdómar eru venjulegar tilkomnir vegna samspils erfða, umhverfis og lífshátta. Því er sjaldnast einn sökudólgur að verki. Með ofangreindu er því ekki verið að halda fram að þeir sem veikjast verst af COVID séu sælgætisgrísir, eða að þau hundruð Íslendinga sem þjást af langvarandi einkennum stundi óhollan lífsstíl. Það er ekki á mínu færi að álykta um slíkt. En það að háma í sig sykur er augljóslega ekki æski- legt fyrir æðakerfið og þar með eiganda þess. Einn og einn sykurmoli frá ömmu er líklega ekkert til að hafa áhyggjur af, en höfum í huga að einn gos- drykkur á dag eykur hættu á sykursýki og þar með æðasjúkdómi. Hvort sykurneysla greiði aðgang veirunnar inn í líkamann, verður framtíðin að leiða í ljós. Burtséð frá því er hollt að endurskoða samband sitt við sykur. Sykursambandið Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.