Fréttablaðið - 11.07.2020, Síða 33

Fréttablaðið - 11.07.2020, Síða 33
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í 70 ár og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hljómsveitin hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar. Vorið 2011 varð Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nánari upplýsingar á www.sinfonia.is. VIÐBURÐA- OG SKIPULAGSSTJÓRI Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) leitar að öflugum viðburða- og skipulagsstjóra í nýtt starf. Við leitum að skipulögðum aðila sem hefur brennandi áhuga á tónlist, reynslu af viðburða-, skipulags- og verkefnastjórnun og góða samskipta- og leiðtogahæfni. Viðburða- og skipulagsstjóri stýrir öflugu teymi á viðburðasviði. Starfssvið: • Ábyrgð og umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburða og tónleikaferða hljómsveitarinnar • Ábyrgð á gerð starfsáætlunar SÍ, kostnaðaráætlunar fyrir viðburðasvið og uppgjöri viðburða • Ábyrgð á samningagerð og samskiptum við listamenn, umboðsskrifstofur, tónleikahaldara og útgáfufyrirtæki • Mannaforráð á viðburðasviði SÍ • Þátttaka í heildrænni stefnumótun SÍ og ábyrgð á stefnumótun í viðburðahaldi • Tengslamyndun milli SÍ, Hörpu og alþjóðlegs tónlistarmarkaðar • Situr í verkefnavalsnefnd SÍ og framkvæmdaráði SÍ • Ýmis tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking á klassískri tónlist og starfsumhverfi sinfóníuhljómsveita • Reynsla og þekking á viðburða-, skipulags- og verkefnastjórnun • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum • Sterk leiðtogahæfni, framúrskarandi samskiptafærni og góð samningatækni • Kostnaðarvitund og reynsla af gerð kostnaðaráætlana • Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð • Skipulagshæfni • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta; bæði í ræðu og riti • Mjög góð tölvukunnátta VERKEFNASTJÓRI VIÐBURÐA Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) leitar að verkefnastjóra viðburða í nýtt starf. Leitað er að öflugum aðila sem hefur þekkingu og áhuga á klassískri tónlist og starfsumhverfi sinfóníuhljómsveita, reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun, góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund. Verkefnastjóri viðburða heyrir undir viðburða- og skipulagsstjóra og starfar í öflugu teymi á viðburðasviði. Starfssvið: • Verkefna- og viðburðastýring • Umsjón með skipulagi hæfnisprófa hjá SÍ • Aðstoð við skipulagningu tónleikaferða SÍ • Aðstoð við gerð starfsáætlunar SÍ og við móttöku og samningagerð við gestalistamenn • Umsjón með skráningu í upplýsingakerfi SÍ • Ýmis tilfallandi störf Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Þekking á klassískri tónlist og starfsumhverfi sinfóníuhljómsveita • Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun • Samskiptahæfni og þjónustulund • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is ATVINNUAUGLÝSINGAR 3 L AU G A R DAG U R 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.