Fréttablaðið - 11.07.2020, Side 46

Fréttablaðið - 11.07.2020, Side 46
Heillakortin fagna fjölbreyti- leikanum. Brúð- kaupskortin eru til dæmis með myndum af pörum af sama kyni og gagn- stæðu. Þjóðminjasafn Íslands hefur nú hafið sölu á nýjum og falleg­um tækifæriskortum sem nefnast Heillakort. Hugmyndin kom upp þegar til stóð að fram­ leiða brúðkaupskort fyrir sumarið, en svo kom babb í bátinn vegna sam komu banns og ákvörðun var tek in um að vinna hugmyndina áfr am með fleiri gleðileg tilefni í huga. Var Jóhanna Þorleifsdóttir, myndlistarkona fengin í að teikna fallegar myndir fyrir kortin, en hún Heillakort Þjóðminjasafnsins fagna fjölbreytileikanum Hrafnkell Sigurðsson mynd- listarmaður verður með sýningu á verkum sínum í Eyjafjarðarsveit. Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður opnar sýninguna Stillingar í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit í dag klukkan 14. Þar sýnir hann ný ljósmyndaverk. Kveikjan að verk­ unum sem Hrafnkell sýnir varð til á staðnum og eru öll verkin unnin með efnivið úr nánasta umhverfi á tímabilinu 29.06. ­ 11.07.2020. Hrafnkell hefur nýtt sér ljós­ myndun við gerð verka sinna, en einnig má þar sjá notkun ýmissa annarra miðla, á borð við mynd­ bönd, skúlptúra og innsetningar. Mörg ljósmyndaverka Hrafnkels eru seríur sem fjalla um hversdags­ leg málefni og hreyfa við skynjun áhorfandans með persónulegum tengingum. Sumarið 2020 er þrem lista­ mönnum boðið að dvelja í Einka­ safninu og sýna verk sín í lok þess tíma. Sýning Hrafnkels er önnur í þessari sýningarröð en áður sýndi Arna G. Valsdóttir. Aðalheiður Eysteinsdóttir lýkur sýninga­ röðinni í lok júlí. Einkasafnið er 10 km sunnan Akureyrar og stendur við syðri afleggjara þjóðvegar 822, Krist­ nesvegar. Hrafnkell í Einkasafninu Framburður Jason Momoa á íslensku í kvikmyndinni Justice League heillaði Íslendinga ekki. Það er merkilega algengt að erl endir leikarar reyni að bregða fyrir sig íslensku í kvikmyndum og sjónvarps þáttum og Íslendingar eru sammála um að yfirleitt fari erlendar stór stjörnur sem tala ekki stakt orð í málinu ekkert sérlega vel með fram­ burðinn, enda hefur íslenska skrít­ in hljóð sem leikararnir eru yfirleitt ekki vanir. Í Facebook­hópnum Bíófíklar var rætt um þetta í vikunni og fólk var almennt sammála um að ísl enskan hans Jason Momoa í hlutverki Aquaman í kvikmyndinni Justice League sé líklega verst. Margir nefndu líka Pierce Brosnan í Eurovisi on­mynd Wills Ferrell og einnig var rifjað upp að vonda lið ið í myndinni Mighty Ducks 2 frá ár inu 1994 var íslenskt og fór held ur illa með móðurmálið okkar. Fleiri eru taldir upp, eins og Karl Urban í kvikmyndinni Pathfinder og Jonah Hill í Netflix­þáttunum Maniac. Persónur í tölvuleiknum God of War fara líka margar illa með ísl ensk an framburð, en fram­ leiðendur leiksins fá þó prik fyrir að hafa fengið Schola Cantorum, Kammerkór Hallgrímskirkju, til að syngja í titillagi leiksins. Ófögur íslenska á skjánum út skrif aðist úr Listaháskóla Íslands 2012. Hún hefur myndskreytt bæk­ ur og komið að öðrum verkefnum í myndlist og hönnun. Heillakortin fagna fjölbreytileik­ anum og eru umhverfisvænni kost ur. Í þau er notaður óhúðaður, óhvítt aður pappír og þeim fylgja engin umslög sem enda í ruslinu. Heillakortin eru hönnuð og prent­ uð á Íslandi, sem þýðir minna kol efnis spor. Kortin fást í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands. Floridana LIFÐU VEL FRAMLEITT Á ÍSLANDI 8 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLENSKT – GJÖRIÐ SVO VEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.