Fréttablaðið - 11.07.2020, Síða 56

Fréttablaðið - 11.07.2020, Síða 56
Næsta þraut var að skjóta í mark með bolta. „Ég byrja,“ tilkynnti Kata ákveðin. „Boltar eru eitthvað fyrir mig.“ Kata þuri þrjár atrennur áður en hún hitti í mark en Lísaloppa bara tvær. Kata horfði vonsvikin á boltann sinn og sagði „Þetta er handónýtur bolti sem ég hef fengið.“ Lísaloppa brosti bara út í annað en sagði ekki neitt. Hér eru þrjár skugga myndir af Kötu og Lísuloppu en aðeins ein þeirra er nákvæmlega eins og fyrirmyndin. Konráð á ferð og ugi og félagar 411 Getur þú séð hver þei rra er alveg ein s, A, B eða D? ? ? ? A B D Lausn á gátunni Svarið er d? Lestrarhestur vikunnar Arndís Inga Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Bókabeitan efna til sumarlesturs fyrir krakka. Verið velkomin í bókasafnið í ykkar hverfi og takið þátt í lestrarleiknum. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Til dæmis bækur um kisur, bækurnar um Svörtu kisu eru skemmtilegar. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún?/Hvaða bók var síðast lesin fyrir þig? Það var Þín eigin saga 3: Draugagangur, eftir Ævar Þór Benediktsson. Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Ég ætla að lesa Allt í plati eftir Sigrúnu Eldjárn. Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Ég veit það ekki alveg, kannski bók um hund. Ég á sjálf hund sem er fimm ára og heitir Pjakkur. Ef þú mættir velja þér persónu úr bók til að ferðast um Ísland með, hver væri hún? Engin sér- stök. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Það var bókin Prinsessusögur og svo Bínu-bækurnar, sem voru uppáhaldsbækurnar þegar ég var lítil og svo Jólasveinarnir sem var lesin fyrir jólin. Ferðu oft á bókasafnið? Svona 1-2 sinnum í viku og þá í Sól- heimasafn. Hver eru þín helstu áhugamál? Það er að fara í sund – oftast í Mosfellslaugina, að fara í Hús- dýragarðinn og á ströndina í Nauthólsvík. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Lang- holtsskóla. Konráð Sveinn Svafarsson er fimm ára og verður sex ára í endaðan ágúst. Hann er ekki í vafa um hvar er best að eiga heima. Í Grímsey. Hvað er svona gott við Grímsey? Bara sumt. Ég get verið meira úti en inni, því það er meira að gera úti og það er miklu skemmtilegra að vera úti en inni. Ég get til dæmis farið í fjárhúsin. Áttu kindur? Já, ég og pabbi og afi. En þær eru uppi á eyju núna. Ætlið þið þá að heyja í sumar? Nei, við kaupum bara hey og við eigum ekki einu sinni heydrasl til að nota. Við eigum samt alveg túnið hjá fjár- húsunum og gætum alveg slegið það eins og fólkið sem átti það áður, (hann bendir á húsin). Það eru þessi gulu. Hvað gerir þú helst á sumrin? Mér finnst gaman að smíða og fara á tjörnina. Ég er með jullu , en ég má ekki fara á hana nema ég sé í vesti eða með borða. Kanntu að synda? Ég er að læra það og er mjög góður að synda með höndunum en ekki nógu góður með fótunum. – Mér finnst líka gaman að grafa og að leita að kríueggjum. Ertu ekkert hræddur um að krí- urnar goggi í þig? Nei,  kríurnar þora ekki að gogga í mig. Ég er samt nánast aldrei með prik, bara húfu. Hvaða fugla þekkir þú aðra en kríuna? Lunda, máv, svan, spóa, hrossagauk, gæs og langvíu og lóu og tjald og óðinshana. Óðinshan- arnir eru svo spakir. Þeir eru bara slakir alveg upp við bátinn á tjörn- inni þó að ég sé í honum. (Eftir smá umhugsun). Skemmtilegast er samt að hjóla. Ég er búinn að hjóla suður í Borgir í dag, vinur minn er þar. Það er pínu langt en samt ekkert voða- lega. Hvað gerðir þú f leira  í dag en að hjóla? Ég fór á bryggjuna með mömmu að landa. Það er svo margt að gera þó þetta sé lítil eyja, því þeir sem eru hérna þurfa að gera allt. Það er svoleiðis. Þess má geta að stuttu eftir við- talið brunar Konráð Sveinn fram- hjá blaðamanni á sexhjóli með foreldrum sínum og kallar: „Ég er að fara upp á eyju að skoða folaldið okkar. Það fæddist í nótt.“  Kríurnar þora ekki að gogga í mig ÉG ER BÚINN AÐ HJÓLA SUÐUR Í BORGIR Í DAG, VINUR MINN ER ÞAR. ÞAÐ ER PÍNU LANGT EN SAMT EKKERT VOÐALEGA. Konráð Sveinn Svafarsson er eina barnið í Grímsey. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNÞÓRA 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.