Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2020, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 11.07.2020, Qupperneq 60
ÉG VIL EKKI SKEMMA BARNSLEGA ÓTTANN INNI Í ÁHORFENDUM, ÞEIR VERÐA AÐ UPPLIFA VERKIN Á SINN HÁTT OG SKRIFA SÍNA SÖGU.Dauðar myndir er yfir-skrift sýningar Þór-arins Inga Jónssonar í Gallery Port. Verk-in eru akrýlmyndir á striga og í þeim er að finna ýmislegt ógnvekjandi og þar er manneskjan víðs fjarri. „Mannleysið í verkunum opin- berar skort á lífi. Margt í myndun- um eru áhrif frá hryllingsmyndum. Það er eins og litið sé handan við hornið í hryllingsmynd, augna- blikið er fryst og áhorfandinn upp- lifir það í málverkunum,“ segir Þórarinn. Morðóð brúða Hann segist strax á barnsaldri hafa fengið áhuga á hryllingsmyndum. „Óhugnanleiki hefur alltaf verið í málverkum mínum. Ein af fyrstu minningum mínum er að horfa á Child‘s Play 1 og geta ekki sofið alla nóttina, vegna þess að það var morðóð brúða undir rúminu mínu. Það er hinn barnslegi ótti við það óþekkta sem er kominn upp á vegg hérna í Gallery Porti.“ Hann segir frásögn vera í hverju verki en harðneitar að lýsa því nánar. „Áhorfandinn á að skapa sína eigin sögu. Í f lestum verkunum geta þeir lesið það sem ég var að hugsa, en ég vil ekki skemma barns- lega óttann inni í áhorfendum, þeir verða að upplifa verkin á sinn hátt og skrifa sína sögu.“ Verk sem breytti lífinu Fyrir tíu árum komst Þórarinn í heimsfréttirnar vegna verks sem hann gerði þegar hann var í námi í Ontario College of Art & Design í Toronto. Í verkinu var skúlptúr úr tré sem leit út eins og sprengja, sem hann skildi eftir á listasafni með miða sem á stóð: Þetta er ekki sprengja. Mikið uppnám varð vegna þessa. Þórarinn er spurður hvernig hann líti á það mál, nú áratug síðar. „Þetta var konseptverk sem gjör- breytti lífi mínu. Ég var settur í fangelsi í tvo daga, var sleppt með mjög ströngum skilyrðum, rekinn úr skóla og missti atvinnuleyfið. Þrátt fyrir allt er þetta skemmti- legur tími í minningunni.“ Gunguháttur listaheimsins Spurður hvort það sé ekki for- kastanlegt að listamaður sé hand- tekinn og rekinn úr skóla vegna listsköpunar sinnar, segir hann: „Ég veit ekki hvort það er eðlilegt eða óeðlilegt. Ég get ekki svarað því hvort kerfið eigi að vera svona. Ég var að vinna mína vinnu og kerfið vann sína. Ég var í námi og á hverjum ein- asta degi sögðu prófessorarnir: Vertu hugrakkur, ekki hlusta á neinn, brjóttu reglur. Um leið og ég var handtekinn svöruðu kennar- arnir, fyrir utan tvo, hvorki sím- tölum né tölvupósti. Ég hitti einn þeirra á gangi og kallaði til hans en hann horfði í hina áttina og gekk framhjá mér. Þannig að það er hræsnin og gunguháttur lista- heimsins sem ég myndi fordæma, frekar en lögregluna og almenning í Kanada. Eftir að mér var sleppt úr fangelsi gerði stærsta dagblaðið í Kanada skoðanakönnum þar sem spurt var: Er Þórarinn Ingi Jónsson mynd- listarmaður? 75 prósent svarenda sögðu nei.“ Eftir hina sögulegu dvöl í Toronto tók Þórarinn BA-próf frá Listahá- skóla Íslands og síðan masters-próf í Prag. Síðan hefur hann starfað sem myndlistarmaður. Sýning hans stendur til 16. júlí. Hinn barnslegi ótti við það óþekkta mætir áhorfendum Þórarinn Ingi Jónsson sýnir myndir í Gallery Port. Sterk áhrif frá hryllingsmyndum og morðóðri brúðu sem rændi hann svefni. Konseptverk fyrir 10 árum gjörbreytti lífi hans. Óhugnanleiki hefur alltaf verið í málverkum mínum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Alþjóðlega myndlistarsýningin Rúllandi snjóbolti/13, verður opnuð í  dag,  laugardaginn 11. júlí, kl. 15.00, í Bræðslunni á Djúpavogi, sem breytt hefur verið í sýningarsal. Alls taka 33 listamenn frá Íslandi, Holl andi og Kína þátt í sýningunni,sem er skipulögð af Chi- nese European Art Center (CEAC). Sýningin, sem er ein stærsta sam- tímalistasýning á Íslandi, er sam- vinnuverkefni Djúpavogshrepps og CEAC. Þessi kínversk-evrópska menningarmiðstöð er löngu orðin þekkt í kínverska og evrópska lista- heiminum og hefur staðið fyrir mörgum, stórum sýningum í Kína og á Íslandi. Sýningin Rúllandi snjó- bolti hlaut Menningarverðlaun SSA árið 2015 og tilnefningu til Eyrar- rósarinnar árin 2016, 2017 og 2018. CEAC er sjálfseignarstofnun og var stofnuð árið 1999 af Ineke Guð- mundsson með f járhagslegum stuðningi eiginmanns hennar, Sig- urðar Guðmundssonar. Eitt af mark- miðum CEAC er að stuðla að menn- ingarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda. Listamenn sem taka þátt í ár eru: Alexander Hugo Gunnarsson Andri Þór Arason Anika L. Baldursdóttir Atli Pálsson Auðunn Kvaran Birkir Mar Hjaltested Bjargey Ólafsdóttir Clare Aimée Gossen Daníel Ágúst Ágústsson Einar Lúðvík Ólafsson Hrafnkell Sigurðsson Huang Shizun Jóhanna Margrétardóttir Kjáni Thorlacius Lin Jing Liu Yuanyuan Lova Y & Tycho Hupperets Margrét Dúadóttir Landmark María Lind Baldursdóttir Marike Schuurman Rakel Andrésdóttir Renate Feizaka Sigurður Guðmundsson Sólbjört Vera Ómarsdóttir Sölvi Steinn Þórhallsson Tara & Silla Wei Na Yang Zhiqian Ye Qianfu Þór Vigfússon Rúllandi snjóbolti Alls taka 33 listamenn þátt í sýningunni á Djúpavogi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is SANDBLÁSTUR Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ráðgjöf Tilboð Hönnun Uppsetning Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknarstyrkir allt að 2.000.000 kr. Aðrir styrkir allt að 1.000.000 kr. M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. ágúst 2020 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar­ reglur og leiðbeiningar má finna á vefsíðu myndlistarsjóðs, myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í september­ mánuði. Um er að ræða síðari úthlutun úr sjóðnum árið 2020. Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð 1 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.