Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 13
ertu alltaf að afla honum fylgis. Mér finnst að á síðustu tíu árum hafi þær hugmyndir sem skipta mig mestu orðið ríkjandi; femínismi, umhverf- isvernd og mannréttindi.” Mikilvægt að geta aftengt sig Frá því hann var barn í Vest- mannaeyjum hefur Róbert verið í miklum tengslum við náttúruna og ungur var hann kominn í skátana. „Ég veit hvað það er mikið meðal fyrir nútímafólk að komast í óspillta náttúru. Það eru for- réttindi okkar hér á landi að vera alltaf í innan við tveggja tíma fjarlægð frá hreinni nátt- úru. Það er fjársjóður sem fáar þjóðir eiga. Ég held að samfélagið væri betra ef fleiri væru áskrifendur að þessu fyrirbæri sem náttúran er. Það er mikilvægt að geta af- tengt sig og komist út úr þessu firrta borgarsamfélagi.” Spurður hvort hann eigi ein- hvern uppáhalds stað segir Róbert: „Það er einhver sér- stök líðan sem fylgir því fyrir mig að vera í Langadal í Þórs- mörk. Það má segja að þar sé mitt andlega lögheimili. Þarna get ég staðið og séð upp á Eyjafjallajökul, það er útsýni inn í Þórsmörkina en líka upp á Mýrdalsjökul í hina áttina. Á þessum stað mun andi minn sitja á steini eftir minn dag. Ég á marga uppáhalds staði en þarna finn ég fyrir alveg sérstökum tengslum. Meira að segja bara að standa við eldhúsvaskinn í skálanum og vaska upp - það er bara eitt- hvað sem er alveg rétt við það.” Lífið stækkar án áfengis Róbert hefur talað opinskátt um baráttuna við Bakkus en í ljós kemur að útivistin tók ekki við af áfengisneyslunni heldur varð útivistin einfald- lega betri eftir að hann varð edrú. „Ég var engin skóla- bókarfyllibytta en var yfir- leitt að fá mér tvo, þrjá bjóra á kvöldi eða þá léttvínsglas. Á ferðalögum um landið var ég bara með bjórkippu í bílnum, eins og margir gera. Ég hljóp líka alltaf mikið, alveg frá því ég var 17 ára gamall. Þegar ég hékk sem mest á Ölstof- unni með sígarettu og bjór þá var ég alltaf að hlaupa. Úti- vistin og hlaupin hafa alltaf verið hluti af lífi mínu. En það er með þau eins og önnur svið lífsins að þegar þú tekur áfengið út þá fer maður að njóta alls miklu betur. Ég er 12 spora maður og hef unnið í sjálfum mér, ég tilheyri samtökum sem njóta nafn- leyndar en eru mjög framar- lega í símaskránni. Án áfengis stækkar lífið svo mikið. Það verður auðveldara að koma sér í form, auðveldara að halda prógrammi, auðveldara að vera til staðar fyrir fjöl- skylduna og sinna öllu sem þarf að sinna.” Kveðjan skrifuð í sjúkraskýrslur Ástæðan fyrir því að Róbert hætti að drekka var ekki síst sú að hann vildi ekki enda eins og faðir sinn heitinn. Foreldrar Róberts kynntust í London, móðir hans er íslensk en pabbi hans frá Skotlandi. Þau eignuðust dóttur saman og fluttu síðan til Íslands þar sem Róbert fæddist. Faðirinn, Anthony Marshall, leiddist út í ofdrykkju og skildu þau þegar Róbert var sjö ára. Anthony lést einn og yfir- gefinn í London árið 2003. „Enginn vissi hvað varð um hann í tólf ár. Hann var það einsamall. Systir mín komst að því fyrir fimm árum að FRÉTTIR 13DV 10. JÚLÍ 2020 Bara að standa við eldhús- vaskinn í skálanum og vaska upp - það er bara eitthvað sem er alveg rétt við það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.