Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Síða 32
H jónin John og Tanya Skelton bjuggu í smá-bænum Morenci í Michigan og þau eignuðust þessa drengi upp úr alda- mótum. Sambúð hjónanna var ekki stormasöm á yfirborð- inu, en erfiður ágreiningur um lykilatriði var hjónunum þó fjötur um fót: John vildi flytja með fjölskylduna til Flórída. Það vildi Tanya ekki heyra minnst á. John gerði sér hins vegar lítið fyrir, skráði drengina úr skólanum í Morenci, og hélt með þá til Flórída án þess að segja Tönju frá því. Hún hafði samband við lögreglu er hún komst að því hvað hafði gerst, alríkislögreglan gekk í málið og drengirnir voru endurheimtir af föðurnum. Í kjölfarið sótti Tanya um skilnað og var veittur skiln- aður að borði og sæng. Hún fékk jafnframt fullt forræði yfir sonunum, en John fékk takmarkaðan umgengnisrétt. Hjónin bjuggu áfram í smá- bænum Morenci, en hvort í sínu lagi, eins og liggur í augum uppi. Örlagarík helgi Helgina í kringum þakkar- gjörðarhátíðina árið 2010 voru strákarnir hjá John, sem bjó nokkrum götum frá barns- móður sinni Tönju. Á mánu- deginum mættu drengirnir hins vegar ekki í skólann og Tönju var gert viðvart. Er hún náði símasambandi við John hafði hann ótrúlegar fréttir að færa. Hann sagðist hafa komið drengjunum í fóstur hjá fólki sem ræki leyniathvarf (e. underground sanctuary) fyrir börn. Þegar Tanya krafðist þess að hann næði í börnin, sagðist hann ekki geta gert neitt í málinu í bili þar sem hann lægi á spítala, veikur eftir sjálfs- vígstilraun! Sem vænta má varð Tanya viti sínu fjær af skelfingu og hafði samband við lög- reglu. Í lögregluyfirheyrslum skömmu síðar sagði John að fólkið sem hann hefði komið drengjunum fyrir hjá tengd- ist Amish-söfnuði. Hann sagðist hafa tekið þessa ör- væntingarfullu ákvörðun vegna þess að hann vildi bjarga drengjunum undan ofbeldi móður þeirra. John hafði áður sakað Tönju um – og ítrekaði nú þær ásak- anir – að hún beitti drengina andlegu, líkamlegu og kyn- ferðislegu ofbeldi. Vísaði hann jafnframt til þess að hún væri dæmdur kynferðisbrotamað- ur. Það var raunar rétt. Árið 1998 var Tanya sakfelld fyrir samræði við 14 ára dreng, en á þeim tíma var hún sjálf ná- lægt þrítugu. Fékk hún fang- elsisdóm og lenti á lista yfir kynferðisbrotamenn. Hins vegar leiddu rann- sóknir barnaverndaryfir- valda ekki í ljós neitt sem benti til þess að Tanya hefði nokkurn tíma beitt syni sína ofbeldi. Raunar voru niður- stöðurnar þær að hún væri frábær móðir. Hvað gerði hann við drengina? „Hvað gerðirðu við syni mína?“ hrópaði Tanya á barnsföður sinn. Við þeirri spurningu hafa aldrei feng- ist svör. Um fimm hundruð manna leitarlið fínkembdi svæðið í kringum Morenci og meðal annars fór fram víðtæk leit í skóglendi. En án árangurs. Húsleit var gerð heima hjá John. Tölva hans var gerð upptæk og kom í ljós að hann hafði skömmu fyrir hvarf drengjanna aflað sér upp- lýsinga um eiturbyrlun. Enn fremur hafði hann skrifað: „Guð og Tanya fyrirgefi mér!“ Upplýsingarnar sem John gaf um fólkið sem hann sagðist hafa sett drengina í umsjá hjá, reyndust gagns- lausar. Ekki tókst að hafa uppi á neinum sem passaði við lýsingar hans. Rannsókn lögreglu breyttist brátt úr rannsókn á mannshvörfum í morðrannsókn. Ekki tókst þó að afla nægilegra gagna til að ákæra John fyrir morð. Hann var ákærður og fund- inn sekur um mannrán og ólöglega frelsissviptingu og dómurinn var 10 til 15 ár. Tanya, sem nú ber eftir- nafnið Zuvers, viðurkennir að John hafi verið góður faðir. Hún telur hins vegar að hann hafi verið skelfingu lostinn og gert eitthvað hræðilegt. Hún hefur reynt að halda athygli almennings á málinu með viðtölum við fjölmiðla, auk þess sem hún hefur skrifað mikið um syni sína og hvarf þeirra á Facebook-síðu sína. Í viðtölum við fjölmiðla hefur John sagt að hann geti ekki fundið drengina, vegna þess að hann sé fastur í fang- elsi. Hann hefur haldið fast við sögu sína um að hann hafi komið drengjunum í hendur á leynilegum samtökum til að vernda þá fyrir móðurinni. Mögulegt er að John losni úr fangelsi fyrir lok þessa árs, en sem fyrr segir verður umsókn hans um reynslu- lausn tekin fyrir hjá fang- elsismálanefnd síðar í sumar. Jafnt rannsóknarblaða- menn sem rannsóknarlög- reglumenn í Michigan hafa enn mikinn áhuga á hvarfi drengjanna og freista þess að ráða gátuna. Íbúar í smá- bænum Morenci hafa ekki gleymt bræðrunum þremur og þrá að málið upplýsist. n SAKAMÁL Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Hvað gerðirðu við syni mína? Þann 27. júlí næstkomandi kemur maður að nafni John Skelton fyrir nefnd vegna beiðni um reynslu- lausn. Árið 2011 var hann dæmdur í 10 til 15 ára fangelsi fyrir mannrán og ólöglega frelsissviptingu. Þolendur þess glæps voru synir hans þrír, Andrew 9 ára, Alexander 7 ára og Tanner 5 ára. Mál þetta er allt hið undarlegasta en ekki hefur sést til drengj- anna síðan 26. nóvember árið 2010. Dularfullt hvarf þriggja bræðra Síðast sást til bræðranna þriggja er þeir voru að leik í bakgarði við heimili föður síns árið 2010. Móðir þeirra hefur ekki gefið upp von um að málið verði upplýst. Frá vinstri: Tanner, Alexander og Andrew. MYND/NATIONAL CENTER FOR MISSING & EXPLOITED CHILDREN Tanya Zuvers vill svör frá John. MYND/ YOUTUBE SKJÁSKOT John Skelton árið 2015. MYND/ DEPARTMENT OF CORRECTION, IONIA 32 FÓKUS 10. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.