Morgunblaðið - 28.03.2020, Síða 1
Heima er best
Messu
streymtbeint
Um tíu þúsund Íslendingar eru nú í sóttkví og yfir 800 í einangrun.Aðrir hafa ákveðið að halda sig
heima aðmestu. Morgunblaðið tók púlsinn hjá sex manns sem dvelja nú heima og láta tímann líða.
Í blaði dagsins er einnig rætt við þrjá íslenska lækna sem starfa nú erlendis mitt í kórónufárinu. 4-17
29. MARS 2020SUNNUDAGUR
Allir þurfa að borða
Prestar í Linda-kirkju notfærasér tölvu-tæknina ogsenda hug-vekjur ogmessur út ánetinu. 2
Frá einum stíltil annars
Lovísa Tómas-dóttir elskarað hoppamilli stílaog fékkást á
bleiku
tveggjaára gömul. 18
Nýlega opnaði20&SJÖMathúsog bar í Kópa-vogi. Þar má fásér svínarif semreykt eru í ofnisem kom allaleið fráTenn-
essee. 22
L A U G A R D A G U R 2 8. M A R S 2 0 2 0
Stofnað 1913 75. tölublað 108. árgangur
FÖÐURLAUSIR
EN SÍVINSÆLIR
FÉLAGAR
KATRÍN UM
VIÐBRÖGÐ
VIÐ VEIRU
ÓSKÖDDUÐ 23ARFLEIFÐ UDERZOS 44
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þrír fulltrúar í framkvæmdastjórn
SÁÁ hafa sagt sig frá störfum fyrir
samtökin í kjölfar deilna sem leiddu
til þess að Valgerður Á. Rúnars-
dóttir, yfirlæknir á Vogi og forstjóri
sjúkrahússins, sagði upp störfum
fyrr í vikunni. Þá hafa sálfræðingar
og lýðheilsufræðingur sem sagt var
upp störfum í niðurskurðarað-
gerðum hjá stofnuninni lýst yfir van-
trausti á vinnubrögð framkvæmda-
stjórnarinnar.
Stjórnarmenn í samtökunum lýsa
framkomu formanns Samtakanna
gagnvart yfirlækninum sem ólíð-
andi. Á stjórnarfundi lagði læknirinn
fram formlega kvörtun vegna sam-
skiptanna sem hún kallaði „óboðlega
samskiptahætti“. Arnþór Jónsson
formaður segir engan ágreining hafa
verið uppi milli sín og læknisins og
að slíkar ávirðingar séu aðeins
„kjaftasögur“. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að fleiri stjórnar-
menn íhugi nú stöðu sína vegna
þeirrar upplausnar sem skapast hef-
ur á vettvangi samtakanna og leggst
ofan á aðsteðjandi rekstrarvanda
þeirra. Þá mun mikið kurr vera með-
al starfsmanna vegna uppsagnar
yfirlæknisins.
Heimildarmenn Morgunblaðsins
herma að ágreiningurinn tengist
meðal annars kröfum fyrrverandi
formanns SÁÁ og yfirlæknis á Vogi,
Þórarins Tyrfingssonar, um starfs-
aðstöðu á sjúkrahúsinu. Mun yfir-
læknirinn hafa lagst eindregið gegn
þeim óskum í ljósi þess hve þröngt er
um starfsemina. Þórarinn hefur á
síðustu árum sinnt afmörkuðum
verkefnum fyrir starfsemina sem
ekki krefjast viðveru á sjúkrahúsinu.
Þrjú hætta í stjórn SÁÁ
Alvarlegur og langvarandi samskiptavandi formanns samtakanna og yfirlæknis
MUpplausnarástand á … »10-11
Við heilsugæslustöðina í Árbæ í Reykjavík voru í gær tekin
sýni úr alls 30 manns vegna gruns um að viðkomandi væru
með kórónuveiruna. Fólk er tekið í prufur tvisvar á dag, fyrst
um miðjan morgun og svo strax eftir hádegi, og kemur heil-
brigðisstarfsfólk í hlífðargöllum úr húsi og tekur sýni úr fólki
sem situr í bílum sínum. Að sögn Helgu Sævarsdóttur, fag-
stjóra hjúkrunar, nýtur fólk sem hefur þegar sýnt einkenni
um smit forgangs í prufur og svo þau sem eru í framlínu, heil-
brigðisstarfsfólk, lögregluþjónar o.fl. Niðurstöður úr sýna-
tökum gærdagsins liggja fyrir í dag, en útkoman úr því 31
sýni sem var tekið á fimmtudag er sú að 5 manns voru með
smit en 26 ekki. »4,6, 10, 19-22
Morgunblaðið/Eggert
Kórónuveirufaraldurinn enn í vexti
Vilhjálmur Arason læknir, sem
situr í sóttvarnaráði, vill að það
komi saman til fundar. Þar ætti
m.a. að ræða sé hvort rétt sé að
halda skólum og leikskólum opnum
í kórónuveirufaraldrinum. „Það
eru ný vísindi fyrir mér ef faraldur
eins og þessi dreifist ekki mest
meðal barna,“ segir hann. Þá vill
hann ræða hugmyndir tveggja
lækna sem vilja loka norðaustur-
horni landsins fyrir umferð til að
hefta að veiran berist þangað. „Ég
sem heimilislæknir er hugsi um
stöðuna víða úti á landi þar sem
innviðir eru ekki eins traustir.“
» 4
Vill kalla sóttvarna-
ráð saman til fundar
Njóttu hækkandi sólar á rúntinum.
Uppáhaldsbíllinn þinn bíður!
HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun