Morgunblaðið - 28.03.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
þegar vinnusambandið við þá verður
endurnýjað.
Segja sálfræðingarnir að meðferð
við fíknsjúkdómum byggist meðal
annars á sálfræðikenningum og að
því sé einkennilegt að framkvæmda-
stjórnin vilji ekki hafa sálfræðinga í
framlínu og þverfaglegu meðferðar-
teymi innan stofnunarinnar. Benda
þau á að í 2. grein laga SÁÁ standi að
kappkosta skuli að „á sjúkrahúsi SÁÁ
starfi fagfólk úr ýmsum greinum heil-
brigðisþjónustunnar...“ Segja þau
sem undirrita ályktunina að þau sjái
ekki hvernig uppsagnirnar geti sam-
rýmst þessum markmiðum. Þá benda
þau á að með uppsögnunum tapist
sérfræðiþekking og reynsla sem ekki
síst verði nauðsynleg í kjölfar heims-
faraldurs sem muni hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar. Segjast þau hafa
áhyggjur af framtíð stofnunarinnar,
sjúklingum og aðstandendum.
„Þá viljum við fá nánari skýringar á
þessari ákvörðun framkvæmda-
stjórnar og vonumst við til þess að
þessi ákvörðun verði endurskoðuð.“
Ágreiningur Valgerðar og Arnþórs
virðist þó aðeins vera kornið sem fyll-
ir mælinn í langvarandi ágreiningi
þeirra í milli. Þannig mun Valgerður
lengi hafa talið framkomu Arnþórs í
sinn garð ámælisverða. Varð það til
þess að á stjórnarfundi síðastliðið
haust kom hún á framfæri athuga-
semdum um það sem hún kallaði
„óboðleg samskipti“.
Lýstu fulltrúar í framkvæmda-
stjórninni þungum áhyggjum af stöð-
unni á fundinum og kölluðu eftir því
að utanaðkomandi fagaðili yrði feng-
inn til þess að leggja mat á ástandið
og leggja í kjölfarið fram leiðir til þess
að bæta það. Ekki var fallist á þá
málsmeðferð að sinni.
Lýsingar þeirra stjórnarmanna
sem Morgunblaðið hefur rætt við
stangast á við þá lýsingu sem Arnþór
gaf á samskiptum sínum og yfir-
læknisins í viðtali við mbl.is í gær.
Sagði hann þar að frétt Morgunblaðs-
ins um djúpstæðan ágreining þeirra
tveggja væri aðeins komin frá Gróu á
Leiti. Ekki hefði andað köldu þeirra í
milli. „Við erum bara góðir vinir. Þetta
er kjaftasaga,“ sagði Arnþór og bætti
við að enginn faglegur ágreiningur
hefði verið uppi á milli þeirra. „Hún er
frábær fagmaður og búin að vinna
gott starf hjá SÁÁ lengi, það er slæmt
að missa hana ef það gengur eftir.“
Þá stangast þessi lýsing einnig á við
vitnisburð tveggja stjórnarmanna
sem segja að það hafi gerst að minnsta
kosti í tvígang á undanförnum miss-
erum að Valgerður hafi gengið af
fundi stjórnar vegna harðrar gagnrýni
og persónulegrar í hennar garð af
hendi formannsins.
Segja stjórnarmenn í samtali við
Morgunblaðið að ágreiningurinn milli
formannsins og yfirlæknisins hafi
meðal annars tengst kröfum sem Þór-
arinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfir-
læknir, forstjóri og formaður SÁÁ,
hafði uppi um að fá starfsaðstöðu á
Vogi. Í kjölfar þess að hann lét af
starfi yfirlæknis var honum falið að
halda utan um gagngrunn samtak-
anna en því verkefni fylgdi ekki
starfsaðstaða á sjúkrahúsinu. Mun
Valgerður hafa verið því mjög mót-
fallin að Þórarinn fengi aðstöðu á
sjúkrahúsinu, sem þá þegar var að-
þrengt í húsnæðismálum. Segir annar
stjórnarmaður að Arnþór hafi gengið
svo hart fram í málinu að á einum
fundi með framkvæmdastjórninni
hafi yfirlæknirinn boðist til þess að
gefa eigin skrifstofu eftir, væri það
vilji framkvæmdastjórnarinnar að
hann fengi starfsaðstöðu í húsinu. Sú
tillaga var talin til marks um að
lengra yrði ekki gengið í kröfugerð-
inni að sinni.
Deilur um skrifstofuaðstöðu
Þá hafa meðlimir í framkvæmda-
stjórn, starfsmenn og fyrrverandi
starfsmenn á Vogi bent Morgun-
blaðinu á að Valgerði hafi verið gert
erfitt fyrir í störfum sínum þar sem
Þórarinn og fjölskyldumeðlimir hans
hafi verið mjög atkvæðamiklir á vett-
vangi SÁÁ á síðustu árum. Benda
þeir á að Björn Logi Þórarinsson
læknir, sonur forstjórans fyrrver-
andi, sitji í framkvæmdastjórninni og
þá sé dóttir Þórarins einnig starfandi
læknir á sjúkrahúsinu. Þá dyljist það
engum að samstarf Arnþórs og Þór-
arins sé náið, en þeir störfuðu um
nokkurra árabil sameiginlega á vett-
vangi samtakanna, Þórarinn sem
yfirlæknir og Arnþór sem formaður.
Stjórnin bíður átekta
Það er ekki aðeins níu manna, og
nú sex manna, framkvæmdastjórn
sem kemur að meiriháttar ákvörðun-
um á vettvangi SÁÁ. Framkvæmda-
stjórn er valin úr hópi 48 stjórnar-
meðlima. Síðarnefndi hópurinn hittist
aðeins um þrisvar sinnum á ári.
Morgunblaðið hafði samband við full-
trúa í stjórninni og leitaði álits þeirra
á stöðunni á vettvangi samtakanna.
Voru þeir sem blaðið ræddi við sam-
mála um að það væru slæm tíðindi að
horfa á bak yfirlækni Vogs, sem hefði
átt meira en tveggja áratuga flekk-
lausan feril þar. Þá töldu stjórnar-
menn einnig einboðið að stjórnin yrði
kölluð saman við fyrsta tækifæri og
að formaður samtakanna myndi þar
gera grein fyrir ástandinu sem skap-
ast hefði. Nefndi einn viðmælandi
blaðsins að hann myndi ekki aðhafast
ef fundarboð bærist um miðja næstu
viku en að hann tæki að ókyrrast ef
ekkert gerðist upp úr því.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atvinna
Bílar
Þá hafa heyrst gagnrýnisraddir
um að úrræðið gagnist atvinnurek-
endum misvel. Til dæmis njóti kráar-
eigandi með einn starfsmann í 100%
starfi góðs af því en annar með fjóra
starfsmenn í 25% starfi sé í jafn
vondum málum og fyrr.
„Hugsunin var að það þyrfti að
vera ákveðið grunnráðningarsam-
band. Við breyttum því í meðförum
þingsins og teygðum okkur lengra
en upphaflega var áætlað. Ég á síður
von á að við förum neðar en 25%
markið. Ef menn sjá ekki fyrir sér að
geta brúað þetta bil þurfa fyrirtækin
að velta því fyrir sér hvort þau geti
yfir höfið haldið ráðningarsamband-
inu.“
Morgunblaðið/Eggert
Atvinna Fjöldi fólks er að missa
vinnuna eða minnka starfshlutfallið.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND ÚT MARS
CHARM SPANGALAUS HALDARI
Stærðir:
65 D - DD- E - F - FF - G
70 C - D - DD - E - F - FF
75 A - B - C - D - DD - E - F
80 A - B - C - D - DD - E
85 B - C - D - DD
90 B - C - D
95 B - C
100 B
Verð 7.550,- stk.
Ekkert mál að skipta og skila
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
FISLÉTTIR DÚN
OG VATTJAKKAR
MARGIR LITIR
FRÁ KR.
19.900
Persónuleg Símaþjónusta
FRÍ HEIMSENDING
hjá Laxdal gætum við
fyllsta öryggis
OPIÐ 12-16
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Barbara Lebek kjóll
11.984.- 14.980.-
Stærðir: 36-48
NÝVEFVERSLUN
www.hjahrafnhildi.is
20-30%
af Lebekog
náttfötum