Morgunblaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-
pakki, Sport-pakki, bakkmyndavél, Bang &
Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum,
hiti í stýri, fjarstart o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6),
10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque.
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 RAM Limited 3500 35”
Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L
Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö, togar
1000 pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin
sjálfskipting, dual alternators 440 amps,
loftpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld
sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing
technology pakki.
VERÐ
11.980.000 m.vsk
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Onyx black/ Dark walnut að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar breytingar
t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleira. Einnig til í öðrum litum.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 Ford F-350 Lariat Sport
Kominn með 10 gíra Allison sjálfskipt-
ingu! Litur: Star white, svartur að innan,
6,7L Diesel ,475 Hö, 1050 ft of torque. Með
Sport-pakka, Ultimate-pakka, FX4 offroad
pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan
pall, fjarstart, lyklalaust aðgengi, Bang
Olufssen hljómkerfi, trappa í hlera.
VERÐ
12.280.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
því og það hentar mér vel að vera í
tarnavinnu og fá frí á milli.“
– Þú færð kannski meiri tíma í
golfið?
„Golfið er það besta sem hefur
komið fyrir mig og það verður trú-
lega nógur tími í það. Ég held að
þessi íþrótt sé alveg jafn skemmtileg
á hvaða stigi sem þú ert. Ég er bara
ánægður með mig og mína 23 í for-
gjöf.“
Víðir er fæddur og uppalinn í Bol-
ungarvík. Sem strákur var hann í
sex sumur í sveit á Ósi í Bolungarvík
frá vori og fram á haust. Annars
snerist lífið um sjómennsku, en bæði
faðir hans og afi voru skipstjórar í
Bolungarvík.
„Ég var skráður á skip 15 ára
gamall, það var 16. júní 1971. Ég var
þá beitningamaður á Guðmundi Pét-
urs ÍS sem var á útilegu á línu. Ég
hef eiginlega aldrei þegið laun fyrir
aðra vinnu en sjómennsku, að
undanskildu einu lambi á hverju
hausti í sveitinni og nokkrum krón-
um fyrir að keyra leigubíl.
Fyrsta túrinn sem skipstjóri fór
ég daginn eftir að Vigdís Finnboga-
dóttir var kosin forseti, það eru víst
40 ár síðan. Það var á Heiðrúnu ÍS
og aflinn í trollið var 110 tonn á átta
dögum. Ég var svo fastráðinn skip-
stjóri um áramótin 1982-83 og var
með Dagrúnu frá Bolungarvík
næstu árin.“
Blaðamaður skýtur inn spurningu
um hvort hann hafi kosið Vigdísi
sem forseta í kosningunum 1980.
„Nei, ég hef aldrei hitt á að kjósa
forseta þegar þeir hafa boðið sig
fram í fyrsta skipti.“
Kleifabergið ekki misst úr dag
Í kjölfarið á gjaldþroti Einars
Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík fór
Víðir til Ólafsfjarðar 1994 og varð
stýrimaður á Mánaberginu. Hann
tók síðan við sem skipstjóri á Kleifa-
bergi 1997, en Þormóður rammi
gerði skipið þá út.
Kleifabergið er smíðað í Póllandi
1974 og er því komið til ára sinna.
Víðir tekur til varna fyrir aflaskipið:
„Þetta er kannski gamalt skip, en al-
veg í fullkomnu lagi. Kleifabergið
hefur ekki misst úr dag þann tíma
sem ég hef verið á því.“
Skipið hefur á síðustu áratugum
komið með mikinn afla að landi.
Víðir vill ekki gera mikið úr árangri
sínum og félaga sinna á skipinu, en
þegar hann er spurður hvort hann
þakki fyrst og fremst áhöfninni, út-
gerðinni eða drjúgum aflaheimildum
kemur svarið:
„Eftir því sem maður lærir meira
á lífið þá snýst þetta allt um að hafa
gott fólk í kringum sig og með sér.
Þannig ganga hlutirnir og ég held að
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ekkert varð af kveðjuathöfn þegar
Víðir Jónsson, skipstjóri á frysti-
skipinu Kleifabergi RE 70, kom úr
síðasta túrnum á mánudaginn. Ekki
liggur fyrir hvort og þá hvernig
Kleifabergið verður gert út áfram
og skipstjóranum fannst tímabært
að stíga frá borði. Einhvern tímann
hefði verið talin ástæða til að taka
eins og eina kveðjuskál, en kórónu-
veiran og samkomubannið komu í
veg fyrir allt slíkt að þessu sinni.
Víðir er 64 ára gamall og segist
vera við góða heilsu, en finnist nóg
komið eftir að hafa verið skipstjóri í
um 40 ár og í raun alla sína tíð við
sjóinn. Kleifabergið hefur verið ein-
stakt aflaskip og á tímabilinu frá 1.
janúar 2010 til 1. janúar 2020 var
afli Víðis og félaga hans um borð
alls 103.648 tonn og aflaverðmætið
þennan áratug yfir 30 milljarðar
króna. Tvær áhafnir hafa verið á
Kleifaberginu, alls 52 sjómenn, og
skiptast áhafnir á.
Núna er heimurinn stopp
– En hvað ætlar skipstjórinn að
taka sér fyrir hendur?
„Það er eiginlega óákveðið hvað
ég fer að gera. Það var hugmyndin
að fara að leysa af á leigubíl, en núna
er heimurinn stopp svo ég veit ekki
hvað verður. Ég hef aðeins verið að
prófa að keyra leigubíl hér á Akur-
eyri og finnst það skemmtilegt. Það
kom mér reyndar á óvart hvað þetta
er mikil vinna. Ég er svo sem vanur
það sé alveg sama hvað er um að
ræða. Ég hef verið með öndvegis-
mannskap og ég hef líka verið ein-
staklega heppinn með mína út-
gerðarmenn og átt gott samstarf við
þá. Þeir hafa aldrei beðið mig að
henda fiski svo því sé haldið til
haga.“
Alinn upp í beitningaskúrunum
– Það er heldur ekki sama hver
stendur í brúnni.
„Hvað mig varðar hef ég alltaf
haft ofboðslegan áhuga á þessu frá
því að ég man eftir mér. Ég hlustaði
á bátabylgjuna sem strákur og vissi
hvað hver einasti bátur fiskaði og
hver fiskaði mest. Þetta átti hug
minn allan og stundum skammaðist
ég mín fyrir hvað ég sökkti mér í
þetta, en ef fólk hefur áhuga og fylg-
ist með nær það árangri.
Ég kem líka frá heimili þar sem
mikið var talað um sjávarútveg, en
pabbi og afi voru báðir skipstjórar.
Maður var nánast alinn upp í beitn-
ingaskúrunum i Bolungarvík.“
Bróðir Víðis er Guðmundur Jóns-
son, skipstjóri hjá Samherja, núna á
Margréti EA og áður á Vilhelm Þor-
steinssyni EA. Þessi skip Samherja
hafa bæði komið með mikinn og
verðmætan afla að landi. Spurður
um keppni á milli bræðranna segir
Víðir að það sé kannski undir niðri,
en ekki til vandræða.
Ótrúlegur túr í Barentshafið
– En hvaða túr er minnisstæð-
astur á löngum ferli?
„Það var túr austur í Barentshaf
2015. Gengi krónunnar var niðri og
fiskverðið uppi og aflaverðmætið
var 725 milljónir, hvorki meira né
minna. Við fengum 1901 tonn upp
úr sjó í 40 daga túr. Þá þarf að
draga frá dagana sem fóru í stímið
fram og til baka, millilöndun í Båts-
fjord í Noregi og fleira þannig að
við vorum tæplega 30 daga að veið-
um. Þetta var óhemju vinna, meira
en 60 tonn á dag og allt unnið um
borð.“
– Hvað gerirðu ef Útgerðarfélag
Reykjavíkur, FISK Seafood eða
Samherji hringja eftir 2-3 mánuði
og biðja þig að taka nokkra túra?
„Ef þorskurinn á að vera aðal-
tegundin veit ég ekki alveg hvað ég
myndi segja. Það veit enginn hvað
framtíðin ber í skauti sér, en er
þetta ekki bara orðið gott?“
Aflaskipstjóri hyggst
verða leigubílstjóri
Kona Víðis er Jóna Sigurbjörg
Arnórsdóttir og búa þau á Akur-
eyri. Börn þeirra eru Valdimar,
skólastjóri í Hafnarfirði, Hall-
dóra deildarstjóri hjá geðsviði
Landspítalans í Reykjavík, Jón
Eggert, sem nú starfar með
Læknum án landamæra í Kongó,
og Stella (d. 2011). Barnabörnin
eru fimm.
Fjölskylda
Ljósmynd/Ottó Harðarson
Skipstjórinn Víðir segist hafa haft öndvegismannskap með sér til sjós og
verið heppinn með útgerðarmenn. Hann fór í fyrsta róður sinnárið 1971.
Víðir Jónsson hættir til sjós eftir tæplega hálfa öld
Snýst allt um að hafa gott fólk í kringum sig og með sér
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Kleifaberg Annað heimili Víðis hefur verið um borð í skipinu síðustu 23 ár.
Forysta Landssambands smábáta-
eigenda (LS) hefur óskað eftir því við
sjávarútvegsráðherra að gerðar
verði breytingar á kerfi standveiða
vegna kórónufaraldurs. Sú leið sem
LS vill að farin verði er að fjöldi
veiðidaga til strandveiða verði
óbreyttur, að lágmarki 48. Leyfi gildi
í tólf mánuði í stað fjögurra. Upp-
hafsdagur verði áfram 1. maí og eng-
ar takmarkanir verði á því hvenær
menn kjósa að nýta veiðidagana.
„Það er mat stjórnar LS að með
breytingunni verði afkoma þeirra
sem stunda strandveiðar eins vel
tryggð og hægt er í því ófremdar-
ástandi sem nú geisar. Auk sótt-
kvíar, sýkingar og veikinda í kjölfar-
ið eru margvíslegir aðrir þættir sem
upp kunna að koma. Óvissa er um
verð og markaði. Þá kallar strand-
veiði á fjölmarga þjónustuaðila
tengda útgerð hvers báts,“ segir í
bréfi LS.
Stjórn LS hefur einnig farið þess á
leit við sjávarútvegsráðherra að
heimilt verði að fresta greiðslu veiði-
gjalda með gjalddaga 1. maí og á ein-
daga 15. maí vegna kórónufaraldurs-
ins. Veiðigjald fellur í gjalddaga
fyrsta hvers mánaðar vegna veiða
þarsíðasta mánaðar. Í bréfi stjórnar
LS til ráðherra koma fram áhyggjur
af gjalddaga hinn 1. maí, vegna veiða
í mars, þar sem innkoma í apríl sé af-
ar ótrygg.
Á heimasíðu LS kemur fram að
Samgöngustofa hafi ákveðið með
hliðsjón af þeirri stöðu sem hefur
skapast vegna kórónuveirunnar að
virkja heimild til að fresta skipa-
skoðun í allt að þrjá mánuði. Gildis-
tími haffærisskírteinis framlengist
þá til jafnlangs tíma
Jafnframt verður hægt að sækja
um almenna framlengingu á gildis-
tíma atvinnuskírteina sem renna út
meðan á faraldri stendur. aij@mbl.is
Vilja strandveiðar allt árið
og frestun á veiðigjöldum