Morgunblaðið - 28.03.2020, Page 20

Morgunblaðið - 28.03.2020, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vaxtalækkanir Seðlabankans hafa aukið eftirspurn eftir endurfjármögn- un íbúðalána. Þá er óskað eftir greiðslufresti vegna faraldurs kórónuveiru að undanförnu. Kveðið var á um vaxtalækkanir í lífskjarasamningunum í byrjun apríl í fyrra en meginvextir SÍ hafa síðan lækkað úr 4,5% í 1,75%. Birta lífeyrissjóður býður nú lægstu breytilegu vextina, eða 1,69% af verðtryggðum lánum og 3,85% af óverðtryggðum lánum. Meðal bankanna býður Lands- bankinn lægstu vextina í breytilegum vöxtum. Þeir eru 4,1% af óverð- tryggðum lánum og 2,4% af verð- tryggðum lánum, samkvæmt upplýs- ingavefnum aurbjörg.is. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að eftirspurn eftir íbúða- lánum hefði aukist nokkuð stöðugt undanfarin ár. „Í þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir í dag þá sjáum við að hægt hefur á umsóknum um ný íbúðalán, sér í lagi vegna fast- eignakaupa. Töluverður vöxtur er í beiðnum um endurfjármögnun íbúðalána, ekki að- eins frá okkar viðskiptavinum, heldur einnig þeim sem eru með íbúðalán hjá öðrum lánveitendum. Síðustu mánuði hafa vextir farið lækkandi og það er greinilegt að fleiri eru að færa lánin úr föstum vöxtum í breytilega vexti,“ sagði í svari Landsbankans. Tugprósenta vöxtur Eftirspurnin hefði aukist mikið. „Eftirspurnin eftir endurfjármögn- un íbúðalána er nú mjög mikil og í mars hefur vöxturinn skipt tugum prósenta. Um leið erum við að af- greiða allmargar beiðnir um fryst- ingu á greiðslum íbúðalána. Vegna Covid-19 hefur bankinn auk þess gripið til ýmissa varúðarráðstafana sem tímabundið verða til þess að úr- vinnsla gengur hægar fyrir sig. Af- greiðsla á nýjum lánum, á endurfjár- mögnun og óskum um greiðslufrest getur því tekið lengri tíma en áður og við biðjum viðskiptavini vinsamlegast um að sýna biðlund.“ Fá lánaskjöl send í pósti Jafnframt var spurt hvernig nýir lánasamningar væru afgreiddir við þessar aðstæður hjá bankanum. Vegna takmarkana á heimsóknum viðskiptavina í útibú hefur bankinn boðið viðskiptavinum að fá lánaskjöl send heim með pósti eða sækja lána- skjöl í útibúin, sem eru þá tilbúin í umslögum. „Við þessar aðstæður fara samskipti við þessa viðskiptavini meira og minna fram í gegnum síma og tölvupóst. Við leitumst eftir því að finna lausnir og eins öruggar leiðir og hægt er hverju sinni fyrir viðskipta- vini og okkar starfsfólk,“ sagði í svari bankans um þetta atriði. Metár í íbúðalánum Hjá Íslandsbanka fengust þau svör að árið í fyrra hefði verið metár í hús- næðislánum er þau jukust um 11%. Eftirspurn eftir endurfjármögnun lána hefði verið heilmikil á núverandi vaxtalækkunarskeiði. „Hvað varðar íbúðalán einstaklinga er um þriðjung- ur allra lánveitinga vegna endurfjár- mögnunar. Vegna vaxtalækkana undanfarnar vikur og mánuði eru því oft og tíðum kjöraðstæður hjá fólki að endurfjármagna lánin sín, sem hætt er við að séu á lakari kjörum en hægt er að nálgast í dag,“ sagði í svarinu. Jafnframt var spurt um hlut endur- fjármögnunar í lánasamningum í jan- úar, febrúar og mars. Svar Íslands- banka var að þær upplýsingar yrðu því miður ekki gefnar upp fyrr en við árshlutauppgjör. Bjóða rafrænar lausnir Loks var spurt hvernig nýir lána- samningar væru afgreiddir við þessar aðstæður hjá bankanum. Sagði í svari bankans að hann reyni eftir bestu getu að aðstoða viðskipta- vini í gegnum rafrænar lausnir. „Nú geta viðskiptavinir undirritað öll fylgiskjöl vegna húsnæðislána með rafrænum hætti en enn þarf þó að undirrita skuldabréf á pappírsformi vegna þinglýsingar hjá sýslumanni. Í ljósi aðstæðna geta viðskiptavinir okkar einnig sótt um greiðslufrest á lánum á vef bankans, vegna CO- VID-19-faraldursins og er slíkt af- greitt með rafrænum hætti.“ Vaxtalækkanir hafa áhrif Hjá Arion banka fengust þær upp- lýsingar að mikil eftirspurn hefði verið eftir íbúðalánum, bæði vegna endurfjármögnunar og nýrra lána. „Íbúðalán með breytilegum óverð- tryggðum vöxtum hafa verið mjög vinsæl og síðustu lækkanir stýrivaxta hafa ýtt undir áhuga lántaka á þeirri gerð lána. Starfsfólk bankans vinnur nú alla daga vikunnar að því að útbúa lánaskjöl vegna nýrra íbúðalána, endurfjármögnunar og greiðsluhlés íbúðalána fyrir þá sem hafa óskað eftir því,“ sagði í svari Arion banka. Bjóða símafund með ráðgjafa Hvað snertir skiptingu milli endur- fjármögnunar nýrra og eldri lána hefði bankinn ekki veitt slíkar upplýs- ingar í gegnum tíðina. „Til að ganga frá lánasamningum þessa dagana bjóðum við upp á síma- fund með ráðgjafa. Í framhaldi fá við- skiptavinir gögnin send heim til sín í pósti sem þeir þurfa síðan að senda til baka til bankans, undirrituð og vott- uð. Þetta á við um öll íbúðalán. Það er einungis þegar viðskiptavinir hafa óskað eftir greiðsluhléi sem bankinn samþykkir rafræna undirritun. Í þeim tilfellum þarf þó lántaki síðar meir að koma í útibú til að skrifa undir skilmálabreytinguna. Þegar við erum að leysa úr flóknari vanda- málum með viðskiptavinum okkar þá þarf að fá tíma í útibúi til að skrifa undir skjölin,“ sagði í svari Arion banka um afgreiðslumátann. Skapar tekjur fyrir bankana Við endurfjármögnun lána greiða lántakar lántökugjald, ásamt því sem kveðið er á um uppgreiðslugjald í mörgum lánasamningum. Fyrir vikið getur endurfjármögnun lána skapað tímabundnar tekjur fyrir bankana en jafnframt þarf að greiða fyrir þinglýsingu lána. Með þessari þróun hefur vaxta- munur milli Íslands og annarra landa á Norðurlöndum minnkað undan- farið. Morgunblaðið/Samsett mynd Á niðurleið Vextir íbúðalána hjá bönkunum hafa farið lækkandi. Margir endurfjár- magna íbúðalánin  Margar umsóknir til Landsbankans um frystingu lána  Aukin ásókn í endurfjármögnun hjá stóru bönkunum Skipting nýrra íbúðalána hjá Landsbankanum Janúar til mars 2020 Fasteignaviðskipti Endurfjármögnun Heimild: Landsbankinn Janúar 2020 Febrúar 2020 Mars 2020 28% 72% 31% 69% 46% 54% Vextir Seðlabankans Frá ársbyrjun 2016 6% 5% 4% 3% 2% 1% '16 '17 '18 '19 '20 5,75% 1,75%Heimild: Seðlabanki Íslands Þórunn Reynisdóttir, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Út- sýnar, segir í samtali við Morgunblað- ið að það standi ekki á fyrirtækinu að endurgreiða öldruðum hjónum pakka- ferð, sem sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær. Hendur skrifstof- unnar séu hins vegar bundnar vegna þess að enn eigi eftir að koma upplýsingar frá tryggingafélagi fólksins, VÍS, um hve stóran hlut VÍS muni endur- greiða af ferðinni, sem kostaði tæpar 750 þúsund krónur. Frá VÍS heyrist sama sagan. Hildur Sif Haraldsdóttir, forstöðumaður lög- fræði og persónutjóna hjá VÍS, segir í samtali við Morgunblaðið, og vísar í nýleg lög um pakkaferðir, að fyrst þurfi ferðaskrifstofan að greiða sinn hluta endurgreiðslunnar, til að trygg- ingafélagið geti greitt það sem upp á vantar. Lögin séu skýr hvað það varði. Eins og fram kom í blaðinu í gær þurftu hjónin að afpanta pakkaferð í byrjun mánaðarins með skömmum fyrirvara, og höfðu keypt sér forfalla- tryggingu hjá Úrvali Útsýn. Þau voru jafnframt tryggð í gegnum platinum VISA kort hjá Íslandsbanka sem tryggð eru hjá VÍS. Eins og Þórunn útskýrir er forfalla- trygging þeim kostum gædd að hún á að tryggja endurgreiðslu á þeim hluta fargjalds og gistikostnaðar sem þegar er greiddur og ekki fæst endurgreidd- ur frá tryggingafélagi. Það sé sú trygging sem hjónin keyptu. „Hefðin er sú að viðkomandi hafi samband við tryggingafélag sitt og fái staðfestingu á hve mikið fæst greitt þar út, og komi svo til okkar og við greiðum það sem upp á vantar.“ Þórunn segir að í þessu máli vanti upp á að barnabarn hjónanna, sem er þeim til aðstoðar í málinu, skili inn um- boði, bæði til þeirra og VÍS. „Það er nauðsynlegt út frá persónuverndar- lögum, til að hægt sé að nálgast upp- lýsingar um málið. Hildur Sif segir að það sé alveg skýrt að í pakkaferðum eigi viðskipta- vinir alltaf rétt á endurgreiðslu frá ferðaskrifstofu. Það sé skýlaus réttur neytandans, óháð ástæðu fyrir því af hverju afbókun er gerð. Viðskipta- vinurinn leiti því fyrst til ferðaskrif- stofunnar og fái hluta eða alla upp- hæðina þar endurgreidda. Ef hann fái ekki alla ferðina endurgreidda þar geti hann snúið sér til trygginga- félagsins. Allt áfram í hnút í máli eldri hjóna  Fyrirtækin benda enn hvort á annað Ferðir Frá Tosk- ana á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.