Morgunblaðið - 28.03.2020, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðgerðirvegna kór-ónuveir-
unnar hafa haft
mikil áhrif á
íþróttalíf í landinu.
Veiran mun verða
sérstaklega af-
drifarík fyrir hóp-
íþróttir og keppni í
þeim. Mörg félagslið hafa geng-
ið mjög langt til að vera sam-
keppnishæf og það getur verið
mikið basl og hark að láta
reksturinn standa undir sér,
jafnvel þótt vel gangi.
Þetta á reyndar ekki aðeins
við á Íslandi. Á íþróttasíðu í
Morgunblaðinu í gær var lítil
frétt þess efnis að Aron Pálm-
arsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik, hefði þurft að taka á
sig 70% launalækkun hjá stór-
liðinu FC Barcelona eins og
aðrir leikmenn þess. Launa-
lækkunin nær til allra liða fé-
lagsins og fylgdi sögunni að
kurr væri í knattspyrnuliðinu
og væri því verið að semja við
Lionel Messi og félaga. Það er
spurning hvernig sú afstaða
slær stuðningsmenn, sem eiga
undir högg að sækja vegna veir-
unnar og búa við önnur lífskjör
en stjörnurnar.
Spánn er ekki einsdæmi.
Laun leikmanna flestra liða í
Bundesligunni í Þýskalandi
hafa verið lækkuð og fjögur
best stæðu liðin í deildinni hafa
skuldbundið sig til að leggja til
hliðar rúma þrjá milljarða
króna til að hjálpa keppinautum
í fjárhagskröggum.
Í Morgunblaðinu í gær birtist
athyglisvert viðtal við Kristin
Björgúlfsson, sem hefur tekið
við starfi þjálfara karlaliðs ÍR í
handknattleik. ÍR sendi frá sér
tilkynningu í byrjun vikunnar
um að vegna erfiðrar fjárhags-
stöðu hefði verið ákveðið að
draga saman allan kostnað,
endurskipuleggja og koma jafn-
vægi á rekstur deildarinnar.
„Það er alveg hægt að taka
það fram hér og nú að ÍR hefur
aldrei átt neinn pening,“ segir
Kristinn í viðtalinu. „Þetta er
hins vegar í fyrsta skiptið sem
einhver þorir að stíga upp og
segja það. Við verðum ekki síð-
asta liðið til þess að segjast vera
í fjárhagsvandræðum, það er al-
veg á hreinu. Það hefur verið
ákveðinn feluleikur í gangi hjá
mörgum félögum, undanfarin
ár, en núna vita allir hvar við
stöndum og það er gott að felu-
leiknum sé lokið.“
Þetta er óvenjuleg hreinskilni
og enginn vafi á að Kristinn
hefur rétt fyrir sér um að önnur
félög eigi við ramman reip að
draga. Mörgum hefur með
naumindum tekist að halda
starfinu gangandi, en samkomu-
bannið núna dundi yfir á versta
tíma. Það var sett á þegar
skammt var í úrslitakeppnina
bæði í handbolta og körfubolta.
Úrslitakeppnin er helsta tekju-
lind félaganna og það getur
skipt sköpum fyrir
fjárhaginn að kom-
ast sem lengst í
henni. Nú er úr-
slitakeppnin úr
sögunni og gríðar-
legt tap blasir við.
Þar við bættist
að kórónuveiran
hefur áhrif á rekst-
ur flestra ef ekki allra fyrir-
tækja á landinu. Það verður því
erfitt og jafnvel ógjörningur
fyrir íþróttafélög að sækja
stuðning til fyrirtækja. Þá
munu fyrirtæki jafnvel eiga erf-
itt með að standa við gefin fyrir-
heit um stuðning. Róðurinn
mun enn þyngjast hjá íþrótta-
félögunum vegna þessa og það
mun ekki hafa áhrif á rekstur
meistaraflokka, heldur allt
barna- og unglingastarf.
Fyrr í mánuðinum hafði
Böðvar Guðjónsson, formaður
körfuknattleiksdeildar KR, orð
á því í viðtali að setja ætti tak-
mörk á hversu margir erlendir
leikmenn mættu leika með ís-
lenskum félagsliðum karla og
kvenna. Fyrir tæpum þremur
árum komst Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) að þeirri niður-
stöðu að sú regla að aðeins
mætti einn leikmaður vera inni
á velli í einu í hverju liði stang-
aðist á við skuldbindingar ís-
lenska ríkisins vegna Evrópska
efnahagssvæðisins og gengi
þvert á reglur um að fólk frá
öðrum ríkjum innan svæðisins
hefði sömu réttindi til atvinnu á
Íslandi og Íslendingar. Í regl-
unni væri fólgin mismunun á
grundvelli þjóðernis.
Nú er svo komið að hlutur
íslenskra leikmanna í mörgum
liðum er orðinn ansi rýr. Í
sumum þeirra eru jafnvel fjórir
erlendir leikmenn í byrjunar-
liði.
Það er engin spurning að
næsta keppnistímabil verður
með öðru sniði. Í Finnlandi og
Svíþjóð munu félagsliðin hafa
gert með sér heiðursmanna-
samkomulag um að takmarka
fjölda erlendra leikmanna til að
komast hjá því að vera snupruð
af ESA. Kæmi slíkt til greina
hér?
Íþróttafélögin eru nú mjög
lemstruð og það verður ekki allt
samstundis eins og það var þeg-
ar faraldurinn verður genginn
yfir. Feluleiknum er lokið eins
og Kristinn Björgúlfsson orðar
það og þau munu þurfa að hugsa
starfsemina upp á nýtt. Hluti af
því verður að treysta á að
grundvöllurinn að árangri í
efstu deild verði lagður með
starfinu í yngri flokkunum af
því að peningar til að sækja
leikmenn annars staðar verða
ekki fyrir hendi nema að tak-
mörkuðu leyti. Til lengri tíma
litið gæti það skilað sér með
ýmsum hætti, meðal annars í
betri landsliðum. Þótt tilefnið
til þessarar endurskoðunar sé
hörmulegt gæti útkoman orðið
til góðs.
Fjármál margra
þeirra eru erfið og
eigi þau að lifa af
skellina síðustu vikur
verður endur-
skipulagningar þörf}
Áfall fyrir íþróttafélög
S
amkomubann felur í sér ýmsar birt-
ingarmyndir. Við förum í heima-
leikfimi, tökum fjarfundi, vinnum
og lærum heima. Sumir fagna meiri
samveru með fjölskyldunni, aðrir,
sem vinna heima, eru margir hverjir að sligast
undan álaginu vegna samþættingar vinnu og
umönnunar barna. Verkefnin hverfa nefnilega
ekkert alls staðar þótt að á sumum sviðum séu
þau nánast horfin. Leiðsögu- og tónlistarfólk
tapaði verkefnum á augabragði á sama tíma og
verkefni sýslumanns, Hagstofu eða Hafrann-
sóknastofnunar standa í stað og verður að
sinna meðfram umsjá barna og áhyggjum yfir
heilsu vina og ættingja.
Það er því miður önnur kolsvört skuggahlið á
samkomubanninu. Hún snýr að þeim sem búa
við ofbeldi, vanrækslu og vanvirðandi að-
stæður. Þegar engin er starfsstöðin til að leita skjóls á,
engin skólastofa til að hvílast í frá bágum aðstæðum, er
þeim sem búa við slíkar aðstæður erfitt að finna vernd.
Fullorðnir og börn sem búa við ofbeldi þurfa oft og tíðum
að kvíða samverustundum innan heimilis. Þegar lítil sem
engin samskipti eru úti í samfélagið þurfum við öll að vera
vakandi fyrir hvers konar merkjum um vanrækslu eða of-
beldi. Við þurfum að virkja þá sem eru undir eðlilegum
kringumstæðum í daglegum samskiptum við börn, ung-
linga og fullorðna til að hugsa til þeirra sem búa alla jafna
við bágar aðstæður og skortir vernd. Þekkja merkin sem
þau senda um að ástandið inni á heimilinu sé orðið óbæri-
legt eða beinlínis hættulegt. Þeir kennarar í
grunn-, leik- og framhaldsskólum sem vita af
börnum í slíkum aðstæðum verða að finna leið-
ir til að ná sambandi við þau börn. Það er vont
af því að vita að tilkynningum til barnaverndar
hefur snarfækkað á undanförnum tveimur
vikum. Það ætti ekki að vera þannig en ef börn
ná ekki að láta vita af stöðu sinni, ef umsjónar-
aðilar í daglegu starfi hitta ekki börn, þá láta
þau heldur ekki barnavernd vita. Fjölskyldur
hittast síður, börn, unglingar og fullorðnir sem
búa við erfiðar fjölskylduaðstæður einangrast
og það skapar hættulegt ástand.
Ég skora á allt samfélagið að vera nú vak-
andi fyrir umhverfi sínu þrátt fyrir samkomu-
bann og sóttkví. Hugleiða hvort þið þekkið
mögulega einhvern sem býr við óviðunandi eða
hættulegar aðstæður. Rannsóknir sýna að of-
beldi eykst því miður í svona hamfaraástandi og því mikil-
vægt að við séum öll meðvituð, höfum samband við það
fullorðna fólk sem við vitum að kunna að vera í þessum að-
stæðum en höfum einnig samband við barnaverndaryfir-
völd og látum vita ef barn býr mögulega við slíkt. Börn eru
oft hrædd við að láta yfirvöld vita þegar hætta steðjar að
af ótta við afleiðingar og þess vegna þarf samfélagið að
kynna þeim aðrar leiðir til að láta vita af sér. Skugginn
leynist í þögninni og hann þurfum við að uppræta.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Skugginn í þögninni
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sérstakt tímabundið fjárfest-ingarátak til að vinna gegnsamdrætti í hagkerfinuvegna heimsfaraldurs
kórónuveiru mun auka mjög fram-
kvæmdir á sviði samgöngumála.
Samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni verða stærstu verkefnin í
vegamálum sem koma til fram-
kvæmda á þessu ári:
Hringvegur um Heiðarsporð
(Biskupsbeygju) á Holtavörðuheiði.
Um er að ræða lagfæringu á
hættulegum stað þar sem vegurinn
er brattur og með kröppum beygj-
um. Framkvæmdin á að tryggja ör-
yggi og greiðfæri að vetri á þess-
um kafla.
Suðurlandsvegur milli Bæjar-
háls og Vesturlandsvegar. Þar er
mikill umferðarþungi og á að
breikka veginn og skilja að akst-
ursstefnur með vegriði.
Breikka á Vesturlandsveg milli
Skarhólabrautar og Langatanga í
Mosfellsbæ. Vegurinn verður
breikkaður og akstursstefnur að-
skildar með vegriði á umferðar-
miklum vegi. Á Þverárfjallsvegi í
Refasveit og Skagastrandarvegi
um Laxá á að endurgera veginn á
milli hringvegar nálægt Blönduósi
og Laxár og Þverárfjallsvegar.
Undirbúningur og mat á umhverf-
isáhrifum miðast við að fram-
kvæmdir hefjist á seinni hluta árs-
ins.
Stór verk í undirbúningi
Nokkur stór verk sem koma
til framkvæmda á næsta ári verða
einnig undirbúin. Þau eru:
Reykjanesbraut á kaflanum
Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun.
Breikka á veginn og skilja aksturs-
stefnur að með vegriði á þessum
umferðarmikla vegi í Hafnarfirði.
Suðurlandsvegur milli Foss-
valla og Hólmsár ofan við Reykja-
vík. Þar verður vegurinn breikk-
aður og akstursstefnur aðskildar
með vegriði. Í undirbúningi og mati
á umhverfisáhrifum er einnig kafl-
inn á milli Hólmsár og Norðlinga-
vaðs, við Norðlingaholt, sem gæti
komið til framkvæmda árið 2021.
Nokkur minni verkefni verða
einnig undirbúin á þessu ári og
munu koma til framkvæmda á
næsta ári. Þau eru: Snæfellsnes-
vegur um Skógarströnd en þar á
að leggja bundið slitlag á nokkra
km af þessum malarvegi. Borgar-
fjarðarvegur þar sem á að leggja
bundið slitlag á nokkra km af mal-
arvegi á milli Eiða og Laufáss.
Bæta á brýr og flugvelli
Sjö brýr á að breikka. Á þessu
ári koma til framkvæmda brýr yfir
Köldukvíslargil á Norðausturvegi,
yfir Gilsá á Völlum á Skriðdals- og
Breiðdalsvegi, á Botnsá í Tálkna-
firði og Bjarnardalsá í Önundar-
firði. Þrjár stærstu brýrnar verða
hannaðar og undirbúnar á þessu
ári en koma til framkvæmda á
næsta ári. Þær eru yfir Núpsvötn á
hringvegi, Stóru-Laxá á Skeiða- og
Hrunamannavegi og Skjálfandafljót
hjá Fosshóli við Goðafoss. Tekið er
fram í þingsályktunartilllögunni að
þegar um undirbúnings- eða hönn-
unarverkefni að ræða verði síð-
ari áfangar framkvæmdir frá
og með árinu 2021.
Stækka á flughlað á
Akureyrarflugvelli og byggja
millilandaflugstöð við núver-
andi flugstöð. Einnig á að gera
nýja akbraut/flughlað á
Egilsstaðaflugvelli til
að tryggja öryggi flug-
fara og styrkja flug-
völlinn sem vara-
flugvöll.
Áforma samgöngu-
bætur víða um landið
Áform ríkisstjórnarinnar um
innspýtingu í hagkerfið eru
mikilvæg fyrir samfélagið og
hagkerfið, að mati Sigurðar
Hannessonar, framkvæmda-
stjóra Samtaka iðnaðarins
(SI).
Hann kvaðst ekki telja að
verktakar mundu eiga í vand-
ræðum með að útvega tæki og
mannskap til nýrra fram-
kvæmda. Sigurður benti á að
talsverður samdráttur væri í
fjölda íbúða í byggingu, sér-
staklega á fyrstu byggingar-
stigum eins og kom fram í
Morgunblaðinu í gær. Það
væri vísbending um að
verktakar væru í öðrum
verkefnum, eða að það
væri slaki. „Þess vegna er
iðnaðurinn mjög vel í
stakk búinn fyrir
auknar fram-
kvæmdir og getur
vel sinnt aukn-
um verkefnum.“
Tímabær
innspýting
SAMTÖK IÐNAÐARINS
Sigurður
Hannesson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirhugaðar framkvæmdir Bæta á vegi, byggja brýr og fara í uppbygg-
ingu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til að blása lífi í hagkerfið.