Morgunblaðið - 28.03.2020, Side 28

Morgunblaðið - 28.03.2020, Side 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 V ið lifum í lausnamiðuð- um heimi. Ef eitthvað er að þá er eitthvað hægt að gera. Við eig- um tækni, lyf og alls kyns verkfæri til að leysa ótrúleg- asta vanda. Eina sem ekki er hægt að leysa nú frekar en áður er sorg- in. Þó detta sumir í þá gildru að kalla eftir skyndilausnum, þá helst þeir sem standa álengdar og finna til vanmáttar að geta ekki komið til hjálpar. Oft hef ég fengið upp- hringingar frá vinum og nágrönn- um syrgjandi fólks með ákall um hvort ekki sé eitt- hvað hægt að gera, setningin „þau verða að fá einhverja áfallahjálp“ hljómar þá oft eins og „það verður að skera manneskjuna upp og taka meinið“. Áfallahjálp og sorgarsálgæsla er hins vegar ekkert annað en samfylgd á göngu sem enginn veit hvað varir lengi. Þess vegna líður manni aldrei eins og reddara eða hetju í hlutverki sálgætisins, ekkert gifs, engin verkja- lyf og heldur engin orð sem geta breytt því sem orð- ið er. Hins vegar áttar maður sig kannski betur á því hvað þýðir að vera manneskja, samferðamaður, samfélag. Það þýðir samfylgd, samhugur, sam- staða. Nú þegar kórónuveiran tekur óvænt stjórnina, rétt eins og sorg- in gerir þegar hún vitjar okkar, fáum við sem samfélag það verk- efni að vera til staðar hvert fyrir annað og upplifa hvert og eitt hvað það er að veita áfallahjálp. Allt í einu erum við öll á sama báti og enginn sem hringir í annan og segir „þú verður að bjarga þessu“. Allt í einu erum við öll prestar. Og það er eitt af því fallega og þakkar- verða sem mun koma út úr þessum undarlegu aðstæðum. „Eins og vatnaliljan sem vex upp af leðj- unni,“ sagði danski presturinn og rithöfundurinn Kaj Munk. Það er þegar erfiðar aðstæður færa okkur saman og skapa kærleika sem er kraftur alls sem lifir af og sigrar. Sama hvað hendir, þá er lífið aldrei vonlaust, vatnaliljan vex upp af leðjunni. Það besta sem við getum gert núna í þessum aðstæðum sem sannarlega munu taka enda er að treysta fagfólki til að meta að- stæður og hlýða ráðleggingum þess. Vera í sambandi gegnum síma og samfélagsmiðla við fjöl- skyldu, vinieða Rauða krossinn 1717 eða prestana í sóknarkirkj- unni ef okkur vantar mannlega nánd, umhyggju og uppörvun. Allar kirkjur hafa orðið heimasíður eða Facebook-síður þar sem hægt er að hafa samband og auglýstir símatímar eru til staðar. Heil- brigðisstarfsfólkið okkar er á fullu við umönnun vegna líkamlegra veikinda og við sýnum því skilning og tillitsemi en Rauði krossinn, kirkjan og fleiri hreyfingar og stofnanir eru til staðar til að veita sálrænan stuðning. Þá skiptir einnig máli nú sem endranær að taka einn dag í einu vegna þess að ekkert okkar veit fyrir víst hvað ástandið mun vara lengi, þess vegna er verra að eyða orku í að kvíða hvað verði eftir tvo, þrjá eða fjóra mán- uði. Mundu líka þegar þú ferð að sofa á kvöld- in og upplifir angist að það kemur nýr dagur og þú ert nýr eða ný á hverjum degi, með nýja sýn, nýjan styrk, nýjan þroska, nýjar upplýs- ingar, nýja von. Og svo er eitt sem þú getur alltaf reynt að gera og tileinka þér. Að taka eftir öllu því góða og fagra í lífinu. Já, gefðu gaum þeim sem finna lausnir á marg- þættum vanda sem veiran skapar. Sjáðu fólkið sem hugsar dag- leg samskipti og um- gengni upp á nýtt til að varna og hægja á smiti. Hlustaðu á þá sem gefa góð og gagnleg ráð og virkja forsjálni okkar hinna.Taktu eftir heilbrigð- isstarfsfólkinu sem hleypur hrað- ar, meira og lengur þessa daga og vikur að lækna og líkna. Sjáðu og heyrðu listafólkið sem flytur ljóð og lag, fegurð og yl inn í nýjar að- stæður þegar samfélagið þarf á sálarhnoði og huggun að halda. Líttu á samkenndina og kærleik- ann sem sprettur fram þegar allir þurfa og verða að gæta hver ann- ars. Sérðu ekki hvað veiran má sín lítils í alheimsumhyggjunni? Hlustaðu eftir barnsrödd í fjarska eða nálægð, þar er fram- vindan, gleðin og vonin. Horfðu á allt sem þú hefur ár- orkað í lífinu, allar hindranir sem þú hefur lagt að baki, finndu styrk- inn þinn. Hlæðu að eigin bröndurum og leyfðu þér að finna fyndinn flöt á skrýtnum aðstæðum. Elskaðu mikið, elskaðu meira og þú getur allt. Ljósmynd/Unsplash, Rod Long Hugvekja Hildur Eir Bolladóttir Höfundur er prestur í Akureyrar- kirkju og hefur starfað samhliða við ritstörf og þáttagerð fyrir sjónvarp. hildur@akirkja.is Líttu á sam- kenndina og kærleikann sem sprettur fram þegar allir þurfa og verða að gæta hver annars. Hildur Eir Bolladóttir Björtu hliðarnar „Hlustaðu eftir barnsrödd í fjarska eða ná- lægð, þar er fram- vindan, gleðin og vonin.“ „Elskaðu mikið, elskaðu meira“ Kirkjan til fólksins GRAFARVOGSKIRKJA | Ekkert helgihald verður í kirkjunni vegna samkomubanns. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í spöng | Ekkert helgihald verður vegna samkomu- banns. GRENSÁSKIRKJA | Við sendum út bænir, hugvekjur og helgistundir á heimasíðum og FB- síðum Grensáskirkju og Bústaðakirkju. Með hlýjum kveðjum frá prestum og djáknum Foss- vogsprestakalls. HÁTEIGSKIRKJA | Kirkjan er lokuð vegna samkomubanns og allt helgihald og safn- aðarstarf liggur niðri á meðan. Upplýsingar um prestsþjónustu, s.s. sálgæslu og útgáfu vott- orða er að finna á hateigskirkja.is SELTJARNARNESKIRKJA | Streymi á helgi- stund frá Seltjarnarneskirkju sunnudag kl. 13 og frá bænastund miðvikudaginn 1. apríl kl. 12. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Holtskirkja í Önundarfirði ORÐ DAGSINS: Jesús rak út illa anda. (Lúk. 11) Ég spilaði körfu- bolta á mínum yngri árum, með nokkrum liðum meðal annars KR. Einu sinni KR- ingur, alltaf KR-ingur. Margir af mínum bestu þjálfurum notuðu fyrirsögnina í sínu dag- lega þjálfarastarfi, vörnin vinnur leikinn. Það er ekkert mikið mál að skora, en það getur verið erfiðara að koma í veg fyrir að and- stæðingurinn skori hjá okkur. Mér hefur liðið undanfarna daga og vikur eins og ég sé í körfubolta- leik. Og stöðugt í vörn. Þjálfararnir eru þrír, Alma, Víðir og Þórólfur. Og þetta framúrskarandi flotta tríó er sífellt að leggja áherslu á vörnina. Hvernig við getum varist því að smitast og hvaða leiðir er hægt að fara til að minnka líkur á að smit berist manna á milli. Í körfunni er spiluð maður á mann vörn annars vegar og svæðisvörn hins vegar. Báðar gerðir eru nauðsynlegar í þessari baráttu. Hver og einn einstaklingur ber ábyrgð á því hvern- ig hann hagar sér (maður á mann vörn) og svo er mikilvægt að við sem samfélag ger- um okkar besta til að bregðast við veirunni (svæðisvörn). Verum heima þeir sem það geta. Ég hef orðið vitni að mikilli samstöðu starfs- manna Grundarheim- ilanna undanfarið. Það er eins og all- ir leggist á eitt til að láta þetta ganga upp. Mér finnst eins og það sé ein- hvers konar keppnisandi í liðunum okkar. Allir leggja sig 100% fram. Takk kærlega öll sömul fyrir allt það sem þið hafið lagt á ykkur undan- farið í tengslum við þessa veiru. Einnig þakka ég heimilismönnum og aðstandendum þeirra fyrir skilning á verulega breyttum aðstæðum. Staðan er ekki eins og ég óskaði mér, en ég tek þetta, og sýnist flestir gera það einnig, af æðruleysi. Breytum því sem við getum breytt en sættum okkur við það sem við getum ekki breytt. Og svo þetta mikilvæga sem við höfum öll, vitið til að greina þar á milli. Þetta er vissulega enginn leikur, en samlíkingin á við að mínu mati engu að síður. Til að við eigum smá breik og að lokum við stöndum öll keik við handþvottinn stundum og frestum öll fundum því vörnin, hún vinnur hvern leik Eftir Gísla Pál Pálsson »Ég hef orðið vitni að mikilli samstöðu starfsmanna Grundar- heimilanna undanfarið. Það er eins og allir legg- ist á eitt til að láta þetta ganga upp. Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri Grundarheimilanna. gisli@grund.is Vörnin vinnur leikinn Ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög ánægður með hvað fjarkennslan hefur gengið vel í framhalds- skólum landsins síðan þeim var lokað vegna samkomubannsins. Undrum sætir hversu mikill kraftur er í skólastarfinu þrátt fyrir allt. Það hefur verið afar spennandi að fylgjast með þróuninni og sjá hvernig fólk nálgast verkefnin á margvíslegan hátt. Kennarar bera sig vel og nem- endur yfirleitt líka. Frábær frammi- staða! Báðir hópar hafa verið undir álagi en ég tel að jafnvægi sé að nást og reglufesta. Mestu skiptir að gott og stöðugt samband sé á milli kennara, nem- enda og stjórnenda. Ég hrósa Innunni, upplýsinga- og kennsluvef framhalds- skólanna, fyrir nýja möguleika sem fólk er að nýta sér og prófa sig áfram með. Það hefur líka komið í ljós hvað Innan er flott og þróað tæki og hvað bæði kennarar og nemendur eru vel með á nótunum í upplýsinga- tækninni. Stoðþjónustan hefur líka verið að vinna af miklum krafti, hvort sem eru starfs- og náms- ráðgjafar, sálfræðingar og síðast en ekki síst umsjónarkennarar. Ég hvet starfsfólk skólanna og nem- endur til þess að halda áfram á þessari braut og vonandi verður þess ekki langt að bíða að skólarnir verði aftur iðandi af lífi á nýjan leik. Frábær frammistaða Eftir Hjalta Jón Sveinsson »Kennarar bera sig vel og nemendur yfirleitt líka. Frábær frammistaða! Báðir hóp- ar hafa verið undir álagi en jafnvægi og reglu- festa eru að nást. Hjalti Jón Sveinsson Höfundur er skólameistari Kvenna- skólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.