Morgunblaðið - 28.03.2020, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.03.2020, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 Listamaðurinn Odee opnar sýningu í Gallerí Fold í dag kl. 14 en án gesta. Þess í stað verður streymi frá sýn- ingunni. Í tilkynningu segir að Odee sýni ný verk og sameini tvær seríur sem kann kallar Circulum og Landvætti. Í ljósi varúðarráðstafanna vegna COVID-19 faraldursins verður engin eiginleg opnun en listamaðurinn mun spjalla um verk sín í beinu streymi á Facebook-síðu Gallerís Foldar og hefst streymið kl. 14. Serían Circulum einkennist af hringformum en hvert verk ber svip- bragð af þeim tíma sem það er skap- að. Öll verkin eru samsettar klippi- myndir frá menningu sem hefur haft mótandi áhrif á listamanninn á einn eða annan hátt. Landvættirnar voru goðsögulegar verur sem voru taldar lifa í fjöllum og steinum. Listamaðurinn segir að það sem ein- kenni þessa seríu sé persónuleiki, skapgerð og atgervi vættanna. Streymi frá opnun Odee í Gallerí Fold Hallveig Rúnarsdóttir sópran var beðin um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanninu. „Ég get ekki mælt nægilega mikið með sjónvarpsseríunni Flea- bag, sem breska leikkonan Phoebe Waller-Bridge skrifar og leikur í. Þættirnir eru grínþættir með alvarlegum undirtóni sem hafa farið sigur- för um heiminn, enda einstaklega vel skrifaðir, brjálæðislega fyndnir og brjóta blað í sjónvarps- sögunni þar sem fjórði veggurinn er brotinn niður, það er sjónvarps- áhorfandinn er einn af persónum sögunnar. Seríurnar eru tvær og í boði á streymisveitunni Amazon Prime. Á Prime er svo önnur sería sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, en það eru þættirnir um hana frú Mai- sel, eða The Marvelous Mrs. Mai- sel. Þeir koma úr smiðju Amy Sherman-Palladino sem var áður þekktust fyrir sjónvarpsseríuna Gilmore Girls. The Marvelous Mrs. Maisel er períóðudrama frá New York á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um Midge Maisel (leikna af Rachel Brosnahan) sem ákveður að reyna fyrir sér sem uppistandari eftir að maðurinn hennar fer frá henni. Svakalega skemmtilegir þættir og vel gerðir. Þegar maður hefur svona mik- inn tíma er um að gera að rifja upp bókaflokka eins og Harry Potter- seríuna eftir J. K. Rowling. Ser- íuna þarf vart að kynna, en mig langar að mæla með að fólk fái sér áskrift að Storytel og hlusti á Stephen Fry lesa bækurnar. Með- fram því mæli ég svo með hlað- varpinu Harry Potter and the sac- red text, þar sem þau Vanessa Zoltan og Casper ter Kuile, guð- fræðingar úr Harvard-háskóla greina hvern kafla fyrir sig út frá heimspeki og trúarbragðafræði. Samtölin í hlaðvarpinu eru áhuga- verð, falleg og nærandi. Ef fólk hefur aðgang að sjón- varpsseríunni The West Wing eftir Aaron Sorkin er líka til alveg frá- bært hlaðvarp, The West Wing Weekly. Þar er hver þáttur fyrir sig krufinn af Hrishikesh Hirway og Joshua Malina (sem lék Will Bailey í þáttunum) ásamt góðum gestum, þar af flestum leikurum og sköpurum þessarar frægu sjón- varpsseríu.“ Mælt með í samkomubanni Ljósmynd/BBC Fær Breska leikkonan Phoebe Waller-Bridge skrifar og leikur í Fleabag. Flóabæli, vesturálma og galdrastrákur Fín Rachel Brosnahan sem Midge Maisel í The Marvelous Mrs. Maisel. Hallveig Rúnarsdóttir Flink J.K. Rowling, höfundur bók- anna um Harry Potter galdrastrák. Töff Joshua Malina sem Will Bailey í sjónvarpsþáttunum The West Wing. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Dularfulla símahvarfið nefnist bók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem komin er út hjá Bókabeitunni í bókaflokki sem nefnist Ljósaserían. „Mér finnst það mjög áhugavert framtak hjá Bókabeitunni að gefa út bækur sem ætlaðar eru krökkum sem eru að æfa sig í lestri. Mig langaði til að taka þátt í þessu því mér finnst svo mikilvægt að krakk- ar fái skemmtilegar og spennandi bækur þegar þau eru að verða vel læs,“ segir Brynhildur um útgáfuna. „Mér finnst svo skemmtilegt við þessa seríu hversu mikil fjölbreytni er í hópi höfunda og þar með margs konar tegundir af bókum. Krakk- arnir sem eru áskrifendur að þess- ari bókaröð fá þannig bland í poka,“ segir Brynhildur og bendir á að það sé mjög mikilvægt þegar krakkar eru að verða bókaormar að þeir fái efni úr ýmsum áttum, allt frá fant- asíum og spennusögum til raun- sæissagna með gaman og drama í bland. „Sagan um dularfulla símahvarfið varð til í samvinnu okkar mæðgna í fyrrahaust,“ segir Brynhildur og vísar þar til Önnu Kristínar Þór- oddsdóttur sem er fædd 2009 og þar með yngst þriggja barna Brynhild- ar, en þau eru á aldrinum 10 til 15 ára. „Þá var hún níu ára og kom til mín og sagðist ekki fá nóg af skemmtilegum og dularfullum bók- um sem fela í sér einhverja ráðgátu. Hún pantaði því hjá mér bók og lagði á ráðin um innihaldið með mér,“ segir Brynhildur og rifjar upp að þær mæðgur hafi farið í göngu- túr um Akureyri til að fá innblástur. Ég vil ekki kjafta of miklu „Við fengum okkur langan göngu- túr og þá var ýmislegt sem datt í kollinn á okkur. Við fengum okkur ís í Brynju, sáum máva á flugi og tókum myndir á síma. Smám saman teiknaðist upp mynd af söguþræð- inum og ljóst að það yrðu einhver vandræði með farsíma sem hverfa og einnig ljóst að mávar kæmu eitt- hvað við sögu,“ segir Brynhildur dularfullt og vill lítið meira gefa upp um söguþráðinn. „Enda vil ég ekki kjafta of miklu!“ Brynhildur segir farsíma spennandi í huga ungra les- enda og því hafi hún ekki viljað skrifa bók þar sem farsímar væru fordæmdir. „Í sögunni koma sím- arnir að heilmiklu gagni. Þetta er því saga sem talar beint inn í sam- tímann,“ segir Brynhildur. Elín Elísabet myndlýsir bókina og því liggur beint við að spyrja Brynhildi út í valið á samstarfskonu. „Ég er með svo gott bókaráð hér á heimilinu. Við fengum ýmsar til- lögur að myndhöfundum frá Bóka- beitunni og ég lét það alfarið í hend- urnar á krökkunum mínum að skoða myndir á síðum höfundanna og velja. Þau voru einhuga í vali sínu á Elínu Elísabetu og ég er mjög ánægð með myndirnar hennar.“ Morgunblaðið/Hari Samvinna mæðgna  Brynhildur Þórarinsdóttir sendir frá sér spennandi bók sem kjörin er fyrir unga lesendur sem eru að æfa sig í lestri Samtímasaga „Í sögunni koma símarnir að heilmiklu gagni. Þetta er því saga sem talar beint inn í samtímann,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – ICQC 2020-2022 Hringorm Eitt verka Odee á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.