Morgunblaðið - 28.03.2020, Qupperneq 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Bubbi Morthens er að nálgasteinhvers konar topp hvaðumfjöllun og áhuga okkar
Íslendinga á honum varðar. Og
hefur hann þó verið í fjölmiðlalegri
eldlínu allan sinn feril. Eftir að
hafa átt níunda áratuginn með húð
og hári, tekið svo örlitla dýfu um
miðjan tíunda áratuginn (ca. árin
1995-2000) fór þessi eilífðarsól,
sem hann og við erum að baða okk-
ur í nú, að rísa. Hægt en örugg-
lega.
Platan Nýbúinn (2001) bar
með sér endurnýjaða orku, endur-
nýjaðan tilgang, eitthvað sem hann
hefur keyrt á síðan. Það er enginn
„off“ takki á Bubba Morthens.
Undanfarin tuttugu ár hefur okkar
maður reynt sig við ýmsa stíla og
blæbrigði, unnið með sér yngra
fólki og smátt og smátt hefur hann
orðið að lifandi goðsögn sem hefur
mun meira vægi í raun en sá Bubbi
sem var heimsfrægur á Íslandi á
níunda áratugnum. Það er því ekki
að undra að Borgarleikhúsið hafi
ákveðið að setja upp söngleik,
byggða á ævi og ferli þessa manns.
Sýningin þarf eins og er að bíða
vírusfaraldur af sér en þangað til
hefur Borgarleikhúsið brugðist við
eins og hægt er og m.a. er Bubbi að
halda reglulega veftónleika.
Stundum er sagt að íslenskan
þjóðarpúls megi finna í þessum
listamanni. Hann sé eins og lýsi,
vatnið eða fjöllin, eins íslenskur og
Bubbi, Bubbi, Bubbi…
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
það gerist. Þetta er rétt að vissu
leyti. Í honum, textum hans og at-
gervi (dugnaðurinn t.d.) má finna
svo margt sem Íslendingar finna
sig í. En á sama tíma er hann
ósnertanlegur. Þetta er í raun eini
íslenski tónlistarmaðurinn nústarf-
andi sem hefur stöðu algerrar stór-
stjörnu, er dýrkaður og dáður sem
slíkur. Björk er annað dæmi, en í
raun er það ekki sambærilegt.
Mér var falið það verkefni að
fjalla um feril og tónlist Bubba fyr-
ir Endurmenntun á dögunum.
Fyrirlesturinn tengdist inn í nám-
skeið sem var keyrt vegna áður-
nefndrar sýningar. Ég kenndi í
tvisvar sinnum fjörutíu mínútur,
rakti feril hans sögulega og reyndi
um leið að rýna aðeins í persónu-
leikann sem hann hefur að geyma.
Spilaði lög, sýndi myndir og spjall-
aði. Það sem við blasti er ég gekk
inn í stofuna kom mér þó hressi-
lega á óvart. Ég átti von á tíu til
fimmtán karlmönnum á sextugs- og
sjötugsaldri sem væru iðandi í
skinninu yfir tækifærinu til að gata
strákinn sem var ekki nema sex
ára þegar Bubbi ruddist inn á svið-
ið á sínum tíma.
En svo var aldeilis ekki. Af
þeim þrjátíu manns sem voru
mættir voru tuttugu og fimm kon-
ur á öllum aldri. Og þær sem eru
samtíða Bubba voru hreinlega með
blik í auga þegar myndir af goðinu
tóku að birtast á skjánum. Allt í
einu varð mér ljóst eitthvað sem ég
hafði hálfpartinn gleymt. Maðurinn
er auðvitað kyntákn líka! Þessir
tveir tímar í Dunhaganum urðu því
hinir ánægjulegustu. Ég fann mig í
miðjum hópi eldheitra aðdáenda
sem spjölluðu sín á milli um hvort
þeir væru ekki örugglega búnir að
kaupa miða á hina og þessa tón-
leika á milli þess sem þeir fóru
utanbókar með textana við þau lög
sem leikin voru, hummandi þá með
lygnd aftur augun og í mikilli inn-
lifun. Já, Bubbi er alger risi hér á
landi og ég efast um að við munum
nokkru sinni sjá hans líka aftur.
Og hann bíður faraldurinn af
sér eins og hetja, með kærleikann
að vopni eins og honum hefur verið
lagið að undanförnu. Enda er hann
með níu líf.
»En á sama tíma erhann ósnertanlegur.
Þetta er í raun eini ís-
lenski tónlistarmaður-
inn nústarfandi sem hef-
ur stöðu algerrar stór-
stjörnu, er dýrkaður og
dáður sem slíkur.
Er pláss fyrir enn eina
greinina um Bubba
Morthens? Er þörf á
því að tala um þennan
mann meira, rýna
dýpra í hann, velta yfir
honum vöngum, rétt
einu sinni? Greinilega.
Kærleikur Bubbi bíður far-
aldurinn af sér eins og hetja,
með kærleikann að vopni. Hér
má sjá Bubba á fyrstu tón-
leikum sínum í Borgarleikhús-
inu í samkomubanninu.
Helgi Björnsson og Reiðmenn vind-
anna buðu á laugardagskvöldið var
gestum heim í stofu á tónleika, fyrir
tilstilli Sjónvarps Símans, K100 og
Mbl.is. Viðtökur voru að sögn hús-
ráðenda og forsvarsmanna miðl-
anna framúrskarandi og það mátti
líka sjá á lofsamlegum ummælum á
samfélagsmiðlum. Í dagskránni
„Heima hjá Helga“ fluttu Helgi og
Reiðmennirnir valdar dægur-
perlur. Gestur þeirra var söng-
konan Salka Sól og þá las Vilborg
Halldórsdóttir upp ljóð sem átti vel
við stund, stað og ástæðu stofu-
tónleikanna, eða samkomubannið.
Ný hyggst Helgi endurtaka leik-
inn í samstarfi við Sjónvarp Símans,
K100 og Mbl.is í kvöld, laugardag,
og hefst streymi heiman úr stofu
hjá honum klukkan 20.
„Ég hef fengið afskaplega góð
viðbrögð við tónleikunum og ég er
afskaplega þakklátur fyrir það,“ er
haft eftir Helga. „Maður fyllist auð-
mýkt og eftir að hafa fengið ítrek-
aðar óskir um að endurtaka leikinn
þá gat ég ekki annað en samþykkt
það. Enda alveg óbókaður…“
Helgi Björns endurtekur leikinn í beinni
Vinsælt Frá útsendingunni úr stofunni hjá
Helga Björnssyni á laugardaginn var.
Um þessar
mundir er öld lið-
in frá frumsýn-
ingu hinnar
kunnu kvik-
myndar Sögu
Borgarættar-
innar, sem gerð
var eftir rómaðri
skáldsögu Gunn-
ars Gunnars-
sonar og markaði upphaf kvik-
myndagerðar á Íslandi. Kvik-
myndasafn Íslands hefur látið
skanna og endurvinna allt það efni
á filmum sem til er með myndinni
og látið endurgera hana í háskerpu
með nýjustu tækni. Þá hefur Þórð-
ur Magnússon tónskáld samið tón-
list við myndina sem til stóð að
frumflytja á hátíðarsýningum í
Hofi á Akureyri og Eldborg í Hörpu
3. og 10. maí næstkomandi.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
undir stjórn Petri Sakari ætlaði að
flytja tónlist Þórðar á sýningunum.
Vegna COVID-19 hefur þessum
sýningum nú verið frestað fram til
næsta árs. Þær verða í Hofi 14.
mars og Eldborg 15. mars 2021.
Tónleikasýningum á Borgarætt frestað
Þórður Magnússon
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu