Morgunblaðið - 03.04.2020, Page 1

Morgunblaðið - 03.04.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 3. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  80. tölublað  108. árgangur  GEFA 100 BRAUÐ Í TIL- EFNI DAGSINS HEIMAGERÐ PÁSKAEGG SLÁ ALLTAF Í GEGN PÁSKAR 16 SÍÐURSANDHOLTSBAKARÍ 10 Guðni Einarsson Þórunn Kristjánsdóttir Kerti loguðu víða í Hveragerði í gær- kvöld í minningu hjóna úr bænum sem bæði létust af völdum kórónu- veirunnar. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í gær. „Það er gríðarlegur samhugur og sorg í bænum,“ sagði Aldís Hafsteins- dóttir bæjarstjóri. „Þetta er fólk sem hefur búið hér lengi og á stóra fjöl- skyldu, systkini, börn og barnabörn. Mann grunaði ekki að þetta gæti gerst svona.“ Íbúar í Hveragerði tóku sig saman um að kveikja á kertum í görðum klukkan 20 í gærkvöld og minnast hjónanna um leið og þeir sendu inni- legar samúðarkveðjur til ástvina þeirra. „Kertaljós loga víða í görðum bæjarbúa,“ sagði Aldís. Innileg samúðarkveðja frá bæjar- ráði Hveragerðis fyrir hönd bæjar- stjórnar til þeirra sem nú eiga um sárt að binda var birt á heimasíðu bæjarins. „Stórt skarð hefur verið höggvið í samfélagið hér í Hveragerði vegna yfirstandandi faraldurs Covid-19 og sorg ríkir í bænum okk- ar,“ sagði í kveðjunni. Fjögur hafa látist hér á landi af völdum kórónuveirusjúkdómsins. Til- kynnt var um andlát tveggja þeirra í gær. Ekkert barn af þeim 133 sem hafa greinst með sjúkdóminn sem kórónu- veiran veldur hefur veikst alvarlega. Þetta segir Valtýr Stefán Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barna- spítala Hringsins. Af þessum 133 börnum eru flest eldri en 10 ára eða 83, 50 eru yngri en 10 ára og af þeim eru sex yngri en ársgömul. Ekki hef- ur þurft að leggja neitt barnanna inn nema dreng á Akureyri. Fjögur dáin vegna kórónuveiru  Tvö andlát tilkynnt í gær  Hvergerðingar syrgja hjón sem létust af völdum sjúkdómsins  Kerti loguðu um allan bæinn í gærkvöld  Ekkert barn sem hefur smitast hefur veikst alvarlega MKórónuveiran »2-4, 10-14 Hveragerði Kertaljós loguðu í görðum bæjarbúa í gærkvöldi. Tölvuvæðing Anna Hallgrímsdóttir, 102 ára íbúi á Hulduhlíð á Eskifirði, á nú myndsímtöl við vini sína og ættingja með hjálp spjaldtölvu og þráðlausra heyrnartóla sem hjúkrunarheimilið fékk að gjöf. Ljósmynd/Ragnar Sigurðsson Myndsímtöl létta íbúum hjúkrunarheimila á Eskifirði og Fáskrúðsfirði lífið í heimsóknarbanninu Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Mér finnst mjög gaman að geta talað við fólk,“ sagði Anna Hallgrímsdóttir sem býr á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Hún átti myndsímtal við blaðamann í gegn- um spjaldtölvu í gær. Íbúar Hulduhlíðar og Uppsala á Fáskrúðs- firði geta nú rætt við vini og ættingja og séð þá í mynd. Það léttir þeim lífið í heimsóknarbanninu. „Ég fæ mörg sím- töl og er búin að fá mörg í dag, norðan af Ak- ureyri og héðan og þaðan,“ sagði Anna. Hún fæddist 7. ágúst 1917 og verður því 103 ára í sumar. Anna var á öðru ári þegar spánska veikin gekk árið 1918. Hún sagði að mikið hefði verið talað um þá slæmu sótt í hennar ungdæmi. En finnst henni kórónuveirusóttin sem nú geisar eitthvað jafnast á við það sem fólk sagði um spánsku veikina? „Ég er nú kannski ekki manneskjan til að segja til um það, en ég gæti trúað því að þetta væri ekki ósvipað eftir því sem ég heyrði,“ sagði Anna. En hvað gerir hún fleira en að tala við fólk í tölvunni? Mælir eindregið með því að taka lýsi „Bara ekki neitt nema að hugsa um lífið eins og það er. Meira gerir maður nú ekki þegar maður er orðinn svona fullorðinn,“ sagði Anna. Hverju þakkar hún góða heilsu og það hvað hún ber aldurinn vel? „Það er eins og ég hef sagt áður; ég hef alltaf tekið inn lýsi og ég mæli eindregið með því,“ sagði Anna. Það voru Eskja á Eskifirði og Loðnu- vinnslan á Fáskrúðsfirði sem gáfu fjórar spjaldtölvur á hvort heimilanna, Hulduhlíð og Uppsali. Þar búa samtals 40 manns. Krossavík á Reyðarfirði gaf þráðlaus heyrn- artól til að nota með spjaldtölvunum. „Gaman að geta talað við fólk“  Er 102 ára og notar spjaldtölvu í samtöl  Tímabundin skerðing mótfram- lags atvinnurekenda til lífeyris- sjóða myndi leiða til 772 króna skerðingar á lífeyristekjum fólks á meðaltekjum á mánuði, eftir 30 ár, að gefnum vissum forsendum, sam- kvæmt útreikningum hagdeildar ASÍ. Ef ekkert yrði gert og það leiddi til þess að kaupmáttur minnkaði um 1% myndi það leiða til 4.300 króna tekjuskerðingar á mánuði. Skilningur virðist hafa verið fyr- ir því innan samninganefndar Al- þýðusambands Íslands og mið- stjórnar að vandi atvinnulífsins er mikill og hann bitnar á launafólki. Eigi að síður var báðum þeim til- lögum sem upp komu um að draga tímabundið úr launakostnaði fyrir- tækja hafnað. »9 Lífeyrir myndi skerðast um 772 kr. Við Tjörnina Lífeyrir skerðist í framtíðinni ef mótframlag lækkar.  Búast má við að versnandi horfur í efna- hagsmálum muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Þetta segir Hörð- ur Arnarson, for- stjóri fyrir- tækisins, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir Landsvirkjun gera það sem mögulegt er til að tryggja sam- keppnishæfni viðskiptavina sinna. Enn standi m.a. yfir viðræður við Rio Tinto sem kvartað hefur undan of háu raforkuverði. »12 Landsvirkjun veitir rýmri gjaldfresti Hörður Arnarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.