Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 8
Með þeirri fram- kvæmd verður allur hringurinn í kringum Þingvallavatn orðinn malbikaður. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps Við fengum mjög marga nýja gesti í sumar. Menn virtust vera að fara hringinn í kring um landið til þess að spila á golfvöllunum. Adolf Guðmunds- son, formaður Golfklúbbs Seyðisfjarðar GARÐABÆR Bygging nýrrar reið- skemmu hestafélagsins Sóta í Gesthúsafjöru á Álftanesi hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og þess krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar. Eru það íbúar í fjölbýlis- húsi við Asparholt sem lögðu fram kæruna. Í bréfi sem sent var til nefndar- innar segja íbúarnir að fram- kvæmdirnar hafi verið illa kynntar og teikningarnar sem fólk fékk inn um bréfalúguna í engri líkingu við raunveruleikann. En reiðskemman er nú langt komin og aðeins á eftir að klæða hana að utan og ganga frá innanhúss. Segja kærendur skemmuna vera sjónmengun og að stór hluti af sjáv- arútsýninu glatist. Er þar sérstak- lega nefnt að Snæfellsjökull muni hverfa sýnum. Þetta sé ekki aðeins tilfinningalegur skaði heldur muni fasteignaverð rýrna. Jörundur Jökulsson, formaður hestamannafélagsins, segir að öll kynning hafi farið fram samkvæmt hefðbundnum hætti. Gerir hann ráð fyrir því að skemman geti verið tilbúin til notkunar í kringum ára- Reiðskemma hindrar jöklasýn Íbúar við Asparholt á Álftanesi hafa kært byggingu reiðskemmu hestafélagsins Sóta í Gesthúsafjöru og segja hana skemma útsýnið. Formaður Sóta segir kynningu hússins samkvæmt hefðbundnum hætti. Formaður hestafélagsins Sóta segir kynninguna hafa verið samkvæmt kúnstarinnar reglum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI mótin. „Við gerðum teikningar af þessu sem voru bornar í hús þarna allt um kring,“ segir Jörundur. Tillaga að reiðskemmu kom fram í marsmánuði árið 2018. Tvær athugasemdir bárust varðandi skemmuna eftir grenndarkynn- ingu. Laut önnur þeirra að hæð skemmunnar, en taldi starfsfólk tækni- og umhverfissviðs ekki skynsamlegt að lækka bygginguna vegna vatnsstöðu svæðisins. Hin snerist um litaval og var gert það skilyrði að jarðarlitir yrðu valdir. Byggingin er 800 fermetrar að stærð og kostnaðurinn áætlaður 45 milljónir króna. Þar af greiðir Garðabær 40 milljónir og Sóti 5 milljónir. Gunnar Einarsson bæjar- stjóri tók fyrstu skóf lustunguna þann 5. nóvember á síðasta ári. Spurður hvort byggingin hafi tekið einhverjum breytingum í ferlinu segir Jörundur svo ekki vera. Alltaf hafi legið fyrir hvernig bygg- ingin ætti að vera. – khg SAMGÖNGUR Sveitarstjórn Gríms- ness- og Grafningshrepps vill að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Grafningsveg. „Á sama tíma og sveitarstjórn þakkar fyrir að nánast allur Grafn- ingsvegur hafi verið malbikaður, skorar hún á Vegagerðina að klára þá 1.200 metra sem eftir eru af Grafningsveginum niður að Ýru- fossi en með þeirri framkvæmd verður allur hringurinn í kringum Þingvallavatn orðinn malbikaður,“ bendir sveitarstjórnin á. – gar Loki hring um Þingvallavatn Í Grafningi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SKIPULAGSMÁL „Þetta tekur af okkur nokkrar holur,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður Golf- klúbbs Seyðisfjarðar, um ósk Vega- gerðarinnar um vegstæði að munna væntanlegra Fjarðarheiðarganga. Samkvæmt ósk Vegagerðinnnar yrði vegurinn frá gangamunnan um að Seyðisfirði talsvert ofar í landinu en nú er, til að ná ásættanlegum halla út frá öryggissjónarmiðum. Veg urinn myndi þá skera golfvöll heimamanna á Hagavöllum ofan- verðan. Vegna málsins gekk Adolf við ann an mann á fund bæjarráðs á mið vikudag til að fara yfir stöðu máls ins og framhald þess. „Við höfum verið í viðræðum við bæinn og eins erum við að fara í viðræður við Vegagerðina til þess að sjá hvort við náum ásættanlegri niðurstöðu varðandi færslu á vellinum,“ segir hann og útskýrir að golfvöllurinn sé aðeins níu holu og því nóg pláss til að færa hann. Adolf segir golfvallahönnuð hafa verið golfklúbbnum til aðstoðar og að miðað við þær hugmyndir sem séu á borðinu yrði völlurinn áfr am á svipuðum stað. „Það þarf að víxla brautum, byggja upp og færa til,“ útskýrir hann. Klúbburinn sé með lóðarleigusamning við bæinn, en til þess að færi megi völlinn þurfi að semja við annan lóðarleiguhafa sem tekið hafi jákvætt í það. Allt þurfi þó að fara gegnum bæjaryfir- völd sem landeiganda. Aðspurður segir Adolf Haga- völl hafa verið afar mikið notaðan í sumar og að hann sé í mjög góðu ástandi. „Við fengum mjög marga nýja gesti í sumar. Menn virtust vera að fara hringinn í kring um landið til þess að spila á golfvöll- unum.“ – gar Vegstæði að gangamunna sker golfvöll Seyðfirðinga Væntanlegur vegur frá Fjarðarheiðargöngum mun skera ofan af Hagavelli. Samfélagsstyrkir Landsbankans Landsbankinn veitir 15 milljónir króna í samfélagsstyrki árið 2020. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 25. september næstkomandi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með föstudeginum 25. september 2020. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á lbn.is/samfelagsstyrkur. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni á vegum mannúðar- samtaka og góðgerðarfélaga  Verkefni á sviði menningar og lista  Menntamál, rannsóknir og vísindi  Forvarna- og æskulýðsstarf  Umhverfismál og náttúruvernd Veittir eru styrkir í þremur þrepum:  1.000.000 kr.  500.000 kr.  250.000 kr. 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.