Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 46
Aðstoðarmanneskja
tannlæknis
Tannlæknastofa í 108 Reykjavík óskar eftir starfskrafti í
afleysingastarf með möguleika á framtíðarstarfi.
Um er að ræða 100% starfshlutfall.
Æskilegt er að hafa reynslu eða menntun á heilbrigðis-
sviði og vera framfærin í mannlegum samskiptum.
Umsóknir sendast á gazoega@live.com fyrir 15. september.
gardabaer.is
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns,
eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef
Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
Flataskóli
• Sviðslistakennari
Leikskólinn Lundaból
• Leikskólakennari
Krókamýri – heimili fatlaðs fólks
• Starfsmaður
STÖRF HJÁ
GARÐABÆ
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Sjálfsbjörg landssamband
hreyfihamlaðra óskar að ráða
framkvæmdastjóra.
Nánari upplýsingar um starfið má lesa
á www.hagvangur.is. Upplýsingar veita
Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is
og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk.
Óskum eftir smið eða laghentum manni
á verkstæði okkar.
Þarf að vera röskur og geta unnið sjálfstætt.
Um fjölbreytt og nákvæm vinnubrögð er að ræða.
Umsóknir sendist á netfangið jon@fast.is
Tryggingastofnun
Hlíðasmára 11 | 201 Kópavogur
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mat, greining og úrvinnsla umsókna um endurhæfingarlífeyri.
- Samvinna í teymi fyrir mat á örorku, endurhæfingu og umönnunarþörf barna.
- Ráðgjöf, þjónusta og upplýsingamiðlun til viðskiptavina og samstarfsaðila.
- Þróun vinnuferla og rafrænnar þjónustu.
- Skráning og meðhöndlun tölfræðiupplýsinga.
- Önnur sérhæfð verkefni.
Hæfnikröfur
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. hjúkrunarfræði, iðjuþjálfunar,
sjúkraþjálfunar og félagsráðgjafar.
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Krafa um klíníska reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu, t.d. á sviði endurhæfingar,
geðverndar eða heilsugæslu.
- Mjög góð hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna.
- Þekking á flokkunarkerfum og matskvörðum í velferðar- og heilbrigðisþjónustu.
- Mjög gott vald á rituðu íslensku máli.
- Mjög góð samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði.
Sótt er um starfið á www.starfatorg.is.
Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2020
Nánari upplýsingar um starfið veita Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri réttindasviðs
og Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri í síma 560 4400.
P
ip
a
r\
TB
W
A
SÉRFRÆÐISTARF
á sviði endurhæfingar og lífeyrismála
Hefur þú brennandi áhuga á velferðar- og heilbrigðismálum?
Laust er til umsóknar starf sérfræðings á réttindasviði Tryggingastofnunar. Um er að ræða
spennandi og krefjandi sérfræðistarf í matshópi á sviði endurhæfingar og lífeyrismála.
Starfið byggir á frumkvæði og miklu og þéttu samstarfi í breiðum hópi sérfræðinga.
Um er að ræða 100% starf og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og
efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.