Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 34
Í mínum huga hefur aldrei komið upp efi. Það er bara Mikael sem á hjarta mitt. Hann hefur
alltaf verið sá eini og ég hef aldrei
verið skotin í öðrum. Hann er svo
yndislegur, aðlaðandi og skemmti-
legur, gerir mig endalaust glaða og
kemur mér alltaf til að hlæja. Það
er enginn betri en Mikael og ég fæ
aldrei leiða á honum. Þetta er ein-
læg og sönn ást,“ segir Iðunn Lilja
Sveinsdóttir, sem gafst æskuást-
inni sinni, Mikael Snæ Gíslasyni, í
Sauðárkrókskirkju fyrir viku.
Þau Iðunn Lilja og Mikael Snær
bjuggu beint á móti hvort öðru í
sömu götu á Sauðárkróki frá því
þau voru á fjórða árinu.
„Við vorum í sitthvorum leik-
skólanum en lékum okkur saman
í götunni heima og mér fannst
hann alltaf svo skemmtilegur. Á
fyrsta deginum í sex ára bekk í
Árskóla ákvað ég svo að við yrðum
kærustupar og það hefur haldist
allar götur síðan,“ segir Iðunn Lilja,
yfir sig hamingjusöm.
„Ég hreinlega get ekki hætt að
hugsa um yndislegan brúðkaups-
daginn og skoða myndirnar.
Þetta var besti dagur lífs míns.
Loksins erum við hjón og höfum
undanfarna hveitibrauðsdaga ekki
getað hætt að kalla hvort annað
eiginmann og eiginkonu; að segja
maðurinn minn og konan mín
með réttu,“ segir Iðunn Lilja.
Draumadísin eina
Mikael Snær hugsaði ekki mikið út
í alvöruna þegar hann samþykkti
að þau Iðunn yrðu kærustupar
fyrsta skóladaginn í Árskóla.
„Mér fannst þetta bara skemmti-
leg hugmynd, en man að ég vildi
ólmur verða kærasti Iðunnar Lilju.
Þegar við urðum unglingar tók
sambandið á sig alvarlegri blæ þótt
við vissum ekkert hvað við værum
að pæla, né að það þyrfti vinnu í
að viðhalda ástarsambandi. Allt
kostaði það alls kyns tilfinninga-
rót en þá hjálpaði hvað við vorum
góðir vinir. Við fundum sterkt að á
milli okkar var ekki eingöngu sak-
laus vinátta heldur raunveruleg ást
á hvort öðru,“ útskýrir Mikael.
Hann veit upp á hár hvers vegna
hann elskar Iðunni Lilju.
„Mér finnst hún skemmtileg,
fyndin og falleg. Hún er hjartahlý,
ofurlítið feimin og það er mjög
gaman að vera í kringum hana.
Það er sannur heiður að þekkja
Iðunni Lilju og komast að því í
alvöru hver hún er. Það er alltaf
meira og meira að elska. Hún er
draumadísin mín og ég þurfti ekki
að leita lengra.“
Ástarjátningar í 8. bekk
Iðunn Lilja segir þau Mikael hafa
áttað sig á því í 6. bekk að tilfinn-
ingar þeirra til hvors annars væru
ósviknar.
„Þá fór ég í tveggja vikna utan-
landsferð og þegar ég kom til
baka fundum við hversu heitt við
söknuðum hvors annars. Því varð
fljótt mikil alvara í unglingasam-
bandinu og við urðum enn vissari
í okkar sök. Í 8. bekk bættust við
einlægar ástarjátningar og það var
stórt skref að segjast elska hvort
annað,“ segir Iðunn Lilja, sem flutti
í burtu frá Sauðárkróki í 7. bekk
og ekki aftur norður fyrr en eftir
útskrift frá listnámsbraut Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti.
„Allan tímann vorum við samt
par, héldum miklu sambandi og
hittumst eins oft og við gátum.
Það var auðvitað erfitt að geta
ekki verið saman hvern dag þegar
Iðunn Lilja bjó á Akureyri eða fyrir
sunnan, en sambandið var aldrei
í hættu, þótt sem unglingur hafi
maður stundum gert of mikið úr
litlu tilefni,“ segir Mikael.
„Á unglingsárunum vildi pabbi
líka passa upp á stelpuna sína og
Mikael fékk að vita að hann mætti
ekki særa mig eða fara illa með
mig. Mikael er ekki þannig gerður;
hann fékk gott uppeldi hjá móður
sinni og reyndist þess verðugur
að eiga mig,“ segir Iðunn Lilja og
brosir að minningunni.
Fyrsta bónorðið í Kringlunni
Tilhugalíf brúðhjónanna ungu,
sem nú eru 22 ára, hefur staðið yfir
í sextán ár.
„Við vissum alltaf að við yrðum
hjón og vildum eiga ævina saman,“
segir Iðunn Lilja. „Því var óþarfi að
bera fram bónorð en Mikael bað
mín nú samt í tvígang, þegar við
vorum sautján ára og nítján ára.“
Mikael tekur við:
„Fyrsta bónorðið átti sér stað
þegar við vorum í Kringlunni. Þá
varð mér litið inn í hringabúð og
hugsaði með mér að ég vildi biðja
Iðunnar Lilju. Þetta var um sumar,
ég nýbúinn að fá útborgað og tilbú-
inn að kaupa handa henni dálítið
dýran hring. Þegar ég kom út úr
búðinni spurði Iðunn mig hvað ég
hefði verið að gera þar inni. Ég fór
með það sama niður á annað hnéð,
í eina sekúndu því við erum bæði
feimin og mér fannst það aðeins of
neyðarlegt í miðri Kringlunni, en
ég rétti fram hringinn og spurði
hvort hún vildi ekki einhvern
tímann verða konan mín. Iðunn
Lilja svaraði strax játandi og þessu
fylgdi hvorki stress né óvissa hjá
mér, því svarið lá fyrir. Við vorum
bara sautján ára, yfir okkur ást-
fangin, og ekkert lá á ef hún bara
vildi einhvern daginn verða mín,“
segir Mikael, sællar minningar.
Seinna bónorðið fékk Iðunn
Lilja þegar Mikael kom heim úr
útskriftarferð með Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra.
„Þá hafði hann keypt fallegan
hring með mánaðarsteininum
mínum úti og bað mig að giftast
sér í herberginu mínu, sem var
allt í drasli. Fyrir mér var það afar
rómantískt og ég sagði vitaskuld
strax já,“ segir Iðunn Lilja sæl.
Fara aldrei ósátt að sofa
Brúðkaupsdagurinn var 29. ágúst.
„Við völdum 29. ágúst því það
er dagurinn sem Mikael bað mín
fyrst. Það er líka brúðkaupsdagur
langömmu minnar og langafa. Ég
heiti eftir langömmu, en þegar
hún dó lét langafi pabba minn fá
giftingarhringinn hennar með
þeim orðum að ég ætti að bera
hann þegar ég gifti mig,“ upplýsir
Iðunn Lilja af væntumþykju.
Þau Mikael ákváðu að efna til
gleðistundar og gera alvöru úr
brúðkaupinu í sumar, þar sem árið
væri búið að vera óvenjuleiðinlegt
og erfitt vegna heimsfaraldursins.
„Við skipuðum brúðkaupsgest-
unum á annan hvern kirkjubekk
til að tryggja tveggja metra regl-
una, en brúðkaupsveislan bíður
betri tíma þegar bóluefni verður
komið eða veiran hverfur. Fólkið
hans Mikaels fékk tertu og drakk
með okkur kaffi eftir athöfnina
og um kvöldið snæddum við
kvöldverð með fólkinu mínu sem
kom að sunnan,“ segir Iðunn Lilja,
sem klæddist dýrindis brúðar-
kjól í bleikum tón sem hún fann í
versluninni Loforði í Hafnarfirði.
„Brúðkaupsdagurinn var mjög
skemmtilegur og það er mjög góð
tilfinning að vera orðin hjón,“ segir
Mikael. „Því fylgir meiri dýpt og
þótt maður hafi oft sagt það áður,
að við yrðum saman að eilífu, þá
er allt önnur upplifun að gifta sig
og staðfesta þá áætlun lífsins með
heilögu hjónabandi,“ segir Mikael.
Iðunn Lilja tekur undir orð
eiginmanns síns.
„Okkar daglega líf hefur kannski
lítið breyst en mér finnst samband
okkar nú innihalda enn meiri
ást og umhyggju, sem og mikla
vellíðan og sælu. Því fylgir líka
öryggi og traust að vera komin á
þennan stað, að hafa ákveðið að
vera saman um aldur og ævi. Við
erum mjög góðir vinir og þótt við
verðum stöku sinnum ósátt, eins
og á við um flesta, höfum við sett
okkur eina reglu sem við hvikum
ekki frá, og það er að leggjast
aldrei til hvílu að kvöldi ósátt við
hvort annað. Við berum líka mikla
virðingu fyrir hvort öðru sem er
mikilvægt veganesti í hjónabandi.“
Voru að vísu marggift fyrir
Brúðkaupsferðin bíður þar til hægt
verður að ferðast áhyggjulaust um
heiminn á ný.
„Okkur langar í brúðkaupsferð
til Nýja-Sjálands. Það er drauma-
staður okkar beggja því þar voru
uppáhaldsbíómyndir okkar hjóna
teknar upp, Lord of the Rings. Við
erum samstíga og einhuga par,
en andstæður þegar kemur að
áhugamálum að öðru leyti, Mikael
er vísindamaður og ég myndlistar-
maður,“ segir Iðunn Lilja, sem hefur
áframhaldandi myndlistarnám í
næstu viku á meðan Mikael lærir
líftækni við Háskólann á Akureyri.
Þau eiga margar rómantískar
minningar eftir langa samfylgd.
„Við erum til dæmis marggift,“
segir Mikael. „Minn besti vinur,
sem var svaramaður í brúð-
kaupinu, stundaði að gefa okkur
saman í gegnum æskuárin þegar
við Iðunn báðum hann að gifta
okkur æ ofan í æ. Þá fór hann í
skikkju, sagði nokkur vel valin orð
og gifti okkur í litlum krúttlegum
athöfnum úti í skógi og víðar,“
segir Mikael og horfir ástleitnum
augum á eiginkonu sína.
„Í dag er ég búinn að vera
eiginmaður í eina viku. Það er
aðeins meira fullorðins en að vera
kærasti. Upp úr stendur sú yndis-
lega tilfinning að vera kvæntur
góðri konu. Framtíðin er svo bara
hús, krakkar og hundur, líklegast á
Akureyri eða heima á Króknum.“
Iðunn Lilja hefur lokaorðið:
„Það er ólýsanlegt að vera orðin
ráðsett frú með sína einu sönnu
ást samferða út lífið. Ég hlakka
mikið til framtíðarinnar og held
að við eigum besta líf í heimi fram
undan, umvafið eldheitri ást og
umhyggju.“
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Fyrsti kossinn sem nýgift hjón var einstakur. MYND/ÍRIS ÖSP SVEINBJÖRNSDÓTTIR
Kærustuparið Iðunn Lilja og Mikael Snær á barnsaldri. MYND/ÚR EINKASAFNI
Framhald af forsíðu ➛
Aðalfundur Heyrnarhjálpar
félags heyrnarskertra á Íslandi
verður haldinn þriðjudaginn 15. september 2020
í Safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 20.00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Önnur mál
Rittúlkur á staðnum og boðið upp á kaffi og meðlæti
Allir velkomnir.
Stjórnin.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R