Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 51
Stjórnarráðsfulltrúi
Forsætisráðuneytið
Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf
stjórnarráðsfulltrúa á skrifstofu yfirstjórnar. Um er að ræða áhugavert
og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á
skipulagningu, frumkvæði og vönduð vinnubrögð.
Skrifstofa yfirstjórnar fer með málefni ríkisstjórnar og ríkisráðs, lög
um Stjórnarráð Íslands, samskipti við Alþingi og forseta Íslands,
alþjóðasamskipti forsætisráðuneytisins, þjóðartákn og orður,
upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla. Þá ber skrifstofan einnig
ábyrgð á skjalasafni ráðuneytisins og málaskrá þess.
Starfssvið
Starfið felst meðal annars í aðkomu að undirbúningi ríkisstjórnarfunda
og ríkisráðsafgreiðslna, öflun upplýsinga og gagna, svörun erinda,
skráningu og frágangi mála í málaskrá ráðuneytisins, þátttöku í
undirbúningi ýmissa viðburða ásamt öðrum almennum skrifstofu- og
ritarastörfum og afleysingum innan ráðuneytisins.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reynsla af sérhæfðum skrifstofu- og ritarastörfum er æskileg
• Sveigjanleiki og færni til að vinna undir álagi
• Góð tölvufærni og þekking á helstu Office365 forritum
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
• Þjónustulund ásamt færni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um. Um launakjör
fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólamenntaðra
starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið í gegnum Starfatorg.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir
hæfniskröfur. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 18. september nk.
Tekið er fram að umsóknir geta gilt í 6 mánuði, sbr. reglur nr. 1000/2019
um auglýsingar lausra starfa. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri
á skrifstofu yfirstjórnar í síma 545 8400.
Við finnum rétta starfsmanninn fyrir þig
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
hagvangur.is
Traust og
fagleg þjónusta