Fréttablaðið - 05.09.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 05.09.2020, Síða 4
Ég held að einstakl- ingar séu ekki að gera einhver ofurkaup með því að vera að fjárfesta í gulli núna. Verðið er hátt og þeir eru að borga virðis- aukaskatt af þessu. Arna Arnardóttir, gullsmiður og for- maður Félags íslenskra gullsmiða ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI Gunnar Gunnlaugsson forstjóri Norðuráls sagði fyrirtækið reiðubúið að ráðast í fjár- festingu fyrir vel á annan tug milljarða, ef það fæst nýr raforku- samningur hjá Landsvirkjun til mögulega allt að tuttugu ára, þar sem kjörin eru sambærileg meðal- verði til stóriðjunnar á síðasta ári. Salvör Nordal umboðsmaður barna gagnrýndi fram- komna tillögu mennta- og menningarmála- ráðuneytisins um breytingar á viðmiðunar- stundaskrá, sem nú er í umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda. Hún segir miður að umrædd fjölgun kennslustunda í íslensku og náttúrufræði verði á kostnað valgreina og svigrúms grunnskóla, sem hafi meðal ann- ars verið nýtt til kennslu í lífsleikni og listgreinum. Virgill Scheving Einarsson landeigandi í Skjaldarkoti og Efri-Brunnastöðum hafnaði því að leyfa sveitarfélag- inu Vogum að leggja hjólreiða- og göngustíg inn á land sitt og framkvæmdin er nú sögð í uppnámi. Hann segist ekkert hafa á móti stígnum sem slíkum, en framkoma sveitarstjórnarinnar gagnvart honum á undanförnum árum sé ástæðan fyrir því að hann leyfi þetta ekki. „Ég var búinn að sam- þykkja þetta en snerist hugur,“ segir Virgill, sem er alinn upp á þessum jörðum og erfði þær fyrir 10 árum. „Ég hugsaði með mér: Nú er tíminn til að hefna mín á þeim.“ Þrjú í fréttum Fjárfestingar, stundaskrár og hjólastígar TÖLUR VIKUNNAR 30.08.2020 TIL 05.09.2020 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. var sagt upp í vikunni. 6 nú- og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara. 1.800 sýni frá árunum 2017 til 2019 hafa verið endurskoðuð af Krabbameinsfélagi Íslands. 83 prósentum fleiri óku undir áhrif- um annarra vímuefna en áfengis fyrstu sjö mánuði ársins en í fyrra. 4 ár eru síðan að hrafninn sem kall- aður er Pabbinn byrjaði að sníkja mat við Borgarpylsur í Skeifunni. VIÐSKIPTI Á þriðjudagskvöldið til- kynnti Costco viðskiptavinum sínum að verslunin væri með 20, 50 og 100 gramma gullstangir til sölu. Sólarhring síðar voru þær allar seldar. Um var að ræða tvær stangir í hverri þyngd. Samkvæmt upplýsingum frá Costco var farið eftir heimsmark- aðsverði á gulli. Fréttablaðið leit- aði upplýsinga um söluverðið og voru um 230.000 krónur settar á 20 gramma gullstöngina, 560.000 krónur á 50 gramma stöngina og 1,19 milljónir á 100 gramma gull- stöngina. Costco gat þó ekki stað- fest að stangirnar hefðu selst á nákvæmlega þessu verði, en starfs- maður verslunarinnar taldi það líklegt. Söluverð gullsins er því um fjórar milljónir í heild. Samkvæmt þessu verði kostar gramm af gulli í Costco um 11.500 krónur en heimsmarkaðsverð á gulli er um 8.600 krónur samkvæmt gengi gærdagsins. Sverrir Einar Eiríksson, sjálfstæð- ur gullkaupmaður hjá Kaupum gull ehf., segir þennan verðmun stafa af því að skekkja sé gullmarkaðinum á Íslandi. „Það sem Costco er að gera er að þeir eru að selja gullið á heims- markaðsverði plús virðisaukaskatt. Ísland er líklegast eina landið í heiminum sem leggur virðisauka- skatt á hreint gull,“ segir Sverrir. „Þegar þú kaupir gull á heimsmark- aðsverði og þarft bæta virðisauka- skatti við, þá er skekkja. Nema þú sért með fyrirtæki og getir nýtt þér virðisaukaskattinn,“ segir Sverrir. Samkvæmt upplýsingum frá Costco er von á fjórum gullstöng- um til viðbótar um miðjan mánuð, tveimur 50 gramma og tveimur 100 gramma. Gullstangirnar sem eru á leið til landsins koma frá öðru vörumerki, en um 24 karata gull er að ræða. Starfsmaður Costco sem Fréttablaðið ræddi við gat ekki gefið upp hvort nýju stangirnar verði auglýstar þegar þær koma til lands- ins, en skrifstofa Costco í Bretlandi ákveður slíkt. Arna Arnardóttir, gullsmiður og formaður Félags íslenskra gull- smiða, segir að fólk sé ekki að gera góð kaup með því að kaupa gull með virðisaukaskatti. „Ég held að einstaklingar séu ekki að gera einhver ofurkaup með því að vera að fjárfesta í gulli núna. Verðið er hátt og þeir eru að borga virðisaukaskatt af þessu,“ segir Arna, sem jafnframt bætir við að enginn gullsmiður sé að versla við Costco. „Enginn gullsmiður hefur verið að kaupa þetta. Við getum náttúru- lega keypt hráefnið ódýrara. Þetta er pínu æði, fólk heyrir að „gull sé að hækka og nú geturðu keypt það í Costco“. Þetta er líklegast almenn- ingur og spákaupmenn sem halda að þeir séu að gera bestu kaupin en það er bara eins og það er,“ segir Arna. Costco tilkynnti viðskiptavinum sínum um gullsöluna í tölvupósti sem bar titilinn „Tilboð í vöruhús- inu hefjast á morgun“. Engin tilboð eru hins vegar nefnd þar sem gull- stangirnar eru kynntar til sölu, en slíkt hefði getað verið varasamt samkvæmt Neytendastofu. „Stofnunin hefur ekki fengið ábendingar um þessa gullsölu og hefur því hvorki skoðað málið né kynnt sér póstinn frá Costco þar sem gullstangirnar eru kynntar. Það sem helst kæmi til álita hjá okkur er það hvort viðskiptavinum væru veittar villandi upplýsingar varðandi verðlagningu. Í því getur bæði falist að verið sé að gefa til kynna að verið sé að fá vöru á betra verði en almennt er, eða að um verð- lækkun sé að ræða án þess að hún sé raunveruleg hjá seljanda,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu. mhj@frettabladid.is Virðisaukaskattur skekkir gullkaup á Íslandsmarkaði Verslunin Costco seldi gull fyrir nærri fjórar milljónir á miðvikudaginn. Söluverð gullsins fór eftir heims­ markaðsverði á gulli, en virðisaukaskattur er lagður á gull á Íslandi, sem gerir kaupverðið hærra. For­ maður Félags íslenskra gullsmiða segir það ekki góða fjárfestingu að kaupa gull með virðisaukaskatti. Auglýsingin sem viðskiptavinir Costco fengu senda. Heimsmarkaðsverð á gulli er um 8.600 krónur. MYND/GETTY 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.