Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 52
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið
bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarf-
semi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo
sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum
starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi
sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ber ábyrgð á uppbyggingu og þróun skrifstofu skila-
valds í samræmi við lög nr. 70/2020 um skilameðferð
lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
• Stýrir og leiðir skrifstofu skilavalds Seðlabanka Íslands.
• Ber ábyrgð á gerð skilaáætlana, undirbúning og
gerð tillagna að ákvörðunum um lágmarkskröfur um
eiginfjárgrunn lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og
yfirferð virðismats.
• Gerir tillögur að ákvörðunum um beitingu skilaúrræða
og skilaheimilda.
• Byggir upp sterka liðsheild sérfræðinga.
• Tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði skilavalds og
ber ábyrgð á samskiptum við og upplýsingagjöf til
alþjóðlegra eftirlitsaðila á því sviði.
Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is og er umsóknarfrestur til og með 15. september
2020. Með umsókn um störfin þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex
mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upp-
lýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veita Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri á sviði fjármálastöðugleika, (haukur.c.benedikts-
son@sedlabanki.is) og Íris Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, (iris.g.ragnarsdottir@sedlabanki.is).
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða öflugan og traustan einstakling í starf forstöðumanns skrifstofu skilavalds á sviði
fjármálastöðugleika. Viðkomandi heyrir beint undir seðlabankastjóra við framkvæmd verkefna skilavalds.
Í kjölfar gildistöku nýrra laga nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja er Seðlabanka Íslands
falið skilavald, þ.e. stjórnsýsluvald, til að grípa til aðgerða og sinna undirbúningi og framkvæmd skilameðferðar lána-
stofnana og verðbréfafyrirtækja. Markmið laganna er að varðveita fjármálastöðugleika og lágmarka neikvæðar af-
leiðingar fjármálaáfalla með því að vernda tryggðar innstæður og fjárfesta eignir viðskiptavina og nauðsynlega starfsemi
fyrirtækja og lágmarka hættu á að veita þurfi fjárframlög úr ríkissjóði. Af því tilefni er sett á fót skrifstofa skilavalds innan
Seðlabankans. Til að tryggja þekkingu og skilvirkni við störf skrifstofunnar er hún staðsett á sviði fjármálastöðugleika,
en skrifstofan er sjálfstæð í þeim störfum sem tengjast verkefnum skilavalds og heyrir í þeim tilvikum undir seðlabanka-
stjóra.
Fjármálastöðugleikasvið er eitt af sjö kjarnasviðum Seðlabanka Íslands. Sviðið fylgist með þróun fjármálakerfisins bæði
hér á landi og erlendis, styrk þess og skilvirkni og áhrifum efnahagslegra þátta á kerfið í heild sinni. Meginviðfangsefni
sviðsins er greining á áhættu í fjármálakerfinu og þátttaka í mótun varúðarreglna fyrir fjármálakerfið. Sviðið tekur einnig
þátt í stefnumótun um uppbyggingu og markmið fjármálakerfisins, mótun varúðartækja og umgjörð fjármálastöðug-
leika á Íslandi.
Forstöðumaður skrifstofu skilavalds
Hæfnikröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Sterkir leiðtogahæfileikar og víðtæk stjórnunarreynsla.
• Víðtæk reynsla og þekking á fjármálakerfinu og fjár-
málamörkuðum.
• Metnaður til að setja á fót og sinna daglegri starfsemi
skrifstofu skilavalds og undirbúningi ákvörðunartöku.
• Yfirgripsmikil greiningarfærni og þekking á efnahags-
reikningi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
• Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu er kostur.
• Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í
ræðu og riti.
• Færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri
teymisvinnu.
• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri
í starfi.
2019 - 2022
Við ráðum
WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS
Stjórnendaleit
Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga
Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu
stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja.
Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga
Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára
löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar
á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið.
Almennar ráðningar á markaði
Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta
áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum
er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu
máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í
viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki
við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið.
Sveigjanleg nálgun
Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun
á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt
ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir
fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf
krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða
starfs tengdar æfingar.
Matstæki
Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta
hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt
sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við
banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem
er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum
mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að
greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður
en ráðning fer fram.
Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn
með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið
OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index)
skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og
staðfærð að íslenskum markaði.
Ráðgjöf við starfslok
Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir
höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að
starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við
ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um
atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs
ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði
varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl.
Ráðum býður upp á ráðgjöf
og ráðningar þjónustu sniðna
að þörfum viðskiptavinarins.
Til hvers að auglýsa ?
Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma
í úrvinnslu innsendra umsókna.
Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að
þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni.
Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar
fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum.
STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031
stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is.
Með starf
fyrir þig
Starfsemi STRÁ ehf. býr að
aldarfjórðungs reynslu og
þekkingu á sviði starfs-
manna- og ráðningarmála
en stofan hefur unnið fyrir
mörg helstu og leiðandi
fyrirtæki landsins um
árabil.
Rík áhersla er lögð á trúnað
varðandi vörslu gagna og
upplýsinga bæði gagnvart
umsækjendum, sem og
vinnuveitendum.
Ánægðir viðskiptavinir til
margra ára hafa notið
þjónustu STRÁ, en stofan
hefur jafnframt umsjón
með ráðningum í sérfræði-
og stjórnunarstöður.
www.stra.is