Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 36
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Það er ekki einungis líkaminn sem Helgi Freyr ræktar af kappi, en hann er hámennt- aður og skartar tilkomumikilli doktorsgráðu. „Ég er eðlisfræðing- ur að mennt, en ég kláraði doktors- gráðu í eðlisfræði á sviði svarthola og tölvueðlisfræði árið 2017. Síðan þá hef ég rekið líkamsræktarstöð- ina Primal Iceland og sérhæft mig í hreyfigetu-þjálfun og því að standa á höndum. Áhugamálin fara um víðan völl en fyrir utan vinnuna (hreyfingu og eðlisfræði) þá eru helstu áhugamál ævintýrabók- menntir, tölvuleikir og nýverið hef ég verið á kafi í þrívíddarprentun.“ Skortur á hreyfigetu stuðlar að stoðkerfisverkjum Helgi Freyr, sem gekk nýverið Fimmvörðuháls berfættur, er í undraverðu formi. Hann stendur á höndum eins og enginn sé morgun- dagurinn, og býr yfir fádæma lið- leika. Það hefur þó ekki alltaf verið tilfellið. „Ég hreyfði mig mjög mikið sem krakki en eftir mikil meiðsl í fótbolta á unglingsárunum gaf ég það algjörlega upp á bátinn og stundaði fátt annað en háskóla- nám og tölvuleikjaspilun til 26 ára aldurs. Upp úr því fór ég aftur að hreyfa mig, en átti mjög erfitt með það vegna stoðkerfisverkja. Í stuttu máli komst ég að því að skert hreyfigeta var að valda þessum verkjum og kviknaði þá áhuginn á þeim fræðum og að miðla því til annarra. Síðan þá hef ég lagt eðlis- fræðiskóna á hilluna og sankað að mér mikilli þekkingu varðandi hreyfigetu.“ Helgi Freyr byrjar alla daga á markvissum hreyfigetuæfingum. „Fyrir utan þessa hefðbundnu hluti í morgunrútínu eins og morgun- mat og annað, þá geng ég úr skugga Liðkun liðamóta jafn mikilvæg og tannburstun Helgi Freyr Rúnarsson fór að stunda hreyfingu af miklum krafti fyrir nokkrum árum og hefur náð undraverðum ár- angri. Helgi leggur áherslu á styrk og liðleika og byrjar því alla daga á að hreyfa öll liðamót í allar mögulegar áttir. Helgi lagði eðlisfræðiskóna á hilluna og kýs heldur að vera berfættur. Helgi byrjar alla daga á að hreyfa og virkja liðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Helgi segir brýnt og fyrirbyggjandi að viðhalda hreyfigetu. um að ég hreyfi öll liðamót í allar mögulegar áttir á morgnana. Ég hef gert einhvers konar útgáfur af því eiginlega frá því að ég byrjaði að hreyfa mig aftur, en tók það fastari tökum á síðasta ári og fer nú skipulega í gegnum hver liðamót fyrir sig og hreyfi þau í stóra hringi og takmarka hreyfingu frá öðrum liðamótum.“ Hann er ekki í nokkrum vafa um ávinning þess að liðka líkamann á hverjum degi. „Fyrir mér er þetta jafn mikilvægt og að bursta tenn- urnar, enda krefst nútímalífsstíll alls ekki fjölbreyttrar hreyfigetu af liðamótunum og verður það oft uppspretta margra stoðkerfis- verkja og kvilla,“ útskýrir Helgi. „Þetta er kallað liðamótahringir með stjórn (eða Controlled Arti- cular Rotations á ensku). Hug- myndin með þeim er að hreyfa hver liðamót fyrir sig í stóra hringi án áhrifa frá öðrum liðamótum en það reynist flestum erfitt til þess að byrja með, því að flestir tengja saman mörg liðamót í hreyfingum.“ Helgi Freyr segir brýnt að við- halda hreyfigetunni, enda sé hún afurð þróunar mannslíkamans yfir margra alda skeið. „Líkaminn okkar þróaðist yfir milljónir ára til þess að geta framkvæmt vissar hreyfingar og ef við notum þær ekki, þá töpum við þeim. Með þessum hringjum göngum við því úr skugga um að við hreyfum liða- mótin okkar eins og þau þróuðust til þess að gera og við höldum þeirri hreyfigetu sem við höfum.“ Ráð að byrja rólega Blaðamaður spyr Helga Frey hvort hann sé líka með kvöldrútínu, sem hann svarar játandi. „Ég í raun renni aftur í gegnum öll liðamótin fyrir svefn, en geri það þá töluvert rólegar en á morgnanna því að þá vil ég frekar róa þau niður fyrir svefninn heldur en að vekja þau á morgnana.“ Eins og margir vita er hægara sagt en gert að tileinka sér nýjar venjur, enda eigum við það til að festast í rútínu í tilheyrandi þæg- indaramma. Helgi Freyr hvetur fólk til að nálgast morgunrútínuna á afslappaðan hátt, þannig séu meiri líkur á að hún taki sér varan- legan sess. „Mér finnst best að setja mér raunhæf markmið og byrja frekar rólega. Morgunrútína sem tekur of langan tíma er mun ólíklegri til þess að vera framkvæmd og þess vegna finnst mér liðamóthring- irnir vera einstaklega sniðugir, enda er hægt að stilla lengdina á þeim eins og maður vill með fjölda hringja sem framkvæmdir eru. Eftir það er oftast auðveldara að byrja og koma sér af stað. Áður en að maður veit af þá verður lítið mál að lengja rútínuna.“ Hvað á að gera um helgina? „Pabbafrí með æskuvinum í sumarbústað.“ Í stuttu máli komst ég að því að skert hreyfigeta var að valda þessum verkjum og kviknaði þá áhuginn á þeim fræðum og að miðla því til annarra. Byrjaðu daginn með Vitamix blandarar eiga sér fáa jafningja. Hraðastillir og prógröm sjá til þess að blandan verði ávallt fullkomin og fersk! 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.