Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 30
MÉR LEIÐ MJÖG VEL Í LEIKNUM OG ÉG NÁÐI ALGJÖRLEGA AÐ LEIÐA ÞAÐ HJÁ MÉR AÐ AND- STÆÐINGARNIR VÆRU GÓÐAR VINKONUR MÍNAR. Þegar Sara Björk Gunn­arsdóttir hóf knatt­spyrnuferil sinn hjá Hau k u m f imm ára gömul óraði hana ekki fyrir að hún myndi um það bil 25 árum síðar leika með sterkasta félagsliði heims og skora lokamarkið í úrslitaleik Meistara­ deildar Evrópu, sem gulltryggði lið­ inu sigurinn í keppni bestu félags­ liða heims. „Ég var bara föst inni í Hauka­ búbbl unni og var ekkert að velta því fyrir mér að það væri möguleiki að ég gæti spilað sem atvinnumaður erlendis seinna meir. Það var ekki algengt að knattspyrnukonur væru að spila utan landsteinanna, þó svo að það væru dæmi eins og systurnar Ásthildur og Þóra B. Helgadætur og svo Margrét Lára Viðarsdóttir seinna meir. Ég leit upp til þessara leikmanna, en það var ekki fyrr en nokkru seinna sem ég áttaði mig á því að þetta væri raunhæfur mögu­ leiki fyrir mig,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Þó svo að það væru fáar að æfa og aðstaðan kannski ekki sú besta á landinu á Ásvöllum, kom það aldrei til greina að skipta um félag þegar ég var í yngri f lokkunum. Pabbi, [Gunnar Svavars son] var að aðstoða við þjálfun hjá félaginu og mamma [Guð rún Val dís Arnar dóttir] var á fullu í sjálf boðaðaliðamennsku við fjáraflanir og annað hjá félag­ inu. Mér leið mjög vel hjá Haukum og ytri aðstæður höfðu ekki áhrif á áhugahvötina hjá mér. Ég var strax með mikinn metnað til þess að bæta mig og svakalega mikið keppnisskap,“ segir Sara Björk enn fremur, um fyrstu ár sín á knatt­ spyrnuferlinum. „Það var svo ekki fyrr en ég var valin í A­landsliðið 17 ára gömul að ég fór að pæla í því hvort ég þyrfti ekki að koma mér í sterkari deild, en Haukar voru þá í næstefstu deild. Breiðablik hafði sýnt mér mikinn áhuga í þó nokkurn tíma og mér leist best á að fara þangað. Ég átti þrjú góð ár hjá Blikum, þar sem aðstaða til æfinga var frábær og ég fékk mikinn möguleika á aukaæf­ ingum. Ég man það svo þegar Harpa Þorsteinsdóttir fór til Charlton að ég fór að skoða það alvarlega að koma mér til Evrópu,“ segir lands­ liðsfyrirliðinn. Setti stefnuna á að vinna Meistaradeildina „Það var svo stórt skref fyrir mig að komast til Rosengård, þar sem sænska deildin er sterk. Ég var mjög spennt að máta mig við sterkari leikmenn og æfa sem atvinnumað­ ur. Þar bætti ég mig mikið og það var frábært skref fyrir mig að geta einbeitt mér að fullu að fótboltan­ um. Það sem kom mér kannski mest á óvart í Malmö var að hið mikla keppnisskap mitt sjokkeraði svo­ lítið nokkra leikmenn Rosengård. Þeim fannst ég leggja of hart að mér á æfingum og taka of fast á þeim á æfingum,“ segir Sara. „Þegar ég var hjá Rosengård setti ég mér það markmið að komast í lið þar sem ég gæti unnið Meistara­ deild Evrópu. Það er því skrýtin til­ finning núna, tæplega áratug síðar, að vera búin að strika yfir það af markmiðalistanum að hafa unnið þá keppni. Ég er hins vegar ekki södd eftir þennan titil og núna veit ég hversu góð tilfinning þetta er og sækist í að upplifa hana aftur. Það var mikið spennufall og ég fann fyrir miklum létti, í bland við inni­ lega gleði, þegar markmiðið var loksins í höfn,“ segir þessi öf lugi miðvallarleikmaður sem átti stór­ an þátt í að tryggja Lyon titilinn í sjöunda skipti í sögu félagsins. „Það var ánægjulegt að ná að aðlagast Lyon bæði innan vallar sem utan eins f ljótt og ég gerði. Ég ákvað það strax að láta til mín taka á æfingum og vera bara ég sjálf. Taka vel á því og láta í mér heyra á æfingum. Utan vallar hef ég svo náð góðum tengslum við leikmenn liðs­ ins. Ég er að keppa við tvo af bestu miðjumönnum heims um sæti í lið­ inu og það var því ekkert sjálfgefið að fá sæti í liðinu í þessum mikil­ vægu leikjum. Það er hins vegar geggjað að hafa fengið að byrja í undanúrslitunum og úrslitaleikn­ um og vera í jafn stóru hlutverki bæði í varnarleiknum og sóknar­ leiknum og raun bar vitni,“ segir þessi metnaðarfulli leikmaður. Átti dýrmæta stund með fjölskyldunni eftir leikinn „Þetta er búið að vera gríðarlegt álag bæði andlega og líkamlega. Bæði það að spila svona marga leiki þar sem allt er undir á skömmum tíma. Svo líka það að vera innilokuð á hóteli með þá pressu bak við eyrað að það séu leikir handan við hornið sem skipta miklu máli. Lyon er lið þar sem krafan er að vinna alla þá titla sem í boði eru og öll lið vilja velta okkur af þeim stalli sem við erum á. Það var svo kúnst fyrir mig, sem hafði nýverið farið frá Wolfs­ burg að útiloka allar þær tilfinn­ ingar sem fylgja því að berjast af öllum krafti við fyrrverandi liðs­ félaga mína,“ segir hún um síðustu vikur hjá sér. „Mér leið mjög vel í leiknum og ég náði algjörlega að leiða það hjá mér að andstæðingarnir væru góðar vinkonur mínar. Vinskapurinn var bara lagður til hliðar um stund og einbeitingin algjör á það að ná að tryggja okkur sigurinn. Það tókst sem betur fer, en eftir leikinn voru blendnar tilfinningar sem ég fann fyrir. Annars vegar sigurvíma og svo vorkenndi ég fyrrverandi liðs­ félögum mínum. Ég hef sjálf verið í þeim sporum að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar og veit því vel hversu erfitt það er að taka því. Fyrst og fremst var ég þó ánægð og stolt með eigin árangur og frammi­ stöðu liðsins,“ segir Sara Björk. „Það var leiðinlegt að fjölskyldan, sem ég er mjög náin og fylgist afar vel með framgangi mínum í knatt­ spyrnunni, hafi ekki getað verið á vellinum. Mamma og pabbi voru búin að kaupa sér miða á bikar­ úrslitaleikinn sem ég átti að spila með Wolfsburg í Köln. Það fór eins og það fór og þau voru líka búin að kaupa sér miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem átti að vera spilaður í Vín, löngu áður en ég var búin að tryggja mér sæti í þeim leik. Þau settu því ákveðna pressu á mig en það var leitt að þau gætu ekki mætt á leikinn,“ segir hún um atburðarásina í kringum leikinn. „Ég hringdi í mömmu og pabba eftir leikinn og við áttum dýrmæta stund þar sem ég var hálfklökk og meyr. Mér var hugsað til hversu þétt þau hafa staðið við bakið á mér og hversu stóran þátt þau eiga í þessum góða árangri. Pabbi fylgdist með mér á æfingum og þau fylgdu mér á alla leiki og reyna að koma á eins marga leiki og þau geta. Þau eru líka dugleg við að finna leikina hjá mér í beinum útsendingum og horfa, ef þau mögulega geta. Það er föst regla að hringja í þau eftir leiki og ræða um leikina. Þau þekkja mig reyndar það vel að eftir tapleiki þá fæ ég einn til tvo daga til þess að jafna mig á þeim vonbrigðum,“ segir hún um stuðning foreldra sinna. „Þau eru líka ekki þannig að þau hefji mig til skýjanna þegar vel gengur eða gagnrýni mig eftir töp þar sem ég á ekki mína bestu leiki. Ég er sjálf mjög kröfuhörð á eigin spilamennsku og þau vita vel að ég geri miklar kröfur á mig sjálfa. Þau sýna mér bara skýrt að þau séu til staðar og það er mikið jafnvægi í því sem þau segja. Það er líka mjög fyndið hvað þau voru komin vel inn í samfélagið hjá Wolfsburg og þau voru að benda mér á hluti og fréttir af leikmannamálum, sem ég hafði ekki hugmynd um. Þau voru orðin hluti af stuðningsmannakjarna Wolfsburg og ég býst við því að það sama verði uppi á tengingnum hjá Lyon, þegar þau geta farið að koma á leiki með liðinu,“ segir hún. Slakar á með því að elda og horfa á spænska þætti „Það er mjög kærkomið að hafa fengið nokkra daga til þess að kúpla mig út og slaka á. Árni [Vilhjálms­ son, kærasti Söru Bjarkar] kom hérna á mánudaginn og við náðum að fagna þessum áfanga saman sem var frábært. Þegar ég ætla að ná slökun hendi ég mér í sófann og horfi á einhverja spænska þætti á Netf lix. Ég hef svo mjög gaman af því að elda og er bara mjög góð í eldhúsinu þó ég segi sjálf frá. Ég er öflugust í því að búa til geggjað grænmetislasagna. Þegar kemur að jólamatnum taka mamma og Örn bróðir hins vegar yfir í eldhúsinu. Örn er mikill veiði­ maður og hann vill sjá um að koma matnum á diskinn frá upphafi til enda. Þegar það er verið að marínera kjötið, láta það liggja og elda það, fæ ég ekki að koma nærri. Mér er treyst fyrir að smakka sósuna en meira er það ekki. Við Örn erum mjög góðir vinir. Þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur, þar sem ég er hálf­ gert íþróttafrík og hann var sínum tíma á kafi í tónlist og er núna í með hugann við það hlutverk sitt að vera frábær faðir og í vinnunni sinni við að smíða, þá höfum við alltaf náð mjög vel saman. Nú erum við bæði meistarar, ég Evrópumeistari og hann húsasmíðameistari,“ segir Sara um fjölskyldu sína sem er henni aug­ ljóslega mjög kær. „Ég leiði hugann alveg að því reglulega hvað ég ætla að gera þegar ferlinum lýkur. Ég útskrifaðist sem einkaþjálfari frá Keili fyrir nokkr­ um árum og ég sé fyrir mér að starfa eitthvað tengt fótboltanum eða íþróttum á einhvern hátt. Ég er hins vegar ekki með fastmótaðar hug­ myndir um hvað það verður. Eitt sem er víst er að ég mun búa í Hafn­ arfirðinum þegar ég f lyt heim. Þú rífur ekki þær rætur úr mér og Árni verður bara að kyngja því og fylgja mér þangað. Það er hvergi betra að að vera en í Hafnarfirðinum og þar sé ég mig fyrir mér þegar að því kemur að ferlinum lýkur,“ segir Sara Björk um framhaldið hjá sér. Sara þakklát mömmu og pabba Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir náði markmiði sínu þegar hún vann Meistaradeildina. Sara Björk hefði viljað samgleðjast með fjölskyldu sinni eftir leikinn, en símtal við foreldrana þurfti að duga að þessu sinni. Sara Björk hefur unnið tvo titla á tæpum þremur mánuðum sem hún hefur verið í Lyon. MYND/ÁRNI VILHJÁLMSSON Hjörvar Ólafsson hjorvaro@frettabladid.is 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.