Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 22
Lukas Bury, Ragga Lára og Gudri Lapė eru þrjú þeirra sem eiga verk á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
L i st a- og f r æ ða fól k , heimamenn og innf lytj-endur, eiga stefnumót þar sem kafað er í hug-myndina um sameigin-lega jörð og spurning-
una Hvar er heima?“ útskýrir
Margrét Weisshappel, kynningar-
stjóri sýningarinnar, en sýningin
er hluti af dagskrá Listahátíðar og
stendur til 26. september.
Þátttakendur, sem eru fimmtán
talsins, eru bæði Íslendingar sem
hér fæddust og ólust upp og nýir
Íslendingar frá Litháen og Póllandi.
Saman vinna þau þvert á landa-
mæri og menningarheima og nýta
upplifun og þekkingu hvers og eins
til að skapa fjölbreytt verk og inn-
setningar á sýningu þar sem brugð-
ið er upp ólíkum snertif lötum og
viðhorfum.
Þegar stjórnendur Akademíu
skynjunarinnar, sem standa að
sýningunni, byrjuðu að þróa hug-
myndina að henni sáu þeir eðlilega
ekki fyrir að allt menningarstarf
færi á hliðina næstu mánuði vegna
heimsfaraldurs.
„En með heimsfaraldrinum og til-
heyrandi lokunum og ferðabönnum
kom upp ný hugmyndafræði, því
þrátt fyrir fjarlægðarreglur hefur
kórónavírusinn fært okkur nær
hvert öðru í leit að lausnum. Þörfin
fyrir traust, samskipti og virðingu
hvert fyrir öðru er svo mikilvæg,
líf okkar bókstaflega veltur á því,“
segir Margrét. „Allir sem taka þátt í
sýningunni koma frá mismunandi
heimum, löndum og menningu og
eiga sér ólíkar baksögur. Þeir segja
sína sögu í gegnum verkin sín.“
Saman á sameiginlegri jörð
Myndlistarsýningin On Common Ground verður opnuð í dag á Hlöðulofti Korpúlfsstaða en tilgangur hennar er
að leiða saman íslenska myndlistarmenn og kollega þeirra frá Litháen og Póllandi sem búsettir eru hér á landi.
Gudri Lapė
Fædd í Litháen, alin upp
á Íslandi frá tíu ára aldri.
„Ég ákvað tólf ára að fara í mynd-
listarnám og fór í listnám í Fjölbrauta-
skóla Garðabæjar og síðan í LHÍ. Fór
í skiptinám til Vilníus og er nú á leið
í nám í Fabricademy í Barcelona. Ég
vinn aðallega við gjörningalist og
textíl, þá helst jurtalitun.“
Hvar er heima?
„Foreldrar mínir töluðu vestur-lit-
háíska mállýsku heima sem Litháar
frá austurhlutanum skilja ekki. Sjálf
lærði ég litháísku í gegnum bækur
og í litháíska sunnudagaskólanum
í Reykjavík. Þegar ég var fjórtán ára
byrjaði tungumálakrísan mín, ég gat
hvorki talað litháísku né íslensku
almennilega og leið eins og ég ætti
hvergi heima. Þegar ég er spurð hvort ég sé meiri Lithái eða Íslendingur líður mér eins og verið sé að rífa mig
í tvennt. Ég er nefnilega bæði.
Það sem ég tengi við heimili er lykt. Ég vinn með þessa tilfinningu í sýningunni. Ilmur úr sérstöku jurtatei
er fullur af minningum af mismunandi stöðum sem ég hef sest að á og áhorfendur munu örugglega finna
„sínar jurtir“.“
Líftími
„Með góðri hjálp smíðaði ég
þennan kassa, í mannlegum
stærðarhlutföllum, eins léttan
og ég gat. Næstum ósýni-
legan, eins og rammann sem
við búum okkur til utan um
okkur. Inni í kassanum fæðast
sápukúlur stöðugt og springa
jafnóðum og verða partur af
innihaldi kassans. Við sjálf
tökum stöðugum breytingum.
Hvernig sem þú lítur á það
er eitthvað að bætast við og
eitthvað að detta út á hverju
augnabliki í lífi manns – bætast
við og gleymast, geymast eða
hverfa, og tíminn líður áfram
eins og reykur,“ segir Ragga.
Ragga Lára Weisshappel
Fædd og alin upp á Íslandi.
„Ég á frekar klassíska myndlistar-
skólagöngu. 18 ára fór ég í Mynd-
listarskólann í Reykjavík í for námið
og svo í BA-nám í LHÍ, skrapp í
skiptinám til Frakklands og kom
heim ólétt, útskrifaðist, eignaðist
son og tók síðan sjö ár í að kynnast
hinu þakkláta húsmóðurstarfi og
bætti við öðrum syni.
En ég hef alltaf unnið að minni
myndlist sem smeygir sér inn í
fínustu háræðar lífs míns, tekið
þátt í sýningum, verið með mynd-
listarvefrit og fleira með fram
húsmóðurstarfinu og var núna að
byrja í MA-námi í LHÍ því ég hef of
mikinn tíma aflögu, eða þannig.“
Hvar er heima?
„Ég hef oft velt þessu fyrir mér.
Ég hef alltaf haft mjög sterka
tengingu við hið áþreifanlega
„heima“. En heima getur líka verið
tilfinning, þægindasvæði sem
maður býr sér til og líður vel í, eitt-
hvað kunnuglegt. Getur jafnvel
verið fíkn, manni getur liðið eins
og maður sé kominn heim þegar
maður finnur á sér af áfengi. Eða
að naga neglurnar. Kannski ekki
frábær dæmi. Heima er eitthvert
haldreipi eða akkeri. „Heima“
getur verið öryggistilfinningin.
Margir tengja við að vera í út-
löndum og segja „heim á hótel“
þar sem maður getur bara látið
bumbuna út í loftið og verið út af
fyrir sig – óáreittur.
Hugmyndin um „heima“ poppar
svo á hverjum degi upp í hausinn
við fréttalestur um fólk sem er
heimilislaust og fólk á flótta. Það
er auðvitað ólýsanlega sárt að
hugsa um fólk sem er hrakið frá
heimilum sínum og er með sára
heimþrá. „Heima“ er tilfinning eða
staður sem togar alltaf í mann.“
Lukas Bury
Pólskur en ólst upp í Þýska-
landi og töluð pólska á heim-
ilinu. Býr og starfar á Íslandi.
Lukas stundaði myndlistarnám í Braun-
schweig í Þýskalandi, í Mílanó og við Lista-
háskóla Íslands. Hann vinnur aðallega mál-
verk og texta og skoðar menningarheima
og sögulegar frásagnir í gegnum listsköpun
sína.
Hvar er heima?
„Ég lít á spurninguna um heimili og þjóð-
erni með augum annarrar kynslóðar innflytj-
enda. Ég ólst upp í Þýskalandi í fjölskyldu
pólskra innflytjenda og heyrði hugtökunum
„sjálfsmynd“ og „að tilheyra“ oft velt upp
sem barn. Ég er tvítyngdur og tala pólsku
án hreims en ég finn þegar ég fer þangað að
fólk lítur ekki á mig sem innfæddan. Aftur á
móti hef ég aldrei fundið fyrir slíku viðmóti í Þýskalandi, svo lengi sem ég segi ekki fjölskyldusöguna.
Eftir að ég flutti til Íslands áttaði ég mig á því að heima er meira persónuleg ákvörðun, út frá því hvernig
mér líður. Ég segist oftast vera frá Þýskalandi en það þýðir ekkert endilega að mér finnist ég vera Þjóðverji.
Ég er bara þaðan og bakgrunnur minn er of margþættur til að vera lýst með orðum eins og „Þjóðverji“ eða
„Pólverji“. Að lokum þá varð Ísland sá staður sem ég valdi mér og mér þætti vænt um að geta einhvern tíma
kallað mig Íslending.“
Lithuania, my fatherland!
Olía á striga
„Titill verksins er fenginn úr
fyrstu þremur orðunum í hinu
fræga ljóði Pan Tadeusz eftir
Adam Mickiewicz. Frá sjónar-
horni manneskju frá Litháen
eða Póllandi lýsir erindið
hversu flókið þjóðerni getur
verið. Þó svo Mickiewicz sé
upprunalega Hvít-Rússi þá
færðust pólitísk landamæri
fæðingarstaðarins hans milli
Póllands, Litháens og Hvíta-
Rússlands. Til að gera þetta
enn flóknara þá skrifaði hann
á pólsku. Þess vegna er hann
kallaður þjóðskáld Póllands, Litháens og Hvíta-Rúss-
lands,“ segir Lukas.
Staðbundin þekking
Verkið er átta metrar af
handlitaðri bómull með
áhangandi jurtum frá Lit-
háen og Íslandi. „Verkið
heitir Staðbundin þekk-
ing þar sem ég leita oft
uppi staði vegna ilmsins,
blómanna eða jurtanna.
Gestir geta gengið undir
efnið sem þjónar þá sem
tjald sem verndar gegn
sól, rigningu og fleiru. Það
er þak yfir höfuðið en þó
hreyfanlegt. Það er ekki
nauðsynlegt að byggja
steinsteypta veggi til að
finnast maður jarðtengdur
eða sestur að,“ segir Gudri.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
EN MEÐ HEIMSFARALDRIN-
UM OG TILHEYRANDI LOK-
UNUM OG FERÐABÖNNUM
KOM UPP NÝ HUGMYNDA-
FRÆÐI, ÞVÍ ÞRÁTT FYRIR
FJARLÆGÐARREGLUR
HEFUR KÓRÓNAVÍRUSINN
FÆRT OKKUR NÆR HVERT
ÖÐRU Í LEIT AÐ LAUSNUM.
5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN