Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 26
Árið 1990 heimsótti Evgenía Ísland í fyrsta sinn í boði Gunn- ars. „Við fórum hringinn í kringum landið í rosalega góðu veðri og ég hugsaði með mér að svona væri þetta alltaf,“ segir hún og hlær. Við komuna aftur til Sovétríkj- anna segist Evgenía hafa fundið fyrir því hvernig ástandið var farið að versna enn frekar. „Það ríkti mikil óvissa en ég hélt mínu striki í náminu. Ég naut mín þar og pólitísk umræða var áberandi. Þetta voru miklir róstutímar og sem dæmi þá átti fólk það til að standa upp og labba út í miðjum sögutíma um sögu Sovétríkjanna því það einfald- lega neitaði að trúa því sem verið var að kenna.“ Vorið 1991, árið sem Sovétríkin liðu undir lok, kom Gunnar aftur út til Evgeníu. „Við hugsuðum með okkur að best væri að fara alfarið til Íslands. Ég hefði getað lifað af í Rúss- landi en ég gat ekki boðið honum upp á það.“ Fluttu inn á æskuheimilið Úr varð að Evgenía flutti til Íslands daginn eftir tvítugsafmælið og eru nú að verða komin þrjátíu ár síðan. Unga parið kom sér fyrir á æsku- heimili Gunnars þar sem móðir hans bjó en einnig föðurafi hans og amma sem byggðu húsið á sínum tíma. Evgenía skráði sig í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands þaðan sem hún lauk B.Ph.Isl prófi þremur árum síðar. „Ég var strax meðvituð um mikil- vægi þess að læra tungumálið til að geta tekið þátt í lífinu hér. Við bjuggum á sömu hæð og amma og afi Gunnars, í lítilli íbúð. Gunnar skráði sig í læknisfræði og komst strax í gegnum klásus svo hann var voða lítið tiltækur til að tala við mig á ensku. Ég var því bara með ömmu og afa sem töluðu litla sem enga ensku. Afi hans var óþreytandi að benda mér á hluti á heimilinu og æfa mig í að segja nöfn þeirra á íslensku,“ útskýrir Evgenía og bendir á bolla, disk, skál og þess háttar. „Afi Gunn- ars var verkamaður og ekki háskóla- genginn en hann kunni allar Íslend- ingasögurnar og þegar ég þurfti að lesa fornbókmenntirnar í náminu var hann mér innanhandar.“ Eftir að Evgenía lauk námi í íslensku fór hún í sameindalíffræði og á fyrsta ári fæddist þeim sonur númer tvö, Arnar Evgení, en Leifur Valentín, frumburðurinn, hafði komið í heiminn á fyrsta ári hennar í íslenskunáminu. „Það er gaman að segja frá því að þegar ég gekk með Leif las ég mest í Lögbergi og hann er í dag lögfræðingur. Þetta eru greini- lega einhver umhverfisáhrif,“ segir hún og hlær. „Svo á meðan ég gekk með Adda var ég alltaf í VR II, Verk- fræði- og raunvísindadeild HÍ, og barnið endaði á að verða vélaverk- fræðingur.“ Ótal tækifæri til að gefast upp Evgenía bætti svo um betur og lauk meistaranámi í krabbameinslíf- fræði á sama tíma og eiginmaður- inn. „Viku eftir að við vörðum loka- verkefnin okkar árið 2002 fluttum við svo til Seattle í Bandaríkjunum. Gunnar var þar í ströngu sérnámi og við með tvö börn svo ég beið í eitt ár með að hefja nám. Við Háskól- ann í Washington var boðið upp á draumaprógrammið mitt, þar sem ég lauk doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði en einnig MBA-prófi í nýsköpunar- og tæknistjórnun.“ Álagið var eðlilega mikið enda hjónin þarna með tvö börn. „Maður hafði auðvitað ótal tækifæri til að gefast upp, sérstaklega þessi tvö ár sem ég var í tvöföldu námi, en ég hugsaði þetta bara sem verkefni sem svo lýkur og ég er stolt af því að hafa klárað bæði prófin með ágætis- einkunn.“ Eftir níu ár í Seattle ákvað fjöl- skyldan að f lytja aftur til Íslands. „Það tók nokkur samtöl og umræð- ur því ég var með einhverja drauma og fyrirætlanir sem mig langaði að klára. Ákvörðunin kom skyndilega upp því afi Gunnars féll frá og okkur stóð til boða að kaupa æskuheim- ilið. Ræturnar toguðu.“ Lætur gamlan draum rætast Það var árið 2011 að fjölskyldan kom hingað heim, enn var fremur stutt frá efnahagshruni og fá vís- indastörf í boði sem hentuðu men nt u n Evgen íu . „Gu n na r Bjarni fór að starfa á Landspítala og ég fékk starf í áhættugrein- ingu hjá Fjármálaeftirlitinu. Það voru spennandi verkefni og mjög krefjandi tvö ár þar sem ég lærði heilmargt, ekki síst um íslenskan markað og hugarfar Íslendinga í viðskiptum, sem var oft ólíkt því sem mér hafði verið kennt í Banda- ríkjunum,“ segir Evgenía og hlær. Hún vill ekki láta mikið uppi um í hverju munurinn fólst en nefnir til að mynda áætlanagerð. Undanfarin sjö ár hefur Evgenía starfað sem verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, nú síðast í blóðmeinum. En nú er komið að kaf laskilum og ákvað Evgenía að láta gamlan draum rætast. „Í rúm tuttugu ár hef ég orðið vitni að öllu því góða vísindastarfi sem fer fram hér á landi og erlendis. Það er draumur flestra vísindamanna, og reyndar annarra sem vinna að sköpun, að sem mest af því sem við gerum skili sér sem fyrst til samfélagsins sem eitthvað aug- ljóslega áþreifanlegt. Þekking mín og reynsla getur vonandi hjálpað til að gera þessa drauma að veru- leika. Þess vegna stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki, Nýsköpunarlausnir Ísland, fyrir tveimur mánuðum síðan. Viðskiptavinir mínir eru sprota- fyrirtæki á sviði tækni, vísinda, lista og hönnunar sem og aðilar sem vilja fjárfesta í slíkum sprotafyrirtækj- um. Ég tek jafnframt að mér ráðgjöf fyrir verkefni sem snúast aðallega um samfélagslegan ávinning, frekar en beinan fjárhagslegan hagnað,“ útskýrir Evgenía sem fagnaði því í síðustu viku að fyrsti viðskiptavin- ur hennar fékk 15 milljóna króna styrk úr samkeppnissjóði á vegum ríkisins sem snýr að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Nú þarf nýsköpun að blómstra Evgenía hefur starfað í fagráðum Tæk niþróu na r sjóðs svo hú n þekkir umhverfið vel. Hún bendir á að umsóknir úr listageiranum séu sjaldgæfar og þar megi bæta um betur. „Reynslan af COVID-19 faraldrinum hefur sýnt að listin er okkur lífsnauðsynleg og þess má vænta að á næstu misserum verði mikil þróun í ýmsum listgreinum, bæði hvað varðar form og leiðir sem listin kemur til okkar eftir. Hér er mikið af hæfileikafólki en það mætti bæta utanumhaldið og jafnvel þekkingu til að fara yfir f lóknar umsóknir til samkeppnis- sjóða, hvort sem er á vísinda-, tækni- eða listasviðinu, en það er einmitt eitt af því sem ég býð upp á. Evgenía segir mikilvægt líka að finna leið til að meta árangur fjár- festinga í nýsköpun. „Samfélagið leggur mikið fé í nýsköpun en oft vantar mælanleg gögn um hvernig það hefur skilað sér. Vonin er sú að ég geti aðstoðað við að það fjár- magn nýtist sem best.“ Evgenía er óhrædd að veðja á nýsköpunargeirann nú í miðjum heimsfaraldri með tilheyrandi efnahagsþrengingum. „Það er einmitt núna sem nýsköp- un þarf að fá að blómstra, vísindi og tækni, til að geta tekist á við breyttan heim og listir til að auðga mannlífið. Til að tryggja aðgang að fjölbreyttri fæðu, jafnvel þó landa- mærum sé lokað, þarf að virkja sköpunarkraftinn og reynsluna sem er til staðar í matvælaframleiðslu um allt land. Við þurfum að tryggja leiðir til að næra líkama og sál.“ Áfall þegar hann endurgreindist Eiginmaður Evgeníu er sem fyrr segir krabbameinslæknir en sjálfur greindist hann með heilakrabba- mein sumarið 2015 og fór í heila- skurðaðgerð auk krabbameinslyfja- meðferðar. „Meðferðin gekk vel og við lifðum út frá þeirri forsendu að þessu væri lokið. Það var því áfall þegar hann endurgreindist í fyrra og þurfti aftur að fara í aðgerð. Þá hjálpaði mikið að eiga athvarf í handavinnunni og skapa eitthvað nýtt, því þá er ég hamingjusöm,“ segir Evgenía sem lærði nýverið að vinna þjóðbún- ingavíravirki og heillaðist af iðjunni. „Aðgerðin gekk þó vel og ekki var talin þörf á eftirmeðferð. Þessi reynsla kenndi mér þó að taka engu sem sjálfsögðu, njóta stundarinnar og láta draumana rætast. Það er ég einmitt að gera með því að stofna fyrirtæki sem hjálpar öðrum að skapa eitthvað nýtt og láta sína drauma rætast. Vonandi nýtist það samfélaginu, sem tók svo vel á móti mér, og ég get þannig endurgreitt fyrir öll tækifærin sem ég hef fengið hérlendis,“ segir hún einlæg. Bæði rússnesk og íslensk Aðspurð segist Evgenía að upplagi vera um margt ólík Íslendingum þó að hún hafi komið hingað fyrir tæpum 30 árum. „Það er held ég alveg borðleggjandi, ég bjó í allt öðruvísi ríki í 20 ár þar sem ég mót- aðist af annarri sögu og menningu, þó að grunngildin séu í rauninni þau sömu.“ En ætli hún líti á sig sem Rússa eða Íslending eftir að hafa búið svipað lengi í hvoru landi? „Ég leiði hugann ekki mikið að því, ég stend jafn mikið með Íslandi og Rúss- landi. Þegar við fylgdumst með leik Íslands á HM í Moskvu var ég spurð hvort ég væri rússnesk eða íslensk og stóð mig að því að svara að ég væri til helminga rússnesk og íslensk. Rússland í dag er ekki sama land og ég ólst upp í en mér líður mjög vel þar og mæli með því að fólk heim- sæki landið. Ég hef verið dugleg undanfarin ár að heimsækja Rúss- land og sonum mínum líður vel þar. Leifur, sá eldri, talar smá rússnesku enda talaði ég hana meira inni á heimilinu þegar hann var lítill en svo tók íslenskan við.“ Þegar rætt er um stöðu mála í upprunalandi hennar segir hún: „Rússland er fjölmenningarsam- félag með ríka sögu og stórbrotið menningarlíf. Það er landið sem ég elska. Ég sakna þess að sú hlið sé ekki sýnd meira. Ég er afkvæmi fjölmenningarinnar, fyrir það er ég þakklát og vildi gjarnan eyða meiri tíma í Rússlandi, jafnvel skipta búsetunni milli landanna.“ Langaði í íslenskan búning „Talandi um það hvort ég sé orðin íslensk eða ekki þá var það gamall draumur minn að eignast íslensk- an búning. Svo áttaði ég mig á því hversu dýrt það er. Silfrið væri dýr- ast svo ég ákvað að prófa að fara á námskeið í víravirki enda væri synd að sauma búninginn og hafa svo ekki efni á silfrinu. Á námskeiðinu fann ég að ég var komin heim,“ segir Evgenía sem hefur útbúið allt skart sem til þarf og meira til. „Ég er auðvitað með þennan bakgrunn, Tatarar eru þekktir gullsmiðir og á búningi tatarskra kvenna eru allt upp í sex kíló af víra- virki, svo þarna fór þetta að tengjast saman hjá mér,“ segir hún að lokum og brosir. Evgenia kynntist eiginmanni sínum Gunnari Bjarna Ragnarssyni lækni þegar hann heimsótti Leníngrad ásamt vinum sínum. Í framhaldi flutti hún til Íslands daginn eftir að hún fagnaði tvítugsafmæli sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Evgenia ákvað að fara á námskeið hjá Tækniskólanum í víravirki áður en hún saumaði sér búning því ef henni tækist ekki að læra handtökin við víra- virkið væri saumaskapurinn til lítils. Hér má sjá hluta handverks hennar. MEÐFERÐIN GEKK VEL OG VIÐ LIFÐUM ÚT FRÁ ÞEIRRI FORSENDU AÐ ÞESSU VÆRI LOKIÐ. ÞAÐ VAR ÞVÍ ÁFALL ÞEGAR HANN ENDURGREINDIST Í FYRRA OG ÞURFTI AFTUR AÐ FARA Í AÐGERÐ. Framhald af síðu 22  5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.