Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 24
Evgenía ólst upp í Úsbek-istan og Síberíu, ástin dró hana hingað fyrir þremur áratugum og nú vonast hún til þess að með því að láta gamlan draum rætast geti hún gefið sam- félaginu, sem tók svo vel á móti henni, eitthvað til baka. Evgenía tekur á móti blaðamanni á fallegu heimili sínu við Sunnu- veginn. Það er æskuheimili eigin- manns hennar, Gunnars Bjarna Ragnarssonar, og byrjar Evgenía á að benda á glæsilegt útsaumað teppi sem trónir yfir stiganum, verkið er jafngamalt henni og frá uppeldis- slóðum hennar, borginni Samark- and í Úsbekistan. „Ég fæddist í borginni Izhevsk við Úralfjöllin, sem er helst þekkt fyrir það að þar bjó og starfaði hinn þekkti sovéski herverkfræðingur og hönnuður Mikhail Kalashnikov.“ Faðir Evgeníu, Midhat Shara- pov, var verkfræðingur í sovéska hernum og þegar hún var um eins árs gömul var hann f luttur um set til Úsbekistan og fjölskyldan fylgdi með. „Mín fyrstu ár voru því þar, ekki langt frá landamærum Afganistan. Þar bjuggum við í sjö ár og var það dásamlegur tími, við gátum hlaupið úti á götu berfætt enda sumrin þar heit.“ Herdeildin flutt til Síberíu Haustið 1979 var deild föður hennar færð til Síberíu. „Þar bjuggum við á mörkum Mongólíu, Kína og Sovét- ríkjanna í fimm ár eða þar til ég var 13 ára. Þar er meginlandsloftslag svo við upplifðum heit sumur þar sem við gátum ræktað melónur og svo aftur á móti mjög kalda vetur þar sem hægt var að skíða á sléttum í kring.“ Það er augljóst að Evgenía á góðar minningar frá þessum æskuárum. „Ég fór mikið með pabba að veiða, tína ber og sveppi. Pabbi og móður- amma mín kenndu mér að lifa af náttúrunni.“ Evgenía segir móðurömmu sína, Tamöru, vera mikinn áhrifavald í lífi sínu. „Hún var frá Karelíu en það svæði skiptist á milli Rússlands og Finnlands. Þjóðin líkist Finnum menningarlega séð og tungumálin eru mjög lík en Karelar í Rússlandi eru þó að mestu leyti hluti af rúss- nesk u rétttr únaðark irk junni. Amma hafði lifað af erfiða tíma og kenndi mér hvernig á að lifa af ef harðnaði í ári. Pabbi hafði líka mikil áhrif á mig. Hann kenndi mér að njóta lista og náttúrunnar. Hann var mikill hagleiksmaður og alltaf að skapa eitthvað fallegt. Móðurafi minn tók þátt í að verja Leníngrad í umsátrinu mikla og föðurafi minn féll frá ófæddum syni sínum í orr- ustunni um Stalíngrad. Þetta setti sitt mark á fjölskylduna.“ Þegar Evgenía var um 13 ára gömul skildu foreldrar hennar og hún f lutti ásamt móður sinni til ömmunnar í Karelíu. „Pabbi fór þá til Leníngrad en kom oft í heimsókn þar til ég varð 15 ára þegar foreldrar mínir skildu endanlega. Ég flutti svo sjálf til Leníngrad 17 ára. Þá hafði ég lokið menntaskóla, fór að búa sjálf og starfaði meðal annars við blaða- mennsku en hóf svo háskólanám 18 ára.“ Sovétríkin opnast Eftir inntökupróf komst Evgenía inn á braut germanskra málvísinda með áherslu á ensku við Herzen- háskóla. Hún hafði ekki verið lengi í námi þegar til borgarinnar kom risastór hópur frá Skandinavíu. „Sovétríkin voru loks að opnast og einhver Dani fékk þá hugmynd að heimsækja kjarnorkuveldin ásamt hópi fólks. Þetta voru ekki beint mótmæli heldur á pari við hippahreyfinguna; ást, friður og góðvilji. Hugmyndin var að fólk af ólíkum menningarsvæðum myndi kynnast og þannig gætum við von- andi hætt að þurfa á kjarnorku- vopnum að halda. Fyrst hélt Daninn til Banda- ríkjanna ásamt tugum manna og kallaðist ferðin Next stop Nevada, en þar höfðu Bandaríkjamenn gert kjarnorkutilraunir. Næst tilkynnti hann ferð sína til Sovétríkjanna; Next Stop Soviet árið 1989. Þessi ferð var vel auglýst, meðal annars á Íslandi, og fóru um fimm þúsund ungmenni frá ýmsum löndum Skandinavíu til Sovétríkj- anna. Þetta voru aðallega listamenn enda þekkir list ekki landamæri.“ Flestir fóru í gegnum Leníngrad og því leituðu skipuleggjendur logandi ljósi að túlkum til að vísa fólkinu veginn um landið. Þar sem leitað var að enskumælandi túlkum var leitað eftir aðstoð meðal annars í enskudeild Herzen-háskólans þar sem Evgenía stundaði nám. „Ég var nýbyrjuð í skólanum þegar við vorum kölluð á fund og spurð hver treysti sér til að tala ensku. Ég ásamt þremur öðrum stelpum bauð mig fram, enda fannst mér verkefnið spennandi.“ Afdrifarík ákvörðun Þessi ákvörðun átti eftir að verða afdrifarík því í hópnum var fram- tíðareiginmaður Evgeníu, Gunn- ar Bjarni Ragnarsson. „Hann átti ekki beint erindi í þessa ferð enda ekki listamaður, þótt hann stundi nú læknislistina,“ segir Evgenía og hlær en Gunnar Bjarni er krabba- meinslæknir og fyrrverandi yfir- læknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Vinur hans Snorri Sturluson var aftur á móti tónlistarmaður í hljóm- sveit og dró Gunnar með. Í mínum hóp voru tvær rokkhljómsveitir frá Íslandi og var Gunnar titlaður „tour manager“. Það góða við það var að hann þurfti ekki að æfa með þeim og hafði allan tíma í heiminum til að fara með mér í göngutúra og á kaffihús,“ segir Evgenía og brosir við upprifjunina. „Hann átti 19 ára afmæli í þessari ferð og ég, 18 ára, sat við hlið afmælisbarnsins þegar haldið var upp á það, eftir það varð einhvern veginn ekki aftur snúið.“ Í framhaldi voru haldnir risatón- leikar í Moskvu og fór Evgenía þang- að til að fylgjast með, augljóslega voru tónleikarnir tilkomumiklir fyrir unga stúlku: „Ég trúði varla að þetta væri hægt. Þarna vorum við hundruð ungmenna frá ýmsum svæðum Sovétríkjanna og Skand- inavíu samankomin og landamærin voru einfaldlega ekki til.“ Felldum Berlínarmúrinn Gunnar hélt svo ásamt hópnum til Íslands. „Mánuði síðar heyrðum við af hruni Berlínarmúrsins. Það fyrsta sem við hugsuðum var að við hefðum fellt múrinn og ég held að margir hafi hugsað þannig. Þetta sameiginlega átak gerði það svo ljóst að við vildum enga múra. Þarna var sprottin ást. Af hverju máttum við ekki vera saman? Bara af því að við bjuggum í löndum sem aðhylltust mismunandi kerfi? Fólk er ekkert endilega að velja sér að búa við þetta fyrirkomulag eða annað. Það voru miklar breytingar uppi á þessum tíma. Efnahagsástandið versnaði til muna í Sovétríkjunum en ég var ung og ástfangin og því jákvæð og ætlaði að láta á þetta reyna.“ Ég er afkvæmi fjölmenningarinnar Evgenía Mikaelsdóttir ólst upp í Rússlandi, bæði í Úsbekistan og Síberíu. Ástin leiddi hana hingað fyrir tæpum þremur áratugum og nú vonast hún til þess að með því að láta gamlan draum rætast geti hún gefið samfélaginu, sem tók svo vel á móti henni, til baka. Evgenia segist í dag líta á sig sem til helminga Rússa og Íslending enda búið svipað lengi í hvoru landi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Framhald á síðu 24  Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.