Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 35
Samhliða heil- brigðu mataræði, hreyfingu og góðum svefni, getur blanda eins og Glucosamine & Chondroitin Complex nýst á jákvæðan hátt. Eitt af algengustu vandamálum stoðkerfisins eru verkir í liðum. Mismunandi er í hvaða liðum verkirnir eru en oft eru það hnén eða fingurnir sem láta mest finna fyrir sér. Margir finna líka fyrir í mjöðmum, ökklum eða öðrum liðum, en sama hvar er þá skal ávallt hafa í huga að kyrrseta er aldrei til bóta og það er ýmis- legt hægt að gera til að láta sér líða betur. Leiðir til úrbóta Það er ýmislegt í lífsstílnum sem hefur áhrif á liðheilsu og því er um að gera að huga vel að ákveðnum þáttum sem geta haft jákvæð áhrif og jafnvel dregið úr eymslum. Þar ber helst að nefna mataræði og hreyfingu. Mikilvægt er að borða sem mest af hreinni fæðu og taka inn bæði D-vítamín og Omega-3. Þegar við tökum mataræðið í gegn getur það leitt til þess að við léttumst, sem er í f lestum tilfellum jákvætt því ofþyngd reynir meira á liðina. Ofþyngd leiðir oft af sér hreyf- ingarleysi eða minni hreyfingu en annars og þannig myndast vítahringur þar sem þyngd, eymsli og hreyfingarleysi ýta hvað undir annað. Stundaðu hreyfingu við hæfi og styrktu vöðvana kringum liðina. Köld böð geta einnig hjálpað, en númer 1, 2 og 3 er að hafa matar- æðið í lagi, því það sem við látum ofan í okkur hefur ótrúlega mikil áhrif á líðan okkar. Glúkósamín og kondrótín bætiefnablanda Glucosamine & Chondroitin Complex frá Natures Aid er vel saman sett lið-bætiefnablanda þar sem tekið er á fjölmörgum þáttum sem tengjast liðeymslum. Auk glúkósamíns inniheldur þetta bætiefni kondtrótín-súlfat sem er byggingarefni brjósks og eru þessi tvö efni því afar góð blanda fyrir liðina en dagsskammtur inniheld- ur 1000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni, ásamt engifer, túrmeriki, C-vítamíni og rósaldini (rosehips). Engifer og túrmerik eru rætur sem hafa verið þekktar fyrir bólgueyðandi eiginleika og C-vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðli- lega starfsemi brjósks. Líkaminn framleiðir sjálfur glúkósamín, en sú framleiðsla minnkar þó með aldrinum og því getur verið mikil- vægt að taka inn glúkósamín þar sem það eykur framboð þess í líkamanum, sem þýðir að við- gerðarhæfni hans getur aukist umfram það sem annars væri mögulegt. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsu­ verslanir og heilsuhillur stórmark­ aða og verslana. Eru eymsli í liðum að hrjá þig ? Glúkósamín hefur lengi verið vinsælt liðbætiefni erlendis. Það fæst nú í bætiefnaformi hér á landi. Glúkósamín er talið geta aukið viðgerðarhæfni líkamans og dregið úr eymslum í liðum. Glucosamine & Chondroitin Complex frá Natures Aid er vel samsett lið-bætiefnablanda þar sem tekið er á fjölmörgum þáttum sem tengjast liðeymslum. Settu heilsuna í forgang Mikilvægt er að huga að heilsunni, sérstaklega á tímum kórónaveirunnar. Svefn, hreyfing, matar­ æði og andleg heilsa skipta mestu máli, ásamt því að huga vel að því að styrkja ónæmiskerfið. Jurtir og önnur náttúruefni hafa verið notuð í gegnum aldirnar til að bæta heilsu okkar og efla varnir líkamans. Beta glúkan getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og einnig á kólesteról og hjarta- heilsu. Á tímum sem þessum þar sem mikil óvissa ríkir í umhverfi okkar, sem hefur tekið miklum breytingum með tilheyrandi takmörkunum, hefur líklega aldrei verið jafn mikilvægt fyrir okkur að hlúa vel að okkur sjálfum. Öll gerum við okkar besta við að fylgja fyrirmælum sér- fræðinga til að verja okkur og þá sem eru viðkvæmir gegn þessari nýju veiru, sem hefur breytt okkar daglega lífi frá því sem áður var. Í þessum streituvaldandi aðstæðum er lykilatriði að missa ekki dampinn og reyna að við- halda heilsusamlegu líferni og styrkja með því varnir líkamans. Takmarkanir á hreyfingu, útiveru og því að njóta dagsbirtunnar geta haft slæm áhrif á okkur, bæði líkamlega og andlega. Sólin er mikilvægur hlekkur í að tryggja að við fáum nægar D-vítamín birgðir, en skortur á dagsbirtu getur ein- mitt verið ávísun á depurð. Nægur svefn, hollur matur og dagleg hreyfing eru gríðarlega mikilvægir þættir í að byggja upp og viðhalda sterku ónæmiskerfi, en andleg næring spilar einnig stærra hlutverk en marga grunar. Uppbyggileg samskipti og allt það sem nærir okkur andlega eins og umhyggja, virðing, skilningur, stuðningur, þakklæti og traust hefur jákvæð áhrif á heilsuna. Öll þurfum við að upplifa það að við skiptum máli og að okkur sé sýnd virðing og einnig er nærandi að gefa af sér til annarra. Ef viljinn er fyrir hendi þá er það bæði einfalt og ódýrt að tileinka sér jákvæðan lífsstíl. Iðkun hug- leiðslu eykur andlega vellíðan og um leið viðnám gegn streitu. Við berum ábyrgð á heilsu okkar og getum gert ýmislegt til efla okkur: n Veldu fjölbreytt og hreint mataræði n Hreyfðu þig reglulega n Njóttu þess að vera úti í dagsbirtunni n Hugaðu að andlegri næringu n Passaðu upp á góðan nætur­ svefn n Taktu inn mikilvæg bætiefni Beta glúkan styður við ónæmiskerfið Heilbrigður lífsstíll og góð næring eru mikilvægustu þættirnir fyrir heilsuna og varnir líkamans. Við þurfum fjölbreyttan og næringar- ríkan mat til að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarf á að halda, en einnig er hægt að tryggja það með því að taka inn bætiefni. Jurtir og önnur náttúru- efni hafa verið notuð í gegnum aldirnar til að bæta heilsu okkar og efla varnir líkamans og hafa mörg af þessum náttúruefnum verið rannsökuð og virkni þeirra staðfest. Beta Glucan Immune support+ er dæmi um háþróað bætiefni frá Natures Aid sem inniheldur afar öfluga blöndu af jurtum, víta- mínum og steinefnum sem efla ónæmiskerfi líkamans og varnir okkar gegn sýkingum. Beta glúkan er í aðalhlutverki í þessari ónæmisstyrkjandi blöndu, en það er tegund af uppleysanleg- um trefjum sem geta haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og einnig á kólesteról og hjartaheilsu. Beta glúkan finnst meðal annars í heil- korni, höfrum, byggi og sumum sveppategundum eins og maitake- og reishi-sveppum. Beta Glucan Immune support+ inniheldur einnig aðrar þekktar lækningajurtir eins og hvítlauk, sem er þekktur fyrir að veita vörn gegn vírusum, og ylli sem hefur öldum saman verið notaður til að styrkja ónæmiskerfið. Önnur virk innihaldsefni eru til að mynda steinefnin selen og sink, ásamt A-, D-, og C-vítamínum sem öll eiga það sameiginlegt að vera mikilvæg fyrir varnir líkamans. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Hagkaupum. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.