Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 40
Umsóknir með starfsferilskrá óskast sendar fyrir 12. september, á netfangið: elisabet@epal.is Nánari upplýsingar veitir Elísabet Guðmundsdóttir í síma 568 7733. Okkur vantar starfsmann í húsgagnadeild Hefur þú brennandi áhuga á hönnun og ert með ríka þjónustulund? Við leitum að fagurkera með reynslu af sölumennsku, hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður, sjálfstæður og metnaðarfullur í vinnubrögðum, til starfa í húsgagnadeild okkar: · Húsgögn / ljós · Rúm · Gluggatjöld Áhugi á hönnun er skilyrði og menntun í hönnun er kostur. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða traustan leiðtoga í starf framkvæmdastjóra upplýsingatækni og gagnasöfnunar. Viðkomandi heyrir undir seðlabankastjóra og situr í framkvæmdastjórn bankans. Upplýsingatækni og gagnasöfnun er eitt af fjórum stoðsviðum bankans. Meginhlutverk sviðsins er fólgið í rekstri upplýsingakerfa bankans auk tengdra verkefna. Á sviðinu starfa sérfræðingar sem sinna hinum ýmsu verkefnum sem snúa að upplýsingatækni s.s. almennri hugbúnaðargerð, uppbyggingu vöruhúsa, rekstri vélasala, notendaþjónustu og verkefnastýringu. Sviðið sér einnig um gagnasöfnun og tölulega úrvinnslu af ýmsum toga. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með umsókn um störfin þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. FRAMKVÆMDASTJÓRI UPPLÝSINGATÆKNI OG GAGNASÖFNUNAR Helstu verkefni: • Stýrir og leiðir starfsemi sviðs upplýsingatækni og gagnasöfnunar • Mótar stefnu og framtíðarsýn hvað varðar upplýsingatækni og gagnasöfnun í samræmi við stefnu og markmið bankans • Ber ábyrgð á uppbyggingu og þróun þjónustu upplýsingatækni og gagnasöfnunar. • Ber ábyrgð á tæknilegri högun og rekstri þeirra kerfa bankans sem snúa að upplýsingatækni, gagnasöfnun og hagtölugerð • Byggir upp sterka liðsheild stjórnenda og sérfræðinga á sviðinu • Tryggir traust samstarf við önnur svið og deildir innan bankans með áherslu á að þekkja vel þeirra starfsemi, þarfir og áskoranir • Tekur þátt í samstarfi við aðra seðlabanka og öðru alþjóðlegu samstarfi á sviði upplýsingatækni og gagnasöfnunar Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla af stefnumótun og innleiðingu breytinga á sviði upplýsingatækni • Sterkir leiðtogahæfileikar og víðtæk stjórnunarreynsla • Góð þekking á fjármálakerfinu og innviðum þess • Þekking og reynsla af innleiðingu öryggisstaðla á sviði upplýsingatækni • Færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Nánari upplýsingar veita: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Íris Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, iris.g.ragnarsdottir@sedlabanki.is Umsóknafrestur er til og með 15. september nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Rafvirki – Akureyri Útgerðarfélag Akureyringa leitar að rafvirkja til að starfa á Akureyri. Rafvirki Starfssvið Alhliða viðhald og rekstur á vélbúnaði með áherslu á rafbúnað og sjálfvirkni Menntun Sveinspróf í rafvirkjun eða sambærileg menntun Reynsla Reynsla af viðhaldi og rekstri vélbúnaðar æskileg Annað Almenn tölvukunnátta. Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Enskukunnátta æskileg Útgerðarfélag Akureyringa er dótturfyrirtæki Samherja hf. Samherji er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með fjölbreytta starfsemi víðsvegar um heim. Samherji hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum fiskvinnslum í landi. Samherji hefur á undanförnum árum fjárfest í landvinnslu í Eyjafirði og byggt þar upp tvær af fullkomnustu fiskvinnslum landsins. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir í heimi sjálfvirkni og tækniframfara. Nánari upplýsingar veitir Atli Dagsson, tæknistjóri landvinnslu Samherja í síma 560-9000 Vinsamlega skilið skriflegum umsóknum til Önnu Maríu Kristinsdóttur, Starfsmannastjóra Samherja hf, Glerárgötu 30, 600 Akureyri eða með tölvupósti á netfangið anna@samherji.is fyrir 20. september 2020 4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.