Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 37
VIÐ LEITUM AÐ SÉRFRÆÐINGUM
Í NÝ OG SPENNANDI STÖRF
MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR:
– Ph.D. á sviði próteinlífefnafræði eða M.Sc. ef reynsla er nægileg
– Reynsla á aðferðum próteinhreinsunar og þróun hreinsiferla er nauðsynleg
– Reynsla á sviði almennrar próteingreiningar
– Reynsla á AKTA tæki, UNICORN er kostur
– Frumkvæði, fagmennska og mikill metnaður til að ná árangri
SÉRFRÆÐINGUR Í PRÓTEINTÆKNI
Vegna nýrra og spennandi verkefna auglýsir ORF Líftækni eftir sérfræðingi í
próteintækni með áherslu á próteinhreinsun vaxtarþátta. Leitað er að hæfileika-
ríkum einstaklingi sem mun vinna með öflugri próteintæknideild fyrirtækisins
að áframhaldandi nýsköpun, þróun og hreinsun próteina úr erfðatækniplöntum
félagsins.
MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR:
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Yfirgripsmikil þekking og reynsla af gæðastjórnun í framleiðslu
– Starfsreynsla af verkefnastjórnun
– Áhugi og þekking á umhverfismálum
– Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
– Frumkvæði, fagmennska og mikill metnaður til að ná árangri
UMHVERFIS- OG GÆÐASTJÓRI
Leitað er að umhverfis- og gæðastjóra til að leiða vinnu sem snýr að
umhverfis- og gæðamálum fyrirtækisins. ORF fékk gæðavottun fyrir
BIOEFFECT snyrtivöruframleiðslu fyrirtækisins árið 2014 og síðan þá
hefur fyrirtækið unnið samkvæmt þeim. ORF hyggst halda áfram að
þróa gæðamálin og leggja jafnframt aukna áherslu á umhverfismál.
Umsókn ásamt ferilskrá óskast send á Alfred.is fyrir 14. september 2020.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsstjóri ORF, Harpa Magnúsdóttir, í síma 591-1590. orf.is | bioeffect.is
ORF Líftækni er íslenskt hátæknifyrirtæki sem er markaðsleiðandi í plöntulíftækni.
ORF framleiðir sérvirk prótein sem meðal annars eru notuð í BIOEFFECT húðvörulínu
fyrirtækisins. Hjá ORF starfa um 70 starfsmenn.
Viðskiptaráð Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er að öflugum
einstaklingi til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á samskiptahæfni,
frumkvæði og forystuhæfileika.
VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS AUGLÝSIR
EFTIR FRAMKVÆMDASTJÓRA
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Dagleg stjórnun og rekstur skrifstofu
• Yfirumsjón með skipulagi málefna-
og kynningarstarfs
• Eftirfylgni með stefnu og ákvörðunum
stjórnar og samþykktum aðalfundar
• Ábyrgð á starfsemi og fjárreiðum gagnvart
stjórn
• Samskipti við fjölmiðla - talsmaður
sjónarmiða VÍ þar sem við á
• Stuðla að öflugum tengslum við aðildarfélaga
og opinbera aðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun
• Reynsla af stjórnunarstörfum
• Sterk tengsl í atvinnulífinu
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og forystuhæfileikar
• Færni í að tjá sig í ræðu og riti
• Góð enskukunnátta
Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök
fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku
atvinnulífi. Ráðið og þeir sem að því
standa telja að heilbrigt og kraftmikið
atvinnulíf skapi forsendur til framfara og
bættra lífskjara hér á landi. Viðskiptaráð
var stofnað árið 1917 og hefur því verið
sameiginlegur vettvangur íslensks
viðskiptalífs í yfir heila öld. Alla þá tíð
hefur tilgangur þess verið sá sami, að
vinna að sameiginlegum hagsmunamálum
atvinnulífs, óháð atvinnugreinum eða
stærð fyrirtækja, og að efla frjálsa verslun
og framtak.
Nánari upplýsingar veitir
Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is
Umsóknafrestur er til 18. september nk.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára