Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 39
Sala og viðskiptaþróun
Klappir grænar lausnir er upplýsinga-
tæknifyrirtæki sem kappkostar að
veita viðskiptavinum sínum aðgengi að
framúrskarandi hugbúnaðarlausnum á
sviði sjálfbærnimála.
Hugbúnaðarlausnir Klappa eru í notkun
hjá yfir 300 fyrirtækjum um heim allan og
er stefnan sett á enn frekari vöxt á næstu
misserum.
Við leitum að öflugum einstaklingi til að
taka þátt í þeirri vegferð með okkur. Boðið
er upp á skemmtilegt vinnuumhverfi með
fjölbreyttum verkefnum og tækifærum til
að hafa víðtæk samfélagsleg áhrif.
Nánari upplýsingar á www.klappir.isUmsóknarfrestur er til og með 14. september 2020. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Torfi Markússon (torfi@intellecta.is)
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Áhugi og reynsla af sölumennsku
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Lausnamiðuð hugsun og geta til að vinna sjálfstætt
• Frumkvæði, sjálfstæði, drifkraftur
• Góð tækniþekking
• Færni í íslensku og ensku í ræðu og riti. Kunnátta í
öðrum tungumálum kostur
• Kynning og sala á hugbúnaði Klappa
• Markhópagreiningar
• Fundir með núverandi og tilvonandi viðskiptavinum
• Samningagerð
• Markaðsmál
Menntunar- og hæfniskröfur: Helstu verkefni:
Klappir grænar lausnir hf. óska eftir að ráða öflugan aðila í starf á sviði sölu- og viðskiptaþróunar.
Leitað er að sjálfstæðum og drífandi einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á umhverfismálum.
Skrifstofustjóri
Nánari upplýsingar:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2020
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is
Starfsmannafélag Kópavogs var stofnað
28. desember 1958.
SfK er stéttarfélag sem fer með kjara-
samningsrétt og réttindavörslu sinna
félagsmanna.
Félagið er eitt af 28 aðildarfélögum BSRB
sem eru stærstu heildarsamtök opinberra
starfsmanna á Íslandi. Ýmis réttindi fylgja
aðild að BSRB.
SfK vinnur í samstarfi við bæjar-
starfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði,
Mosfellsbæ og á Suðurnesjum að eftirfylgni
og gerð kjarasamninga.
Félagsmenn í SfK eru um tólf hundruð
talsins.
Nánari upplýsingar á: www.stkop.is
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun og
framhaldsmenntun æskileg
• Starfsreynsla úr sambærilegu starfi æskileg
• Mjög góð kunnátta í Word, Excel og öðrum
sambærilegum forritum ásamt netmiðlum skilyrði
• Mikil færni í mannlegum samskiptum
• Hefur umsjón með og annast daglegan rekstur
skrifstofu félagsins
• Skipuleggur fræðslu fyrir félagsmenn, stjórn og
trúnaðarmenn
• Umsjón með kynningarmálum, ritstýring á
heimasíðu og öðrum vefmiðlum félagsins ásamt
kynningum á vinnustaðafundum
• Þátttaka í gerð kjarasamninga, skipulagning á
vinnu samninganefnda og þátttaka í viðræðum
• Svarar fyrirspurnum varðandi kjaramál
• Fjármálastjórn, fundargerðir og skjalavinnsla
• Samskipti við og umsjón með trúnaðarmönnun
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur: Helstu verkefni:
Starfsmannafélag Kópavogsbæjar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri annast allan almennan rekstur
skrifstofu Starfsmannafélags Kópavogs. Hann er með þekkingu á réttindum og skyldum samkvæmt kjarasamningi
félagsmanna. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR