Hvöt - 01.02.1949, Side 19

Hvöt - 01.02.1949, Side 19
H V Ö T 17 frá leið, fóru sænskir bindindis- menn að nota sínar eigin hugmynd- ir og aðferðir. Þeir fylgdu bannstefnunni fram til ársins 1922, en það ár voru bann- lögin frá 1909 afnumin með þjóð- aratkvæðagreiðslu. 51% greiddra atkvæða féllu á móti banni, en 49% með þvi. Árið 1922 markar því tíma- mót. Bannið þótti ekki gefast eins vel og vonir stóðu til. Ný stefna var tekin upp. Frá þessum tíma var kveðið svo á um, að áfengið skyldi gera svo lítinn skaða, sem mögu- legt væri. Ríkið yrði að vernda þegn- ana gegn eitrinu eftir megni, með því að styrkja bindindishreyfing- una af öllum mætti. — Nú ríkir eins- konar skömmtunarfyrirkomulag hjá Svíum. Allir þeir, sem náð hafa 25 ára aldri, fá áfengisbækur, svo fram- arlega sem þeir geta sýnt skilríki um óflekkað mannorð og góða hegðun. Áfengi cr aðeins afgreitt á viss- um tímum og visst magn i einu. — Skömmtunarfyrirkomulag þetta gefst ekki vel. Áfengisbókin verður einskonar tákn þess, að menn séu orðnir fullorðnir og ráði sér alveg sjálfir. Hún verður því eftirsóknar- verð. Ungu fólki, sem ekki er orðið 25 ára, likar illa að mega ekki gera það sama og „fullorðnir“. Þetta vand- ræðafyrirkomulag skapar óbeppi- lega uppreisnarafstöðu. Það hefur komið í ljós, að 75% þeirra, sem teknir bafa verið fyrir ölvun, ha'fa fengið áfengisbækur hjá öðrum. Fyrirlesturinn endaði á þessa leið: „Áfengismálið er mikið vanda- mál. Við, bindindidsmenn í Sviþjóð, vitum ekki, hvort okkar skipulag er það bezta, ef til vill er það eldra betra.“ Eftir fyrirlesturinn förum við út og sleikjum sólskinið. Það á ekki að iþyngja okkur með fyrirlestrum, af þvi að það er sunnudagur. Skammt frá „Gammelbus“ er lít- ill gosbrunnur. Þar setjumst við Hans og Stella Young og röbbum saman. Hitinn er mikill. Við stör- um löngunaraugum á tært vatnið, sem gosbrunnurinn eys yfir blóm- kollana umhverfis. Stella óskar þess að vera orðin að einu þessara blóma. Hans vill lieldur verða að silungi i rennandi læk. Ég kýs helzt að halda mínum mannlega ham, en óska mér jafnframt töframáttar, til þess að geta gert óskir vina minna að veru- leika. En það er enginn Ali Baba-öld og óskir okkar renna út í sandinn. Kl. 5 um daginn leggur hópurinn af stað með bát út í litla eyju, sem liggur alllangt út í firðinum. Þar átti að verða „watch-fire and camp songs“. Gríðarstór kaffiketill og köku- kassi eru með i förinni. Eftir að út í eyjuna er komið, er kynt heljar- mikið bál. Það er auðvelt verk, því nægur viður er til staðar. Gísli Ivol- beins er yfirkyndari. Hann gegnir starfi þessu við ágætan orðstír. Sér- stakir menn taka að sér að hita kaf'fið, aðrir föndra við að tina sprek á bálið, og enn aðrir taka upp brauðið og sykurinn. Ágæt verka- skipting, eins og vera ber. Tyrkinn Cevdet segist skuli taka að sér að

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.